Vikan

Tölublað

Vikan - 22.02.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 22.02.1973, Blaðsíða 14
Skuggagil - Hmmm, sagði Mike og hleypti brúnum hugsi. - Þaö getur verið að þú hafir verið vön að læðast burt - kannski meðan fóstran var á stefnumóti við hestastrákinn - og þá hafiröu getað komiö nokkrum sinnum til Ellenar Randell. - Já, vitanlega, sagði ég, ' spennt. - Það gæti verið skýring á þessu. - Nú, mér datt þetta nú bara i hug, sagði hann og brosti. - Ég vildi gjarna halda, að svona hafi þetta einmitt gengið til sagði ég ánægð. - Hún hlýtur að hafa verið mjög góö við mig, svo aö ég hef þá ekkert verið hrædd við hana, þegar hún . . . .fór með mig burt. - Það er hugsanlegt, varaöi hann mig við. - En þetta er nú sem sagt ekki annað en tilgáta. - Viltu spyrja hana að þvi, Mike? bað ég. - Þú veröur aö spyrja hana um það. Mér þykir svo vænt um hana og sakna hennar svo mikið, aö ég verð aö fá að vita, hvort ég hef verið aö læðast burt og heimsækja hana. Hann kinkaði kolli. - Það skal ég gera. - Þakka þér fyrir. Ég lyfti hendinni, sem enn hélt i mina hönd og þrýsti henni að kinninni á mér. Honum varð svo hverft við þetta, að hann stóð hreyfingar- laus. Ég veit, að þetta var dirfska, en dagurinn hafði byrjað hjá mér með þessari leiðinda- sennu við foreldra mina, og nú ætlaði hann loksins að enda i gleði og velsælu, svo var George Michael Wade fyrir að þakka. Ég var hrifin af þessu nafni og eins af manninum, sem bar þaö. Og ég vissi, að ég var meira en hrifin af honum, en þorði bara ekki að hugsa um það enn. - Við ættum að flýta okkur heim, annars missirðu af matnum og frú Voorn yrði nú ekkert hrifin af þvi. - Eftir þvi litla, sem ég hef séð til þeirrar konu, viröist mér hún ekki munu vera hrifin af mörgu, eða er hún það? - Ég á að minnsta kosti eftir að sjá það, ef nokkuð er. Við gengum nú hratt til hússins og þegar við komum inn, skilaði ég Mike frakkanum hans. Svo leiddi ég hann inn i stofuna. Hún var öll uppljómuö af kertaljósum, og án þessaðhugsa mig um, gekk ég að boröinu, greip sérriflösku og hellti I tvö glös. Ég rétti Mike annað. Eg lyfti minu glasi og sagði: - Þina skál, Mike, og ég óska þér allrar velgengni i starfinu, sem þú hefur kosið þér. - Þakka þér fyrir, Jane, sagði hann lágt. Við supum bæði á og gengum svo yfir aö setbekknum. - Mér þykir leitt, að þú skulir ekki geta hitt fööur minn, en hann er að heiman og kemur ejcki heim I kvöld. - Mér finnst ég næstum þekkja hann, sagöi Mike. - Myndir af honum hafa verið svo mikiö i blöðunum i seinni tiö, ásamt myndum af þér. Þvi að nú ert þú orðin fræg, veiztu það ekki? - Ég hafði nú enga hugmynd um það, sagöi ég hissa. - Ég hef ekkert blað séð siöan ég kom hingað. - Það er þó ekki verið að fela þau fyrir þér, eöa hvaö? spuröi hann. Kannski greinarnar um ránið á þér. -Nei, áreiðanlega ekki, flýtti ég mér að svara - kannski flýtti ég mér óþarflega mikið, þvi að af einhverjum ástæðum olli þetta mér sektarkenndar - kannski leit þetta út eins og ég væri að draga undan þegar ég hafði verið aö lýsa Skuggagili fyrir honum. Og lika hafði ég dregiö undan þennan undarlega ótta, sem var svo rikur hjá mér hérna, sennuna við morgunverðarborðið og hina