Vikan


Vikan - 14.10.1971, Side 47

Vikan - 14.10.1971, Side 47
upp fyrr en búið var að stinga hann 14 lensum. Þá var hann „náðaður" af áhorfendum. —• Þegar vorið 1961 var El Cordobes með svimandi háar tekjur, sumpart fyrir fyrirlitn- ingu sína á dauðanum en aðal- lega fyrir auglýsingaklœki El Pipo. í borginni Andujar var El Cordobés látinn gefa kryppl- ingi nokkrum hjólastól og stilltu báðir sér upp kryppl- ingurinn og nautabaninn, svo Ijósmyndarar gætu fest atburð- inn á filmu. En um leið og blaðamennirnir voru farnir, tók El Pipo stólinn aftur. Það átti að nota hann aftur siðar. í Pondosa var nokkrum fá- tœklingum boðið í mikla veizlu á finasta veitingastað bæjarins. Ljósmyndararnir sátu um að mynda veizluna — eða upphaf hennar — í gríð og erg og fóru síðan með myndirnar af góða stráknum El Cordobés. Borðin svignuðu af krœsingunum og fátœklingarnir fengu tár í aug- un af öllum matnum, tugir rétta. En um leið og El Pipo var viss um að allir blaðamenn vœru á bak og burt, lét hann bera allt af borðum nema ein- faldan laukrétt. Það dugði í tóma maga úrhraksins. í Barcelona stóð El Cordobés á svölum gistihúss síns og henti árituðum 100 pesetaseðlum til mannfjöldans fyrir neðan. El Pipo hafði þó áður komið fyrir miklum fjölda samstarfsmanna sinna, sem sáu til þess að megn- ið af peningunum lentu aftur í vasa. El Cordobés. El Cordobés var löngu búinn að grœða sína fyrstu milljón þegar hann gerði sér Ijóst að hann átti við mikið vandamál að stríða. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa. Það eina sem hann kunni með penna að fara, var að krota Manuel Peréz. Yf- irleitt var það þó illa lœsilegt. En það dugði fyrir ávísana- heftið. Og í heilt ár sat matadorinn á skólabekk, ekki minna en tvo tíma á dag, til að lœra að lesa og skrifa með miklum harm- kvælum. Girondino hefur þegið þrjár lensustungur á kaf í skrokkinn. Hann drýpur höfði og múgur- inn dreypir á konjakspelunum. Það orgar formælingar að dös- uðu dýrinu. Lúðrablástur: Annar þáttur. Los Banderilleros stökkva inn í hringinn, tveir menn sem eiga að reka breiðodduð spjót (banderillas) í háls tarfsins og þá stendur blóðið út í loftið í stórum bunum. Spjótin eru „prýdd“ með marglitum papp- írsræmum. Girondino krafsar illskulega í sandinn og veður á móti fyrri banderilleranum. Hann er stíf- ur sem klettur. Með yfirveg- aðri ró tekur hann nokkur létt skref á móti dýrinu og þegar nautið er með hornin nær al- veg við hann, hreyfir hann sig örlítið og rekur fyrstu tvö spjótin á kaf í háls þess. Hvert dýr þarf á milli fjögur og sex slík „banderillas“ í sig. Girondino þarf fjögur. Hann hristir höfuðið og reikar um- hverfis kvalara sinn með horn- in við jörðu. Hann er ekki viss um hvað á til bragðs að taka. Rafael „El Pipo“ Sanchéz og Manuel „El Cordobés“ Benitez Peréz, sýndu fljótt að þeir voru hinir fullkomnu samstarfsmenn. Nautabaninn varð fljótt hetja í heimalandi sínu fyrir sérstœðan stíl sinn. Hann hafði fært fólk- inu eitthvað nýtt og það hreifst af œðruleysi hans; fram til árs- ins 1964 var því oft haldið fram að hann vœri geðveikur að þora það sem hann gerði. Hann fékk líka borgað fyrir það. Árið 1963 lá hann 7 sinn- umum á skurðarborðinu eftir að hafa fengið hornin i sig. 11 lítrum af blóði var dœlt í hann — met í sögu læknastéttarinnar á Spáni. Og El Pipo gerði sitt. Hvað eftir annað spreðaði hann sögum um, að El Cordobés lægi fyrir dauðanum eftir