Vikan

Tölublað

Vikan - 22.02.1973, Blaðsíða 42

Vikan - 22.02.1973, Blaðsíða 42
Er það peninganna virði? Dós af Classic bílabóni kosta meira en dósir helztu bóntegunda keppinauta okkar, enda miklu stærri. En samt munuð þér telja mestu kjárakaupin í Classic eftir að þér hafið reynt það. Classic bílabón hefur tvo frábæra eiginleika: Það er mjög fljót- legt og auðvelt að bera það á og það hefur skínandi, glitrandi gljáa, sem endist lengur en gljái af nokkru öðru bóni. Það er í föstu formi, því enginn vökvi getur rúmað það vax, sem þarf til þess að ná þessum árangri. En Classic er samt gjörólíkt öllum öðrum bóntegundum í föstu formi. Hvernig Classic er öðruvísi Harðasta og endingarbezta vax, sem þekkt er, er unnið úr carn- auba vax-pálmanum í Brazilíu. Og það er dýrt. Það kann að vera ástæðan fyrir því, að aðrir framleiðendur nota svo lítið af því. Þeir nota parafín. Classic er þrungið carnauba-vaxi. Þegar þér opnið Classic dósina, þá veitið þér því strax eftirtekt hve magnið er mikið og hve þétt bónið er. Það hefur ekki verið mýkt upp fyrirfram, því slíkt er raunar hlægilegt, vegna þess að mjúkt bón er mjúkt og hart bón er hart. Að mýkja bón fyrirfram eða þeyta það, bætir aðeins lofti í bónið og minnkar vaxmagnið í dósinni. Um leið og Classic er borið á, eyðir sérstakt hreinsiefni, sem nefnt er diatoms (þetta efni fyrirfinnst í betri tegundum tann- krema) öllum blettum og óhreinindum af bílalakkinu. Það er svo auðvelt að bera Classic á, að þér haldið fyrst í stað að það muni ekkert gagn gera. En þér komizt á aðra skoðun, þegar þér berið saman bletti, sem búið er að bóna og þá staði, sem ekki hefur verið byrjað á. I Classic er blandað nákvæmlega hæfilegu magni af dufti, sem notað er í fægilög fyrir silfur, og gefur efni þetta lakkinu hinn spegilfagra og glitrandi gljáa. Jafnframt fyllir carn- auba-vaxið hinar örsmáu holur og sprungur í lakki bílsins og gef- ur öllu yfirborði hans sterka og fallega verndandi húð. Hve sterka? Carnauba er næstum eins hart og gler, þér getið ekki rispað það með nöglum yðar. Bónið bílinn t sólskini Þér getið bónað með Classic í sólskini, það koma engar rákir undan því né flekkir. Og það þarf ekki að nuddá fast. Það þarf heldur ekki að Ijúka við smáfleti í einu, það má bera á allan bíl- inn fyrst og síðan nægir að strjúka þurrt bónið af á auðveldan hátt. Efnin í bóninu gera það sem gera þarf, en ekki þér. Þeir, sem segja að það sé púl að bóna bíl, hafa ekki notað Classic- bílabón. Classic er drjúgt 500 gr dósin af Classic nægir til þess að bóna meðalstórarí bíl .10—15 sinnum. Má því með sanni segja að þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá sé Classic bónið í raun og veru ódýrt. ÍSLENZKUR LEIÐARVÍSIR FÁANLEGUR. SÍMI 15583. milli bæjanna. Upp úr sauð á skylmingakeppni er halctin var i Pompeii, milli skylmingamanna frá þessum borgum og að viðstöddum fjölda áhorfenda frá Nuceriu. Varð svo mikili hiti i áhorfendum að allir Nuceriumenn er til náðist voru myrtir. Er keisaranum, en það var Neró, bárust þessi tíðindi reiddist hann mjög og lét loka hringleikjahúsinu i Pompeii i 10 ár, til refsingaT hinum blóðheitu ibúum og þótti mörgum það hörð refsing. „Samius kveður Cornelius, farðu og hengdu þig” hefur reiður borgari skrifað, en ástfangin yngismey ritar smáum stöfum „Meta elskar Crestus, megi Venus gyðja Pompeii vaka yfir þeim”, og hefur einlægari ástar- játning sjaldan verið rituð. Saga Pompeii Sumir segja aö sögu Pompeii megi segja á einni blaösiðu, þeirri siöustu, en saga borgarinnar er löng, þótt menn viti ekki hvenær byggö hófst. Menn vita þó að um 800 f.kr. byggja borgina menn af þjóöflokki Óskara, en sá þjóðflokkur var