dularfullu Polly frænku. En ég gat ekki pint mig til þess að fara aö segja honum þetta allt. Ég var Jane Burgess og átti fyrst og fremst aö vera holl foreldrum minum. Ég þekkti þau enn ekki til hiitar. Og ég hafði ekki einusinni séð Polly frænku enn. Fyrr en allt þetta væri oröið mér ljósara, hafði ég ekkert leyfi til að tala um það. - Ég sagði: - Þvi miður, Mike, þá getur hún móðir min ekki borðað meö okkur. Hún hefur verið hálflasin alian daginn. Sannast að segja fór hún á fætur, rétt til að hitta þig. - Mér þykir fyrir þvi aö hafa ónáðað hana, sagði hann i iðrunartón. - Hvild er allt, sem hún þarfnast, sagði ég. - Já, venjulega er hún til bóta, sagði hann, - nema þá eitthvaö alvarlegt sé á feröum. - Finnst þér móðir min lita eitt- hvað illá út, spuröi ég áhyggju- full. - Nei, sagði hann. - Hún virðist lita hraustlega út og auövitaö er hún mjög falleg. Ég brosti f þakkarskyni, en áður en ég gæti nokkuð sagt, kom frú Voorne inn til að segja okkur, að maturinn væri tilbúinn. Við lukum úr sérriglösunum og ég leiddi Mike inn i borðstofuna. Boröiö' var skrautlegt, með damaskdúki, gljáandi silfri og skrautlegu postullni. Það var lýst með kertaljósum og maturinn var ágætur. Það voru mér vonbrigði, aö Brideu skyldi ekki ganga um beina, en ég þóttist vita, að frú Voorn væri aö refsa henni fyrir það að hún fór út með mér i dag. En Tess var annars ágæt og Millie hafði farið fram úr sjálfri sér. Mike boröaði með góðri lyst og gaf fullkomlega til kynna, að honum þætti maturinn góður. - Þaö segja skæöar tungur, sagöi hann, - að maturinn i Bellevue mætti vera betri og þaö er ekki nema satt, get ég fullvissaö þig um. En svona matur. er eins og einskonar aukajól. Ég naut hans til fullnustu, ekki sizt vegna þess, að þú varst hjá mér. - Þakka þér fyrir. En viltu nú ekki ofurlítiö konjak . . .? - Nei, þakka þér fyrir. Hann lyfti hendi. - Þá mundi ég sofna og þaö væri gróft kurteisisbrot i svona samkvæmi. Ég verö að fara að komast af staö. Ekillinn úr þorpinu biöur min hérna úti klukkan niu, svo aö þá fæ ég rétt tima til að ná i lestina til borgarinnar. - Þá mundi ég I þinum sporum vera stundvis. - Ég er búin aö kynnast þessum ekli og hann er geðvonzkupúki. - Þaö er hann sannarlega, sam- þykkti Mike og hló. - Ég ætla aö ganga með þér niöur að hliöi, sagði ég og stóð upp. Ég hef ekki nema gott af svolitilli hreyfingu. - Það þætti mér betra en allt annaö, Jane. Ég vil teygja sem mest úr þessum degi. Ég gekk inn i setustofuna til að ná i kápuna mina, sem var enn á stólnum þar, og gekk siöan aftur til Mike,. sem beiö mín i forsalnum. Viö gengum út og siöan hægt eftir stignum, sem hallaöi undan fæti og út að stóra hliðinu. Þvi var ailtaf læst um sólarlag, en ég sagði honum frá litlu huröinni, sem var næstum ósýnileg, innan i stóru huröinni. Hann hélt enn i höndina á mér og þessi snerting vakti hjá mér ákafan hjartslátt. Við stað- næmdumst og Mike sneri sér að mér. - Þú þarft ekki aö fara lengra, Jane. Það er koldimmt undir þessum eitursvepparunnum. Þakka þér fyrir matinn en þó fyrst og fremst fyrir þessa yndislegu samveru. Ég get fullyrt, að þetta hefur verið 14 VIKAN 8. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.