Vikan


Vikan - 14.10.1971, Page 40

Vikan - 14.10.1971, Page 40
„Á hún foreldra?" „Nei. Það er klúbbíbúð. Hún kom hingað frá Harrisburg. En húsmóðirin hlýtur — Hann —Svo þagnaði ég skyndilega og sagði „Æ“ og lét höfuðið falla máttlaust aftur á bak á sætisbakið. Mér hafði einmitt dottið í hug, að það væri hann, sem hefði útvegað henni her- bergið. Gilman var miskunnarlaus og tók eftir öllu. „Óskið þér enn eftir að aka þangað — eða eigum við að breyta um og fara strax til aðalstöðvanna? Því að því harðari sem þér reynið að vera gagnvart mér, þéim mun harðari verður með- ferð mín á yður, ungi maður.“ Hann steytti hnefana, og augu hans voru ísköld. Nú var um nauðvörn að ræða. Við mundum komast á staðinn eftir fáar mínútur. „Heyrið þér. Þér verðið að hlusta á mig. Hún fór með mig heim til sín eitt kvöld, aðeins augnablik, til áð lána mér tíma- rit, sem hún hafði í herbergi sínu. Þér verðið í guðanna bæn- um að hlusta vel á núna! Und- ir spegilinn á snyrtiborðinu hefur hún stungið steinprent- aðri mynd af jómfrú Maríu. Á ofninum hangir tuskubrúða, sem ég fékk í verðlaun handa henni á Coney-eyjunni.“ Eg rykkti flibbanum mínum upp og reyndi af öllum mætti að einbeita mér. „Á lítilli vegg- hillu lætur hún standa gastæki, og frá gaspípunni og til raf- magnsmælisins hefur hún strengt snúru, þar sem hún er vön að hafa sokka hangandi til þerris. Hlustið þér á það, sem ég segi? Viljið þér muna eftir þessum atriðum? Getið þér ekki skilið, að það eru atr- iði, sem ég mundi ekki geta skáldað upp? Skiljið þér ekki, að hún er raunverulega til?“ „Þér eruð næstum búinn að sannfæra mig,“ sagði hann í hálfum hljóðum. En allundar- legt var, að leynilögreglumað- ur skyldi segja þetta. Og svo vorum við komnir á staðinn. Við stigum út og gengum inn. „Ef þér nú bara segið svo mikið sem eitt einasta orð þarna inni,“ sagði hann með samanbitnar tennur, „mun ég gefa yður svo vel á hann, að þér munið geta spýtt án þess að opna munninn.“ Hann náði í húsmóðurina. Ég hafði ekki séð hana áður. ,.Býr hérna hjá yður ung stúlka, sem heitir Stephanie Riska?“ „Já ,á fimmtu hæð götu- rnegin." Það var rétt. „Hve lengi hefur hún búið hér?“ „Riska?“ Hún kleip sig laust . í aðra kinnina. „Hún hefur bú- ið hér í hálft ár.“ Það var líka rétt. „Ég vil gjarnan fá að vita, hvernig hún lítur út.“ Hann þreif fast í handlegginn á mér til að minna mig alvarlega á. „Hún er dökkhærð og hefur alldökkan hörundslit. Og hún er álíka há og ungi maðurinn, sem þér eruð með. Rödd henn-. ar er ofurlítið hás.“ „É'g óska eftir að sjá her- bergi hennar. Þetta er lögregl- an.“ Hann varð næstum að draga mig upp allar tröppurn- ar. Hann ýtti upp hurð og kveikti ljósið. Ég rankaði nægi- lega við mér til þess, að ég gat opnað augun. Engin mynd var á speglinum. Engin tuskubrúða á ofninum. Ekkert gastæki, en bókaröð á vegghillunni. Engin strengd snúra. Ekkert. „Hefur alltaf verið svona um- horfs hér?“ spurði Gilman. „Já, alveg síðan hún flutti inn. Hún er mjög hreinlegur og reglusamur leigjandi. Það er aðeins eitt, sem ég get lát- ið mér þykja miður — já, þarna er það aftur.“ Hún gekk að þvottaskálinni og tók af henni litla. gráa klessu, sem hafði verið fest neðan á skál- ina. En um leið brosti hún með umburðarlyndi, eins og til að gefa til kynna, að ein einasta lítil ávirðing eins og þessi væri afsakanleg. Gilman tók klessuna frá henni á pappírsmiða og þefaði af henni. „Tutti-frutti,“ sagði hann. „Gætið þess að halda í vin yðar!“ sagði hún skelfd. Hann tók fast í mig, svo að ég valt að honum í stað þess að falla á gólfið. „Látum hann bara velta um,“ sagði hann við hana. „Það er ekkert í saman- burði við það, sem bíður hans eftir fimm eða tíu mínútur." Og við lögðum af stað niður stigann — ég fyrir mitt leyti riðandi á fótunum. „Hvað hefur hann gert? Myrt hana?“ spurði hún forvitin á leiðinni niður. „Nei, ekki haiia, en ég hef lævísan grun um, að hann hafi myrt einhvern — og hafi bara álpazt til að gefa upp skakkt nafn.“ „Tch-tch-tch, hann litur ann- ars alls ekki út eins og —“ hélt hún áfram. Eg sá kvistóttan göngustaf einhvers gigtarveiks leigjanda • 40 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.