Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 31
"V "V ' 'V' veröur? Það getur orBið úr þvi, skilurðu. Enn er nógur timi til stefnu . . Þú verður bærilega settur, einn þins liðs! Svona stundir voru hræðilegar en að lokum var þetta glottandi illyrmi samt rekið á flótta. Harry gat ekkert hreyft sig, án þess að Robin hefði áhuga á þvl og mennirnir i klúbbnum sögðu aö Harry hefði siður en svo gott af þvi. — Já, hann er sannarlega orðinn leiðinlegur, hann Chan- dler. Honum finnst, að hvað sem hann hreyfir sig, þá eigi að setja það i blöðin. Og svo er þessi kallbjáni, hann bróöir hans. En þeir kunnu nú samt vel við „kallbjánann”, og ef satt skal segja, betur en við Harry. Hefði Robin haft hugmynd um sinar eigin vinsældir, hefði hann orðið steinhissa. Svo var það einn dag siðdegis — nánar til tekið klukkan hálffimm seint i oktober — og klukkurnar i dómkirkjunni hringdu letilega til siðdegismessu. Robin stóð við gluggann i litla reykingaher- berginu, þar sem hann drakk alltaf teið sitt, og beið þess að bróðir hans kæmi úr golfinu. Það var tekiö að rökkva og handan við Völlinn, milli tveggja gamalla húsa, sást gulleitur kvöldhiminn- inn. Kvöldroðinn skein á götusteinana og tvær konur, ásamt prestinum og einum rosknum manni I hjólastól stauluðust yfir grasið i áttina til kirkjunnar. Ketillinn suðaði, tekakan var heit og gamla klukkan tannaði sundur minúturnar. Hann ýfði háriö með fingrunum og liktist nú enn meir en venjulega vingjarnlegum, velfóðruðum fugli. Þá heyrðist fótatak úti fyrir og siðan I for- stofunni, og bróðir hans kom inn. — Heyrðu, kall minn .... Röddin I Harry var — líklega i fyrsta sinn á ævinni — óstyrk og hikandi. — Robin, heillakallinn . . þú verður vist að óska mér til hamingju. Ég er trúlofaður henni ungfrú Pinsent. Hún sagöi . . .já . . .i dag úti á golf- vellinum. Nú hófust hjá Robin Chandler hræöilegustu vikur, sem hann hefði getað hugsað sér, að nokkur maður gæti þolað. Úr öllum átt- um var hann pindur til að hræsna. Hann varö að tala þvert um huga sinn við bróður sinn, hann varð aö láta sem hann væri hamingjusamur, þegar hánn talaði við gömlu konurnar i bænum, sem hnöppuðust um hann og skimuöu eftir merkjum um þetta sár, sem þær væru- allar sannfæröar um, að þessi trúlofun bróður hans heföi valdiö — en nú varð hann fyrst og fremst að hræsna viö stúlkuna, hana Iris Pinsent, sem var alltaf að mælast til verndar gegn vonzku heimsins — eins og slikar plaga. Iris Pinsent — ljósgullin, veikluleg og girnileg — kom eiginlega beint úr skólanum. Faðir hennar hafði komiö til bæjarins fyrir hálfu ári og tekið við stöðunni sem fangelsisstjóri staðarins, og á þessu hálfa ári hafði Iris set't upp á sér hárið og „orðið fullorðin”. taugum Robins hafði hún virzt svo hvanngræn úr skólanum, aö hann hafði aldrei getað hugsað sér hana sem eiginkonu eins eða neins. Nú kom hún þarna daglega, lagði undir sig tekönnuna, rétt eins og hún ætti hana sjálf, og áunnið sér dauðahatur frú Rumbold, ráðskonunnar. Svo hafði hún sezt á hnéö á Harry, togað i hárið á honum, leyst bindið hans og hnýtt það aftur, dansað, sungið og hlegið kring um þessa tvo rosknu menn, rétt eins og þeir væru ein- hverjar leikbrúður. Enginn, og jafnvel ekki Robin sjálfur, hafði hugmynd um þær þjáningar sem hann varð að þola.