Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 35
fjalli og bláu stöðuvatni að kvöldlagi. Honum þótti vænt um þessa mynd, en Harry hafði alltaf sagt, að hún væri svo skuggaleg — og það var ekki nema vika siðan hann hafði flutt hana á núverandi heiöursstað hennar. Enda gæti Harry verið sama um þaö héöan af, þegar hann átti að fara að flytjast i eigið hús. En þá var hurðinni hrundið upp og þarna stóð Harry hjá honum i stofunni. Hann lokaði dyrunum á eftir sér og gekk til hans. — Heyrðu, sagði hann. Hún er búin að segja mér upp. — Ó. — Já, sagði mér hreinlega upp — hún sagði mér það i gær, þegar við vorum i einrúmi. Þetta hefði verið misskilningur . . . hún hefði ekki áttað sig á tilfinningum sinum . . . væri svo ung . . .og þessa venjulegu þvælu. — Mér þykir fyrir þessu Harry. Harry stikaöi tvisvar eða þrisvar yfir þvert gólfið.— Já, sagði mér upp, svei þvi þá. Fyrst, skilurðú, hefði mátt slá mig um koll með fjöður. En nú — æ fjandinn hafi það — svei mér þá, Robin, hvort ég er ekki bara feginn. Hún sagði, að þetta væri sérstaklega út af samtali, sem hún hefði átt viö þig um mig — hvernig þú hefðir hrósað mér upp i hástert, og þá hefði sér fundist hún ekki vera min verð og ekki viljað giftast mér nema sér fyndist þaö. Henni fannst við vera svo ólik skilurðu. Hann þagnaði en hélt svo áfram: — En ég er bara feginn, svei mér ef ég er það bara ekki. Það er hræðilegt aö vera trúlofaöur . . . i rauninni fannst mér það nú alltaf. Hún sagði aldrei neitt um mig, eins og þú hafðir alltaf gert — þekkti mig aldrei neitt likt þvi og þú geröir. Þa§ er sannarlega léttir að vera aftur frjáls maður. Ég saknaði þin einhver ósköp. Þú varst alltaf svo samúöarrikur og skilningsgóöur. Og það er sann- arlega skemmtileg tilhugsun, að láta þig tala við sig aftur . . .Já, svei þvi þá alla daga . . .humm . . .ha. Heldurðu ekki, að kallarnir i klúbbnum fari að hlæja? . . . .Jæja, ég verð að fara og þvo mér. Segðu henni Rum- bold gömlu að flýta sér með teið. Siðan gekk hann út. Robin beið ofurlitla stund, siðan gekk hann út að glugganum og stundi ofurlitið. Hann horfði stundarkorn á myrkriö, sem var að detta á, siðan náði hann sér i stól, steig upp á hann og tók vatnslitamyndina varlega niður af veggnum. STJÖRNUNÆLAN Framhald af bls. 25. ljósmynd af þeim afa og henni saman. Hýran skein út úr augunum á afa, en augu ömmu minnar yoru alvarleg. Hún var i peysufötum og i hvita silkislifsið hafði hún nælt rauðu stjörnu- nælunni. Þessa nælu sá ég hjá mömmu, sem bar hana stundum. Ýmist nældi hún henni i blúndukraga á kjólnum sinum eða hún nældi með henni upp hornið á hvitu svunt- unni sinni. Mamma sagði alltaf, að ég ætti seinna að eignast næluna, af þvi að ég héti nafni ömmu minnar. f mörg ár átti mamma næluna og notaði hana. Löngu eftir aö við fluttumst úr Túnsbergi og út i Sólbakka man ég eftir nælunni. Á mynd, sem tekin var um það leyti, sem Ragnheiður systir min var skirð (en hún er tiu árum yngri en ég) er mamma i dökk- rauðum ullarkjól með blúndu- kraga og rauðu stjörnunælunni er nælt þar i. En einn góðan veðurdag týndist nælan og