Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 39
ÞESSAR FERMINGAMYNDIR ERU FRÁ STUDIO GESTS, LAUFÁSVEGI 18A I Studio Gests eru f einni fermingarmyndatöku teknar myndir bæSi i og án kyrtils eins og hér er sýnt, og innifalin fuilgerS stækkun. — Tökum einnig allar aSrar myndatökur. — Myndatökur alla daga vikunnar og á kvöldin. — PantiS tfma. — Studio Gests, Laufásvegi 18 a, sfmi 2-4028. fariö út, ætti hún ekki aö hafa skilað farmiðanum sinum. Ekki, að það sé fullkomlega að marka heldur, samkvæmt minni reynslu. En það má alltaf athuga það. Það ætti að vera hægt að fá að vita, hvort öllum farmiðum til Waldhurst, seldum á -Liverpool- stöðinni þennan dag, hefur verið skilað. En nú ættum við að koma aftur i skrifstofuna þina, Everley. Það fyrsta, sem Hanslet bað um þegar þangað kom, var landabréf. — Þú þekkir landið hérna i kring, Everley. Við skulum athuga, hvernig ungfrú Bartlett hefði getað komizt þarna frá staðnum og til Wargrave House. Everley laut yfir landabréfið. — Þarna er staðurinn á sporinu, sagði hann og krossaði með biýanti. — Og hér er Wargrave House. Ef hún hefur farið út úr lestinni vestanmegin, og það hefur hún sennilega gert, til þess að þurfa ekki að ganga yfir sporið, hefur hún getað gengið gegn um sköginn, þangað til hún kom á þennan stig. Svo hefur hún ekki þurft að ganga nema nokkra faðma eftir honum, og þá hefur hún komizt á þessa punktalinu. Það er gatan, sem liggur yfir akrana til Little Moreby, og þar er ekki trúlegt, að hún hafi hitt nokkurn mann um það leyti kvöldsins. Ekki hefur hún haldið áfram til þorpsins, þvi að þá hefði einhver óumflýjanlega séð hana, og auk þess var þaðkrókur. En ef hún hefur farið út af götunni svo sem þrem milufjórðungum áður en komið var að þorpinu — þar sem ég bendi núna — hefur hún getað farið beint yfir akurinn og komið að fornfálegri girðingu, sem liggur að landareign Wargrave House, þeim megin. Og úr þvi þangað er komið, er engin hætta á, að hún hefði getað sézt. — Hve lengi heldurðu, að hún hafi þurft að vera á leiðinni? — Þetta er um það bil fjórar milur.Égbýst við hér um bil fimm stundarfjórðunga, ef hún hefur farið út lestinni þarna. — Það er svipað þvi, sem ég hafði áætlað. Ég hef hugsað mér, að hún hafi komið i húsið milli hálfellefu og þrjú kortér. Þessvegna finnst mér Grocott læknir áætla dánarstundina fullsnemma. Jæja, mér finnst við hafa gert grein fyrir þvi, hvers- vegna enginn maður hefur séð hana. En næst er að athuga, hvernig morðinginn hefur getað komiztihúsið. Mér er sama þó ég segi þér, að ég hef grun um, hver hann sé. Hanslet útskýrði nú fyrir Everley grun sinn á ungfrú Carroll. — Ég fór i gærkvöldi til dr. Priestley, sagði hann. — Sá gamli refur er andskotanum varkárari, og verður ekki hrifinn af neinni kenningu, sem ekki er sönnuð út i æsar. En hann gat ekkert fundið við þennan grun minn að athuga, og sjálfur er ég viss um, að ég er á réttri leið. — Aldrei hefði mér getað dottið ungfrú Carroll i hug, ef ég hefði orðið að notast við tilgátur, sagði Everley. Hún litur alls ekki þannig út. En auðvitað er slikt óútreiknanlegt, þegar kvenfólk er annarsvegar. Það eina óskiljan- lega er, hvar hún hefur getað skilið bilinn eftir á þessum tima kvöldsins. Það eru ekki aðrir vegir framhjá húsinu en þessi eini, og annarsvegar við það er Little Moreby og hinsvegar Cross Hands-kráin. Og ég er sann- færður um, að hún hefur hjá hvorugum þessum stað getað sloppið óséð. — Við skulum lfta betur á kortið, sagði Hanslet. Hann athugaði það þvinæst þegjandi og kinkaði siðan hægt. kolli. — Égsé, hvað þú átt við með þessu um veginn, sagði hann. — Það er alveg rétt hjá