Vikan

Tölublað

Vikan - 22.02.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 22.02.1973, Blaðsíða 9
INN A HORRIMINNI? Varla iil næstu aldamóta, segir sænski matvæla- fræðingurinn og prófessorinn Georg Borgström, sem íslendingar kannast við síðan hann flutti fyrirlestra í Norræna liúsinu 1969. Hann bendir ú að neyzluaukning heimsins er svo til eingöngu í hinum riku, iðnþróuðu löndum, í vanþróuðu löndunum stend- ur þetta í siað, og þar fjölgar fólkinu svo ört að minnir á sprengingu. Hve lengi getur það gengið þannig án þess að úr verði sprenging, er tortími nú- verandi siðmenningu heimsins? Svo gæti farið aS hinir sveltandi milljarðar heimsins hæfust handa um fjölda- morS ó riku þjóðunum — kannski meS einhvers konar byltingu sem yfirskyn. þar sem fjölgunartakmarkanir af ríkisins hálfu hafa borið markverðan árangur. í öðrum löndum vanþróaða heimsins hefur þetta einnig verið reynt af opinberri hálfu, en oftast hafa þær ráðstafanir verið hálf- gert eða algert kák og fram- kvæmdar með hálfum huga, og árangurinn í samræmi við það orðið lítill eða enginn. Nú binda margir miklar von- ir við svokallaða „græna bylt- ingu“, það er að segja nýjar ræktunaraðferðir, sem geta gefið miklu meiri uppskeru en áður þekktist. Ekki hefur Borg- ström neina ofsatrú á þeirri byltingu. Hann segir: „Fyrir tilstilli grænu byltingarinnar mun íbúum Indlands fjölga um tvö hundruð milljónir næstu tíu árin. Án þessarar byltingar hefði fjölgunin ekki orðið ,,nema“ hundrað og fimmtíu milljónir. Áhrif grænu bylting- arinnar í vanþróuðum löndum, sem ekki hafa neinar takmark- anir á fólksfjölguninni, verða helzt þau að fólki, sem býr við stöðugan matar- og næringar- skort, fjölgar enn hraðar en ella hefði orðið. Einu sinni varð í Evrópu slík f ólksfj ölgunarsprenging, að aðra eins hefur heimurinn ekki séð. Því björguðu Evrópumenn með því að nema aðrar heims- álfur, fyrst og fremst Ameríku og Ástralíu. En hvert á van- bróaði heimur dagsins í dag að leita landa handa soltnum, hraðfjölgandi milljörðum?. Borgström telur, að á yfir- standandi áratug muni sjö hundruð milljónir manna flytja inn í borgir heimsins. Þeir, sem borgirnar byggja, eru nógu roggnir og þykjast geta by?gt nógu hratt til að hafa undan þessum innflutningi. Borg- ström er sannfærður um að þeim takist það ekki. í svo að segia öllum stórborgum ver- aldar hraðstækka skuggahverf- in, og það hefur sýnt sig að þar sem fjöldi fólks þjappast saman við auman kost, þar mapnast streita, taugaveiklun og í framhaldi af því ofbeldis- hneigð. í rómansk-amerískum borgum með hundrað þúsund íhúa o? þar undir búa nú um sjötíu af hundraði íbúanna við eymdarskilyrði í skuggahverf- um. Þessi eymdarhverfi eru púðurtunnur, sem geta sprung- ið í loft upp hvenær sem vera skal. Ríki heims verja nú árlega meira fé til vígbúnaðar en á á-nm heimsstyrjaldarinnar síð- a’’i. Það er nógu slæmt, að áliti Boreströms, en hitt er þó verra að flestir færustu vísindamenn heims eru uppteknir við eyði- leggingartæknina. Bandaríkin segjast nú hafa nógu mikið af gereyðingarvopnum til að tor- Framhald á bls. 45. 8. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.