fannst ekki, hvernig sem leitað var dyrum og dyngjum og hefur aldrei fundizt siðan. En nú vikur sögunni fram til sumarsins 1955, eins sólskins- minnsta og regnsamasta sumars i mannaminnum hér i Reykjavik. Það sumar vann ég á skrifstofu Veðurstofunnar i Sjómanna- skólanum, en Helen frænka min, dóttir Hansinu móðursystur minnar, vann i verzluninni Sif á Laugaveginum. Ég man, að við frænkurnar vorum eitt sinn á göngu um Laugaveg snemma sumars og skoðuðum i búðar- glugga. Allt i einu rákum við augun i tvær nælur, sem lágu i einum glugganum hlið viö hlið. Þær voru stjörnulaga, önnur með bláum steinum, hin með rauðum. Ég held viö höfum hrópað upp yfir okkur samtimis: „Nei, en hvað þessi með rauðu steinunum er lik gömlu nælunni hennar ömmu!” Ég hugsaði með mér, að þessa nælu yrði ég að kaupa. Ekkert varö þó úr nælukaupunum að sinni. Um verzlunarmannahelgina brá ég mér i Þórsmerkurferð með mansefninu minu, Sigurði Sigfússyni. Við fórum i hópi frá Ferðafélagi tslands. Þetta var þriggja daga ferð, en ekkert sá til sólar fyrr en siðasta daginn, þegar halda skyldi heim á leið. Þegar hópurinn hafði borðað morgunverð og tekið saman farangur sinn, hölluðu allir sér út af i skógivaxinni hlið og nutu sólarinnar, sem loksins lét sjá sig, áöur en lagt skyldi i Krossá, en það mátti helzt ekki dragast langt fram á daginn. Þarna teygöi fólkiö makindalega úr sér og naut siðkominnar sólarinnar, glatt en rólegt, og engan grunaði óhappið, sem i vændum var. En brátt skipaði fararstjóri fólkinu i bilana, nú dugði ekkert slór, ekki var vert að biða eftir þvi, að hækkaði um of i ánni. Hópurinn var i tveim stórum rútubilum og tveim háhjóluð- um fólksbilum. Bilstjórarnir á rútubilunum voru að kanna vaðið á ánni og höfðu alls ekki ákveðið, hvar fara skyldi yfir, þegar óhappið skeði. Bilstjóranum á öðrum minni bilnum hafði verið farið að leiðast biðin og skellti sér út i ána. Það skipti engum togum, hann sat fastur i miðri á. Fljót- lega gróf undan bilnum, og far- þegarnir voru komnir upp á sæta- bökin til þess að verjast bleytu. Sifellt hækkaði vatnið inni i bilnum og brátt voru allir komnir upp á þak utan tvær aldraðar konur, sem ekki treystu sér, en sátu sem fastast inni i bilnum, þó aö iskalt árvatnið næði þeim upp undir hendur. Nú hafði tekizt að koma bönd- um á bilinn og skyldi nú reynt að draga hann að landi. En þegar kippt var i, tókst hvorki betur né verr til en það, að billinn valt á hliðina. Nú skeði allt isvo miklum flýti, að eiginlega mundi enginn eftir á, hvernig allt fór svo vel. Þeir, sem á þakinu stóðu, stukku i einu vetfangi yfir mjóan og striðan straumstrenginn og i útrétta arma þeirra, sem á bakkanum stóðu. Konunum tveim, sem inni i bilnum voru, tókst að komast út um glugga og stukku þær sömu leið. Þær voru þær einu, sem blotnuðu að ráði og var nú reynt aö hlúa að þeim eftir beztu getu. Samferðafólkið tindi utan af sér föt til að lána þeim og lánaði ég annarri konunni gráa golftreyju af mér. Kona þessi kvaðst heita Margrét og eiga verzlun i kjallara ofarlega við Laugaveginn. Þangað gæti ég vitjað peysunnar. Það gerði ég