Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 27
III. Þerrið fiskinn. Stráið á hann salti og sitrónusafa. Látið biða um stund. Skreyting fyrir hvern skammt: 30 gr. rækjur settar i 1/2 dl. af rjóma. Bragðið til með dálitlu salti og vel af karrý. Veltið fisknum upp úr hveiti, dýfið i egg og látið renna af augnablik. Veltið upp úr brauðmylsnu og steikið við vægan hita. IV. Þerrið fiskinn. Stráið á hann salti. Látið biða um stund. Skreyting fyrir hvern skammt: 30 - 50 gr. sveppir skornir i sneiðar. Takið hýði og kjarna úr meðalstorum tómat. Steikið þetta i 1/2 msk. af smjöri, setjið sund- urskorinn tómatinn saman við, kryddið með salti og dálitlu af salti og timi an. Bætið 1/2 msk. af söxuðu grænu saman við rétt áður en borið er fram. Setjið þunnt lag af smurosti með sveppa- bragði á fiskinn og dýfið siðan i brauðmylsnu. Steikið við vægan hita. V. Þerrið fiskinn. Stráið á hann salti. Látið biða um stund. Skreyting fyrir hvern skammt: 2-3. msk. fintsneidd púrra steikt i 1/2 msk. af smjöri. Hún á ekki að verða brún. Blandið saman við 2 sardinum, 1 msk. af kaperskornum og 2 msk. af söxuðum eggjum. Veltið fiskinum upp úr hveiti og piparblöndu og steikið við vægan hita. 41. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.