— Hr. Robert Chandler hlýtur að taka sér afskaplega nærri þessa trúlofun hans bróður sins, sagði ein gamla konan við aðra. — En það sér þó ekki á honum. — En hann fær nú samt að finna fyrir þvi, þegar þau eru orðin gift og hann orðinn einn. Og gömlu konurnar sleiktu varirnar og þerruðu augun, hver eftir sinu innræti. Robin leið rétt eins og hann stæði á barminum á einhverri botnlausri gjá. Fæturnir runnu jafnt og þétt áleiðis að þessari gjá og brátt mundi hann óum- flýjanlega hrapa niður i hana, en samt mundi hann reyna að streitast á móti meðan fært væri . . hann mundi leyna liöan sinni fyrir heiminum meöan á þvi væri stætt. Hann labbaði um bæinn, fór I tesamkvæmi, var jafn snyrti- legur og áður og sýndi áhuga á högum nágrannanna, og var jafn nærgætinn og umhyggjusamur við þá og endranær. Harry Chandler, sem var nú ekki sérlega nærfærinn, var móðgaður af þessu kæruleysi hans. — Svei mér þá, Robin, sagði hann eitt kvöldið þegar þeir voru einir, — Ég held bara, að þér sé alveg sama þó ég fari. Robin hikaði með svarið, en sagði svo: — Vitanlega sakna ég þin hræðilega, Harry. Og annað sagði hann ekki. En sannast að segja kvaldist Robin af þessari örvæntingu sinni. Það voru hræðilegar stundir, þegar hún greip hann og honum varð þröngt um hjartað, en hann sigraðist samt á þessu með viljastyrk sinum. En hvað átti hann til bragðs að taka? Hvað gat hann gert? Hann hafði varið allri ævi sinni bróður sinum I hag. Gat hann nú á gamalsaldri komið sér upp öðrum guðum til að tilbiðja? Hann hugsaði til frimerkjanna sinna og gat þá ekki annað en hlegið að slikri fásinnu. Ævin hans hafði öll farið i það að horfa á sigra bróður sins, mýkja ósigra hans, hlusta á hugmyndir hans og verða fyrri til að skynja þarfir hans. Mörgum mundi finnast þetta heldur vesældarlegt hlutverk fyrir karlmann, en það fannst Robin Chandler ekki, heldur var hann beinlínis þakklátur fyrir að mega vera skugginn af annarri eins merkispersónu og bróðir hans var. Hann þóttist viss um, að margir borgarbúar teldu hann vera einhvern lukkupanfil. En jafnvel nú þegar, var engin þörf orðin á honum sem áheyranda, aldrei var spurt um skoöun hans á neinu, og aldrei var sótzt eftir hrósi hans — og samt var það nú svo, að jafnvel á þessum fyrstu vikum tilhugalifsins fannst Robin ungfrú Pinsent ekki vera sérlega góður áheyrandi. Yfirleitt efaðist hann um, aö hún kærði sig neitt um að hlusta á Harry.. Hún þurfti sjálf svo mikið að tala um sin eigin afrek og sigra. Þvert ofan i eigin vilja og eftir talsverðan tima, neyddist Robin til að játa með sjálfum sér, að Harry var ekkert sérlega mikill elskandi. Hann fór oft hjá sér þegar ungfrú Pinsent hoppaði kring um hann, hló og hæddist að honum, hermdi eftir honum og gerði gys að honum. Hann hafði komizt að þvi að alvöruþrungin og skipandi framkoma hans hafði engin áhrif á ungfrú Pinsent. — Ha. — humm. hermdi hún eftir honum. — Hvernig liður þér, Rawlings? Robin hlustaði á þetta steinþegjandi, velti þvi fyrir sér, hvort ungfrú Pinsent ætti yfirleitt nokkra ást til, en liklega átti hún það á sama hátt og kisa eða hvolpur. Annað einkennilegt var það, að ungfrúin virtist hræddari við Robin en Harry. Hún „gældi” ekki nema mjög sjaldan við Robin en gat staðið fyrir framan hann og lagt fyrir hann alvarlegar spurrtingar um lifiö eða fuglaegg, og þá ýfði Robin á sér hárið og leysti úr spurningum hennar eftir beztu getu. Robin varð meira að segja að játa fyrir sjálfum sér, að Harry var eins og bjáni, stundum. Hversvegna lætur hann hana haga sér svona? hugsaði hann. Ég vona bara, að aðrir taki ekki eftir þvi. Hann fann sér til ánægju — ef annars væri hægt um ánægju að tala á þessum hræöilegu timum — að hann var i þann veginn að verða eins og sjálfstæð persóna i augum fólks. Vitanlega hafði þetta byrjað þannig, að fólk vorkenndi honum, en það vildi nú þessi stolti litli maður ekki bera við að viðurkenna. Hann hafði um langan aldur staðið i skugganum af bróöur sinum, en nú þegar bróðirinn var úr sögunni, var Robin Chandler einn eftir og út af fyrir sig. „Veslingurinn hann hr. Chan- dler,” sögðu gömlu konurnar. „Við verðum að sýna honum einhverja vinsemd, eins og komið er fyrir honum.” Og Robin neyddist til að játa, að hann kunni þessu vel. En samt skyldi nú enginn láta sér detta i hug, að hann væri annað en einmana og Framhald á bls. 44. 41.TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.