nokkrum degum seinna. Hún þakkaði mér fyrir lánið og sagði eitthvað á þá leið, að manni þætti vænt um, ef hlúð væri að manni. En um leið rétti hún höndina inn undir glerplötuna á búðarborðinu og tók stjörnu- næluna meö rauðu steinunum og gaf mér sem þakklætisvott. Mér hefur liklega orðið stirt um mál, svo undrandi og glöð varð ég, og engan veginn hefði ég getað i stuttu máli lýst fyrir þessari konu, hve hún gaf mér þarna merkilega og kærkomna gjöf. Siðan hef ég oft borið stjörnu- næluna, hún er minn eftirlætis- skartgripur og sá, sem ég oftast ber. Og svei mér, ef mér fannst ekki þetta vera gamla nælan týnda einu sinni, þegar Þórhallur móðurbróðir minn, sem var að tala við mig, hætti i miðri set- ningu og kallaði upp yfir sig: „Nei, ertu með gömlu næluna hennar mömmu?” ÉG FÉKK TAUGAÁFALL Framhald af bls. 15. Sally allan daginn, svo hún truflaði ekki föður sinn, sem þurfti að soia á daginn. Og á kvöldin, þegar Sally var komin i ró, þá fór 'Pete að undirbúa sig undir næturvinnuna. Ég talaði varla við nokkra manneskju, það var eins og ég væri hætt að lifa. Ég hlakkaði til helganna alla vikuna, en þá fór Pete venjulega á eitthvert mót eða til æfinga. Hann var að vissu leyti ákaflega eigingjarn, en það getur verið að það hafi verið mér að kenna. Ég hafði frá upphafi stjanað við hann og hann tók þetta sem sjálfsagðan hlut. Nú fór ég að láta óánægju mína i ljós og oftast endaði það i þrætum og rifrildi. Pete skipti um vinnutima, fór aö vinna dagvinnu, en einhvern- veginn breytti það ekki neinu fyrir mig. Hvert smáatvik varð að gifurlegu vandamáli i minum augum, ég hafði ekki áhuga á nokkrum hlut. Það eina sem ég gerði var að horfa á sjónvarp. A kvöldin var ég þreytt og hafði alltaf höfuðverk. Smámunir urðu að stórmálum. Við bjuggum langt fyrir utan bæinn og ég hafði aldrei döngun i mér til að fara út. Það var svo erfitt að koma barnavagninum upp i strætisvagn. Eina manneskjan, sem ég talaði við, var ung kona i nágrenninu, en hún var bæði löt og kærulaus og gekk um á morgunslopp mest allan daginn, svo ég var eiginlega ennþá niður- dregnari, þegar ég hafði heimsótt hana. Mér fannst alltof mikið fyrirtæki að reyna að ná sam- bandi við mina gömlu kunningja. Ég held að þetta ástand mitt hafi ekki haft nein áhrif á Sally, hún virtistalltaf glöð og ánægð. En ég átti það til að missa þolinmæðina og það kom fyrir að ég sló i bak- hlutann á henni eða á fingurna - og stundum sló ég of fast. En sem betur fór, þá misþyrmdi ég henni aldrei, en ég skil samt hvernig það getur skeö, eftir aö mér er ljóst það ástand, sem ég var sjálf i. Þetta er sjúkdómur, ekki siður en aðrir sjpkdómar. Ég var silasin, með höfuðverk, fékk oft kvef og hálsbólgu og svo var stanzlaus truflun á blæðingum. En ég gat ekki hugsað mér að leita læknis, vissi lika að ekki væri von til þess að læknir talaði um fyrir Pete og segði honum að ég gæti ekki verið svona mikið ein. Ég reyndi að tala um þetta sjálf við Pete, en hann skildi ekki hvað ég var að fara. Ég reyndi að segja honum að það væri mér ekki nóg 41. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.