Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 36
a& hugsa um barn og heimili, en það var alveg gagnslaust. Við þrefuðum lengi um það. Svo ákvað ég að yfirgefa Pete. Einn daginn, þegar foreldrar minir komu i heimsókn, þá spurði ég þau, hvort ég mætti ekki koma heim til þeirra. Faðir minn var góður eiginmaður og einstakur faðir og ég óskaði þess oft in- nilega að Pete væri eitthvað likur honum. Foreldrar minir urðu að sjálfsögðu mjög leið min vegna og sögðu að ég væri alltaf velkomin heim til þeirra. En þau báðu mig að hugsa málið betur og að lokum var mér ljóst að ég vildi alls ekki yfirgefa Pete. En það var eitt- hvað i sambúð ,okkar, sem var farið forgörðum. Ég myndi aldrei bera fullt traust til hans framar. Þannig gekk þetta til i hálft annað ár og ég varð æ leiðari. En svo hugsaði ég að svona gæti þetta ekki gengið til lengdár, ég yrði að fá einhverja tilbreytingu, fá mér starf utan heimilis. Ég var með verzlunarskólapróf og var góður ritari. Ég heyrði sagt frá fyrirtæki i nágrenninu, sem hafði komiö upp barnaheimili fyrir starfsfólk sitt og þetta sama fyrirtæki auglýsti eftir vélritunarstúlku. Ég sótti um stöðuna og mér til mikillar un- drunar, var ég beöin að koma til viðtals. Það varð að sam- komulagi að ég fengi stööuna og ég gat byrjað strax. Ég var hálf angistarfull, en um leiö fannst mér þetta geysileg uppörvun. Þaö var notalegt að finna traust. Ég er hrædd um að illa hefði getaö farið fyrir mér, ef svona hep- pilega hefði ekki viljáð til. Þetta breytti allri tilveru minni, mér fannst ég lifna viö. Ég haföi aldrei hugsað um aö ég gæti haslað mér völl i starfi utan heimilis, þótt mér heföi gengið ljómandi vel i skóla. Nú þykir mér reglulega gaman að vinna heimilisstörfin, sem ég var búin að fá svo mikla andstyggð á, þegar ég hafði ekkert annað að um að hugsa. Þegar ég er þreytt núna, veit ég þó alltaf hversvegna ég er þreytt. Það er miklu verra aö vera þreytt, án þess að gera sér ljósa ástæðuna fyrir þvi. Það tók dálitinn tima fyrir Sally að sætta sig við dagheimilið. Hún grét á hverjum morgni, þegar ég fór frá henni og eftir fimm vikur, lá við að ég gæfist upp á þessu, en svo sagði fóstran mér að hún þerraði tárin, strax eftir að ég væri úr augsýn, enda kom að þvi aö hún fór að veifa mér glaðlega, þegar ég fór. Pete var ekki ánægður með þessa tilhögun. Hann er svolltið gamaldags, þegar um er að ræða „hlutverk konunnar”. En hann neyðist til að viðurkenna að allt gengur betur nú. Mér finnst sjálfri að ég hugsi nú miklu betur um dóttur mina og nú nýt ég samvistanna. Pete er lika farinn að jafna sig á þessu, þótt hann hafi i fyrstu verið óánægður, sérstaklega vegna þess að hann kærði sig ekkert um að ég yröi svona sjálf- stæð. En mér er ljóst að hann er ánægðari með útlit mitt, ég er orðin grennri og mér finnst sjálfri ég vera töluvert snotrari. Ég er Hka ánægð yfir þvi að leggja mitt af mörkum til heimilisins og finnst ég fyrst nú búa við jafn- rétti. Veronica Brownie rúmlega fer- tug og á tvær dætur, sem reyndar eru tviburar,Jane og Suzanne. Þær eru tuttugu og eins árs. Hún skildi við manninn fyrir 14 árum og siðan hefir hún búið ein