dreiföur um alla Kampaniu og segja málfræðingar að Pompeii þýði Óskari. Etrúskar og Grikkir deildu mikiö um borgina, allt þar til aö Samnitar, er voru fjallabúar skyldir Óskörum tóku borgina. Brátt fóru Rómverjar að bæra á sér og eftir sigur sinn á Samnitum gerðu þeir Pompeii að verndarriki. Er Itölsku rikin gerðu uppreisn gegn Rómverjum var Pompeii þar fremst i flokki, en eftir ósigurinn við Nola árið 80 f.kr féll Pompeii I hendur Súlla, hins fráneyga hershöfðingja Rómverja, eftir fræga vörn og var gerð að nýlendunni Colonía Cornelia Venaria, en þar tengdi Súlla snyrtilega saman nafn sitt og ástargyðjunnar Venusar. Eftir sigur Rómverja gerist Pompeii fyrirmyndarnýlenda, auður borgarinnar vex með framgangi Rómverja, ibúarnir reisa keisurunum glæst hof og fylgja dyggilega hinum forna málshætti „If you can’t beat them —join them”. Höfnin i Pompeii verður ein mikilvægasta höfn Rómaveldis og litaiðnaöur og sútun helztu iön- greinarnar. Verzlun og siglingar vaxa og þarmeð auður og munaður yfirstéttanna. En þjóns- lundin og spillingin gerir mörgum gramt i geði og á vegg einn er ritaö stórum stöfum „Sódóma og Gómóra” og hefur þar verið að verki Gyðingur eöa einn hinna fyrstu kristnu manna, sem voru þó nokkrir i borginni. Diónýsus Hinir gömlu guöir Pompeii viku nú fyrir Diónýsusátrúnaðinum er kom frá Grikklandi og breiddist eins og eldur i sinu um suðurhlutaltaliu. Diónýsus var guð gróðurs og gylltra veiga og varö tilbeiösla hans mjög ofsa- fengin. í Grikklandi söfnuöust konur saman um nætur, tóku sér i hendur stafi meö barrkönglum á endum, hina svonefndu Þýrósstafi og réðust á dýr, aðallega géithafra og tuddakálfa, rifu þá I sundur og drukku heitt blóðiö. Senatið i Róm bannaði átrúnað þennan, af ótta viö öryggi rikisins, en menn blótuöu bara á laun. Skammt frá Pompeii er hús, kallað „Villa Musteria” og þar fóru Diónýsusarblótin fram. Veggskreytingar eru glæsilegar, þar má sjá fræga' elskendur eins og Appollo og Daphne, Heru og Leander, Diónýsus og Ariödnu og ennfremur myndir af ásta- æfintýrum Júpiters. Blótin hófust með framreiðslu dýrra rétta-, og drukku menn hið ljúffenga en sterka Vesúviusarvin með, en það vin þótti öðru betra og var ræktað i hlíðum eldfjallsins. Fagrar meyjar gengu um beina, en er leið að nóttu breyttust samkomurnar i orgiur, er nægt heföi Mánudagsblaði staðarins næstu mánuðina. Siðasta blaðsiðan. Komið er að siöustu blaðsiðunni i sögu Pompeii. Titus er keisari i Róm og hefur tekið við blómlegu búi eftir föður sinn, Vespasianus. Fjárhirzlur eru fullar og velmegun og friður rikir. Titus er frábær hershöföingi, hann hefur tuktað júðana til, lagt Jerúsalem i eyði og drepið og þrælkað ibúana, en hann hafði með sér mikið herfang , og sjálfur tók hann Gyöingastúlkuna fögru Bereniku með sér en varö þó að senda hana frá sér, að skipun Senatsins. Titus var önnum kafinn við að undirbúa vigslu Colosseum stæsta hringleikjahúss heims, en þar áttu að koma fram fleiri skylmingamenn og dýr en nokkru sinni áður. tbúar Pompeii höfðu tekið eftir að reyk lagöi úr Vesúviusi gamla, en þar sem eldfjalliö var talið löngu útdautt, höfðu þeir ekki miklar áhyggjur af þvi. En að liönum degi árið 79e.kr fer skjálfti um byggðina, og fuglarnir sem svo fagurlega höfðu sungið, þagna. Svo kemur hvellur einn mikill, er heyrðist allt til Rómar og Vesúvius springur, toppurinn lyftist af fjallinu og við hlið gamla gigsins opnast jörðin og nýr gigur byrjar að hlaðast upp. Svartar steinsúlur risa tii himins og hraunhellur á stærð við hús þeytast marga kilómetra i loft upp. Hraunflóð vellur áfram i áttina að borgunum Herculanum og 42 VIKAN 8.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.