þér, að það er svo að segja óhugsandi, að hún hafi komizt framhjá óséö. En hugsum okkur nú, að hún hafi alls ekki reynt til þess. Mér virðist vera fullt af stöðum við veginn, þar sem hægt hefur verið að skilja bilinn eftir og ganga svo það sem eftir var leiðarinnar. — Það er ekki eins auðvelt og þú heldur, og sizt fyrir ókunnuga og I myrkri. En eins og þú segir, þá hlýtur hún samt að hafa gert það. Ég ætla að halda áfram að spyrjast fyrir, og hver veit nema ég detti ofan á eitthvað. Annars hef ég i millitiðinni spurzt viða fyrir, og þú vilt kannski heyra, hvað mér hefur orðiö ágengt. Ég fékk þennan skóböggul, tilheyrandi ungfrú Bartlett, og mátaði skóna viö þessi för hjá húsinu. Eitt parið fellur nák- væmlega i sporin. — Já, prófessorinn hafði þar á réttu að standa, sagði Hanslet. — Þar höfðum við örugga sönnun þess, að ungfrú Bartlett hefur sótt þennan hlut — hver sem hann nú hefur verið — sem Vilmaes lét detta út flugvélinni. Bara maður hefði einhverja hugmynd um, hver sá hlutur hefur verið. Ég hef náð samhandi við belgisku lögregluna, en hún gat ekki sagt mér, svona fyrirvaralaust, hvort nokkurra verðmæta væri saknað þar. Samt lofaði hún að spyrjast fyrir og láta mig vita. En, vel á minnzt: hefurðu komist að þvi, hvernig Vilmaes hefur getað látið ungfrú Bartlett vita, hvenær hún gæti sótt böggulinn? — Nei. Það er eitt atriði af mörgum i þessu máli, sem ég get ekki skilið i. Ég spurði fólkið i „Hafgúunni” og fékk að vita hjá þvi það, sem það vissi um ferðir hennar þann fyrsta. Hún virðist hafa verið heima við, mestallan daginn, og að minnsta kosti var hún aldrei nógu lengi fjarverandi til þess að geta hafa farið til Quarley Hall. Og þar sem við vitum, að Vilmaes var þar heima viö allan þann tima, sem um getur verið að ræða, er það áreiðanlegt, að þau hafa ekki hitzt. — Rétt er það. En þar fyrir hefði hann getað komið til hennar skilaboðum. — Hún fekk engin skilaboð i gistihúsið, og ég trúi ekki, að hún hafi getað fengið þau annars- staðar. Auk þess var hún háttuð fyrir klukkan ellefu, en það virðist vera það fyrsta, sem Vilmaes hefði getað komið til hennar skilaboðum. Mér datt i hug, að hann hefði getað hringt til hennar frá Bruxelles, daginn eftir, en stöðin hefur alls ekki afgreitt neitt þvilikt samtal eða skeyti. — Hann hefði getað látið eitt- hvert skeyti til hennar detta hjá húsinu um leið og hann fór. — Það datt mér lika i hug. Hann lagði af stað frá Quarley Hall klukkan sex, að þvi er vélamennirnir sögðu mér. En enginn i Little Moreby varð var við neina flugvél þá um morguninn, þó að ég hitti einn eða tvo, sem höfðu orðið hennar varir morguninn eftir, klukkan fjögur. Ef þeir hafa heyrt til hans, þegar hann kom, hefðu þeir engu siður átt að heyra til hans, þegar hann fór, ef hann þá hefur flogið yfir Wargrave House. Ég held, aö þessi möguleiki sé alveg útilokaður. — Ég skal játa, að þetta er skritið. En það er nú aldrei nema smáatriði. Þú virðist hafa san- nað, aö ungfrú Bartlett hafi hirt böggulinn, og það nægir. Við höfum lika getað skýrt það, hvernig hún geti hafa komizt óséð inn I húsið, þann tiunda. En það, sem mér þykir snubbóttast, er aö hafa enga bendingu um ferðir morðingjans. Ef við aðeins næðum i einhvern, sem hefur séð ungfrú Carroll i bilnum, værum viö strax miklu nær. — Ég skal gera það, sem ég get, sagði Everley. — En þú verður að muna, að sveitafólkið hér i kring er ekki sérlega eftirtektarsamt, og auk þess eru ftestir gengnir til náða klukkan tiu. Þeir ræddu málið fram ogaftur stundarkorn siöan hélt Hanslet til London með siðdegislestinni. 41.TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.