með dætrum sinum i stóru húsi, sem er mjög erfitt i rekstri. Siðustu árin hefir Veronica átt i miklum erfiðleikum. - Ég man ekki mikið af þvi sem skeði, áður en ég fór á sjúkra- húsið. Maður missir lika töluvert af minninu við raflost. En vinir minir segja að, ég hafi verið, vægast sagt, mjög taugaveikluð. Aðaláhyggjurnar hafði ég af Jane. Suzanna var ekki erfið, hún stundaði nám af kappi og var mikið að heiman á daginn. Jane vili ekkert læra og hún vildi heldur ekki fá sér vinnu. Hún hékk heima, mestan hluta dagsins, klæddist undarlegum fatnaði og dró á eftir sér skara af skritnu fólki. Það var greinilegt að hún átti i erfiðleikum. Stun- dum sat hún og starði út i loftið, án þess að geta tekið sér nokkuð fyrir hendur. Það var eins og ég næði ekki til hennar, gæti ekkert hjálpað. Ég var búin að slita mér út i þessu gamla húsi I mörg ár. Það var allt i niðurniöslu, erfitt og rakt. Ég réði ekkert við viðhaldið og iðnaðarmenn voru alltof dýrir, til þess að ég gæti látið lagfæra það sem þurfti. Ég vildi endilega selja það, en telpurnar báðu mig aö gera það ekki. Þeim fannst það vera þeirra eina öryggi. Það er erfitt að ráða fram úr sHkum vandamálum, þegar maður er einn, það varð mér lika erfitt að vera ekki gift. Vinkonur minar héldu alltaf að ég væri að reyna til við eiginmenn þeirra. Ég hafði átt i ástasambandi við karlmenn, en það hafði alltaf flosnað upp, eftir stuttan tima. Ég fann lika aldurinn færast yfir mig og fann alltaf til kviða. Þangað til fyrir einu ári vann ég úti allan daginn. Ég hafði skemmtilegt starf, en mér likaði ekki við samstarfsfólkið. Ég var lika farin að þreytast, dætur minar hjálpuðu mér eiginlega aldrei við heimilisstörfin, og það var sfzt betra þótt mér væri ljóst að það var sjálfri mér að kenna, ég hafði alltaf dekrað þær of mikið. Það var rétt svo ég náði þvi að kaupa I matinn og flýta mér svo heim til að hreinsa, þvo og reyna að koma einhverju lagi á það sem aflaga fór i húsinu. Mér þykir reyndar gaman að heimilis- störfum, en þetta var mér ofraun. Ég hafði erft töluvert fé, svo ég hætti að vinna úti. Það varð til að ég einangraðist mikið og stundum dreif ég mig út, til þess að fullvissa mig um að ég lifði ein- hverjulifi og að allt væri eins og fyrr. Ég held að ég hafi strax orðið dálitið skritin og liklega fljótlega misst sjálfstraustið. Ég gat ekki trúað þvi að nokkra manneskju langaði til aö umgangast mig svo ég hætti jafnvel að hringja til kunningja minna og gamalla vina. Ég var svo hrædd um að mér yrði visað frá. En liklega hefir mér verið ljóst þá strax, að ég þurfti á hjálp að halda, þvi að ég bað lækninn minn um aö visa mér á sálfræðing. Hann sagði mér að ég yrði aö selja þetta stóra og vinnufreka hús, fá mér eitthvað að gera og helzt að gifta mig aftur. Já, það átti ekki að verða mér svo erfitt! Ég reyndi svo sem, ég fór til hjúskaparmiðlara, en þar var mér sagt að ég hefði of góða menntun, þeir höfðu engan við mitt hæfi. Ég reyndi lika að sækja einn af þessum klúbbum fyrir frá^kilið fólk, en það var svo ömurlegt að ég varð ennþá aumari. Svo fór ég að drekka. Þá fór ég aftur til sál- fræðingsins. Fór til hans einu sinni I viku, en hann hélt sig við sama heygarðshornið. Svo fór ég að drekka. 