Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI SVARTUR SVANUR OG RAUÐUR KETTLINGUR Kæri draumráðandi! Viitu ráða þennan draum ef þú getur. Mér fannst ég vera stödd hér heima hjá mér og vera að hirða hey. Þá kom einhver til mín og sagði mér, að frænka mín væri komin í heimsókn. (Hún er átján ára og trúlofuð, við vorum vinkonur, þegar við vorum litlar). Mér fannst kærastinn hennar hafa komið með hana. (Ég hef ekki séð hana í mörg ár). Hún var í hvítum gamaldags kjól, með uppsett hár og í frúarskóm, líka hvítum. Ég var líka í kjól og ég hitti hana fyrst inni í fjósi. Ég var að moka og mér fannst hafa sletzt drulla á sokkabuxurnar mínar. Brátt urð- um við mestu mátar og rifjuðum upp gamlar minningar. Allt í einu erum við komnar inn í bæ, en þá finnst mér frænka mín verða svo kuldaleg við mig og hæðin. Sama manneskjan og sagði mér, að frænka mín væri komin, spurði hana, hvort henni væri illa við mig. Hún sagði: — Nei! En ég ætla bara að hafa hana fyrir mig eina — mér til skemmt- unar. Ég ætla að fara með henni á ball á laugardaginn! Þessi draumur varð ekki lengri, en mig dreymdi annan strax á eftir og gerðist hann í sama umhverfi og hinn. Það var rigning og ég var stödd úti í mýri með bróður mínum. Þar var líka yngsta systir mín. Mér fannst bróðir minn vera að drepa svani á einhvern undarlegan hátt. Hann var búinn að drepa marga loksins þegar ég gat fundið líkin af þeim. Þá fann ég einn stóran og fallegan svan með fullt af ungum. Þau voru öll að kafna og ég reyndi að bjarga þeim, en gat það ekki. É'g fann einnig dökkan svan og hann var lifandi. Ég rak hann í burtu með unga sína. Og enn fann ég svan. í þetta sinn var hann alveg einstak- lega fallegur. Hann var líka lifandi, en hann átti enga unga, heldur tvo kettlinga, annan laxableikan en hinn hárauðan. Það var skrítin sjón að sjá alveg skærrauðan kettling! Sá laxableiki var með brúnan blett á hálsinum. Systir mín tók hann, en ég tók hins vegar svaninn og hárauða kettlinginn. Á leiðinni heim þurfti ég að opna þungt hlið. Þegar ég kom heim, fór ég með kettlinginn og svaninn niður í kjall- ara til læðu, sem á kettlinga og mér fannst ég ætla að setja rauða kettlinginn til hennar. En þá uppgötvaði ég að ég hafði týnt kettlingnum. Draumurinn endaði loks þannig, að mér fannst ég dul- búa mig sem karlfisk og fela mig í lyftu. Mér fannst ég vera þar í heilan sólarhring, en _þá gaf ég mig fram. Ég gleymdi hins vegar að fara úr fötunum, sem ég var í. Ég var með blautt hár og í grænblárri rúllukragapeysu, sem systir mín á. Bróðir minn reifst og skammaðist í mér. Annars fannst mér enginn taka eftir mér. Lilja. Við teljum að ekkert samband sé á milli þessara tveggja drauma. Hinn fyrri á við frænku þina og táknar veikindi hennar eða einhverja aðra erfiðleika. Ef til- vill slitnar upp úr trúlofun hennar og líklega kemst á nánara samband milli ykkar en verið hefur. í fljótu bragði mætti ætla að hinn draumurinn táknaði einhver meiriháttar tíðindi. En við teljum, að svo sé ekki. Hann er fyrir þremur rifrildum milli þín og bróður þíns, sem öll stafa af fjarska lítilvægu tilefni. Allt er þegar þrennt er, segir máltækiö og eftir þriðja rifrildið gerið þið upp sakirnar milli ykkar í eitt skipti fyrir öll. Þá skilst ykkur báðum, að ósamkomulag ykkar stafaði mcstanpart af eintómum misskilningi, og upp frá því verður samkomulagið milli ykkar betra en það hef- ur verið áður. Systir þín kemur nokkuð við sögu og reynist hinn bezti sáttasemjari. í FULLRIALVÖRU VINÁTTA IVERKI „Þótt ekki værum vér neitt nauðlega staddir af mktleysi, er Færeyingarnir fundu oss og höfðu með- ferðis nægar vistir handa oss, þá var notalegt að fá þær viðtökur. En meiri ánægja var hitt að sjá fögnuð þeirra yfir þvi að liafa oss úr helju heimla og geta orðið oss að liði.“ Þetta skrifaði Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, skönnnu eftir aldamótin, en liann hafði verið far- þegi með íslandsfarinu „Seotland“, er það strand- aði við Færeyjar. Þetta er ofurlítið sýnishorn af hjálpsemi, gestrisni og vinarhug Færeyinga í okk- ar'garð. Björn Jónsson átti engin orð að lýsa vin- semd þeirra, og síðan hafa margir reynt hið sama. Nú á dögum þurfa íslendingar yfirleitt ekki að híðo lengi til að fá tækifæri til að leggja land undir fót og kynnast öðrum þjóðum af eigin raun. Flestir byrja á þvi að fara til Evrópu, spóka sig i stórborg- um eða flatmaga á baðströndum Spánar. Svoddan lystisemdir eru góðar, en menn fá sig þó fljótt fullsadda á þeim. Slíkum „heimsborgara” er hollt að koma til Færeyja. Þá uppgötva menn gjarnan að þeir hafa leitað langt yfir skammt og farið fram- hjá því landinu, sem skemmtilegast er að heinr- sækja. Íslendingar eru sannkallaðir aufúsugestir í Fær- eyjum. Þeim er sýnd sú sanna og einlæga gestrisni og vinátta, sem túrisminn er á góðri leið með að útrýma úti í hinum stóra heimi. Mörgum rosknum Islendingi finnst Færeyjaheimsókn likt og endur- heirht gamla íslands. í landhelgisdeilunni hefur það enn einu sinni komið í ljós, að við eigum hauk í horni þar sem Færeyingar eru. Þeir liafa stutt okkur dyggilega, ekki aðeins i orði heldur i verki, nú síðast með þeirri ákvörðun sinni að veita ekki brezkum land- helgisbrjótum viðgerðaþjónustu. Við höfum stundum gerzt sekir um að vanmeta Færeyinga og gera jafnvel lítið lir þeim. Nú hefur það sannast betur en áður, að við höfiun síður en svo efni á slíkum reigingi. List og menning stendur með blóma í Færeyjum. Þeir standa okkur framar á mörgum sviðum, jafn- vel þótt höfðatölureglunni sé ekki heitt. Þeir eiga ótrúlegá marga og góða listmálara, og nútímabók- menntir þeirra eru gróskumiklar. Og þeir hafa í heiðri gamla siði og venjur miklu hetur en við. Enn stíga jafnt ungir sem gamlir færeyska dansinn og kunna utanbókar danskvæðin, sem eru elzti skáld- slcapur á færeyska tungu. Hinn myndarlegi stuðningur Færevinga við okk- ur í landhelgismálinu verður vonandi til þess, að við metum þá að verðleikum eftirleiðis og höfum meiri samskipti við þá. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.