at; að hon- um hefði verið veitt síðasta smurningin af presti; að hann kœmi aldrei inn í hringinn aft- ur. En Cordobés kom alltaf aft- ur og fólkið hreifst. Hann var yfirleitt heill á húfi þegar sögurnar gengu, og hélt sig burtu frá skarkalanum, en Spánn stóð á öndinni þegar El Pipo hélt blaðamannafundi sína, sendi fölsuð skeyti og réði grát- konur. Blöðin skrifuðu margra kíló- metra langar greinar um hreysti og þor hins mikla El Cordobés. Útvarpsstöðvar sendu út sér- staka þœtti um líðan hans og þegar kom í Ijós að El Cordobés „hafði yfirstigið veikindi sín“, dansaði fólk á götum úti. Laun matadorsins hækkuðu stóðugt. Sumarið 1966 fékk hann þrjár og hálfa milljón ísl. kr. fyrir að drepa tvö dýr í einu og alls hefur hann ekki komið sjaldnar fram en 140 sinnum. Á Spáni, í Mexíkó og í Suður- Ameríku. Krítíkerar í spænska sjón- varpinu voru samt ennþá ekki fallnir fyrir El Cordobés. Þaðan fékk hann aldrei hlýjar kveðjur og má því teljast furðulegt hversu vinsæll hann varð meðal almennings. (Ef til vill koll- varpar þetta þeirri kenningu, að fólk hafi ekki aðrar skoðanir en fjölmiðlamir mynda). En að þvi kom að nautaatssérfrœðingar sjónvarps- ins tóku El Cordobés upp á arma sína. Það skeði eftir að einn helzti forsprakki þeirra sást keyrandi um götur Madrid á eldrauðum Mercedes Benz, beint úr kassanum. El Pipo borgaði fyrir sig. Upp úr 1966 fór El Cordobés að breyta um stíl. Dirfska hans er horfin og baráttugleðin sömuleiðis. í dag er El Cordo- bés heldur tilþrifalítill nauta- bani, segja sérfrœðingarnir. Hjá hinum stóru nöfnunum í sögu nautaatsins á Spáni er hann ekki neitt. PEDRO ROMERO. Meistar- inn, sem uppi var í kringum 1700 og murkaði lífið úr meira en 5600 nautum. JOSELITO: Byrjaði feril sinn sem 13 ára undrabarn. Var stunginn til bana af tarfinum Bailador, hinn 16. maí, 1920. LUIS MIGUEL DOMINGU- IN: Snillingur tækninnar í hringnum. MANOLETE: Hinn hugrakki. Neitaði að fara i hringinn nema þar vœru 1. flokks skepnur. Ein þeirra, Islero, drap hann árið 1947. Enn í dag hanga sorgar- borðar yfir mynd af Manolete víðsvegar á Spáni á dánardœgri hans, hinn 27. ágúst. Nú hvellur síðasti trompett- hljómurinn í hringnum í Val- encia. A Matar — gegn dauðan- um! E1 Cordobés gengur aleinn út í sandinn í hringnum. Aðstoð- armenn bera hlífiskjöld með voonum hans. Tvíeggjuð smá- spjót, hárbeitt. Einn aðstoðar- mannanna réttir honum sverð- ið, og annar muletan — dul- una sem ætlað er að æsa naut- ið, en hér er um að ræða minni duluna; þær eru sem sé tvær. Nautið tryllist þegar það sér E1 Cordobés og duluna. Rauði liturinn verkar eins og segul- stál á Girondino. Hann heldur að það sé dulan sem er hans helzti fjandi. (Við rannsóknir hefur þó komið í ljós að naut eru litþlind og þvi er erfitt að segia til um hvers vegna þau falla frekar fyrir rauðu en ein- hverjum öðrum lit). Nú verður nautabaninn að hugsa fljótt. Fljótlega upp- götvar sá svarti tarfur, að það FÆST UM LAND ALLT ,MISS L-entherjc I* , 'Isa I* ( * Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkurnai MORiYt! J *A/\ORNY )eam £ SoileÆon Snyrtivörusamstæða, vandlega valin af Morny, og uppfyllir allar óskir yðar um AMA baðsnyrtivörur. mKm Sápa, baðolía, lotion, deodorant og eau de cologne. Vandlega valið af Morny til að verndá húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. Ó. JOHNSON & KAABER 'f' 41.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.