1 fyrstu fékk ég mér. aðeins glas á undan kvöldmat, en fljótlega fór ég lika að fá mér hressingu um hádegisleytið. Að lokum byrjaði ég strax á morgnana. Hvað svo skeði, man ég ekki glöggt. Að öllum likindum hefir einhver kunningi minn komiö I heimsókn og fundið mig i hræðilegu ástandi. Ég var á sjúkrahúsi i marga mánuðr, en ég man óljóst hvað skeði þann tima. Mér var sagt að ég hefði fengið drykkjuæði. Það litur út fyrir að margir hafi komið i heimsókn til min á sjúkrahúsið, en ég man ekkert eftir þvi að hafa séð nokkurn mann. Af einhverjum ást?eðum hafa læknar sjúkrahússins álitið að ég væri búin að ná mér, þvi að ég var send heim. En ég fékk einhverjar töflur, sem ég átti að taka inn. Það hafa liklega verið antabus- töflur, þvi að mér var sagt að mér yrði flökurt af þeim og að ég yrði mikið veik, ef ég drykki áfengi. Þegar ég kom heim, var Jane og hippavinir hennar búin að búa um sig i húsinu. Þar var allt á öðrum endanum og þette hyski var jafnvel búið að stela ýmsum hlutum, sérstaklega hijóm- plötum. Ég gát með erfiðleikum losnað við þessi aðskotadýr, en dætur minar voru mér reiðar. Mér leið mjög illa. Ég hugsaði með mér, að ef ég fleygði pillunum, þá gæti ég drukkiö i kyrrþey, það þyrfti enginn að vita það. En það var allt öðru visi en áður. Jafnvel litið magn af áfengi haföi slæm áhrif á mig, ég varð syfjuð og gat ekki fest hugann við nokkurn hlut. Ég fór til eftirlits á sjúkrahúsið aðra hverja viku og þegar ég viðurkenndi að ég væri farin að drekka aftur, var ég lögð inn. Svo varð allt mjög óljóst aftur. Ég man litið frá þeirri sjúkra- húsdvöl.’vegna þess að ég fékk vist töluvert magn af róandi lyfjum. Ég fékk lika raflost. En i þetta sinn var mér ljóst að ég varð að hætta að drekka, ef ég ætlaði að lifa ein- hverju lifi i< framtiðinni. Ég átti ekki annarra kosta völ. Þótt Suzanne og Jane væru ekki ánægðar, þá varð ég að leggja rækt við sjálfa mig, i staö þess að hugsa um þær eingöngu: Sál- fræðingurinn ræddi við þær um þetta mál og ég held að hann hafi getað sannfært þær um að þær væru alltof eigingjarnar, að ætlast til þess að ég héldi dauðahaldi i þetta stóra hús, eingöngu þeirra vegna. Ég hlýt að hafa haft gott af siðustu sjúkra- hússvistinni, þvi að mér reyndist ekkert erfitt að sýna þvi fólki húsið, sem hafði áhuga á þvi og kom til að skoða það. Ég seldi svo húsið hæstbjóðanda. Ég fékk töluverða upphæð fyrir það og keypti litla ibúð, þægilega og bjarta. Suzanne hefir lokið sinum fyrstu prófum með prýði og hún á fastan kunningjahóp. Einu áhyggjur minar nú er sambúðin við Jane. Hún býr enn^á hjá mér og heldur uppteknum hætti. Ég held að það sé mjög slæmt fyrir okkur báðar að búa saman, við myndum skilja betur hvor aðra, ef við værum ekki daglega saman. Þegar ég vitjaði gamla læknisins mins, eftir að ég kom af sjúkrahúsinu, sagði hann við mig: - Vitið þér að þér eigið marga trygga vini, sem hafa oft spurt eftir yður og bera hlýja hug til yðar. Þetta kom mér dálitið á óvart og gladdi mig mikiö. Ég skil þaö 36 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.