Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 22.02.1973, Qupperneq 9

Vikan - 22.02.1973, Qupperneq 9
INN A HORRIMINNI? Varla iil næstu aldamóta, segir sænski matvæla- fræðingurinn og prófessorinn Georg Borgström, sem íslendingar kannast við síðan hann flutti fyrirlestra í Norræna liúsinu 1969. Hann bendir ú að neyzluaukning heimsins er svo til eingöngu í hinum riku, iðnþróuðu löndum, í vanþróuðu löndunum stend- ur þetta í siað, og þar fjölgar fólkinu svo ört að minnir á sprengingu. Hve lengi getur það gengið þannig án þess að úr verði sprenging, er tortími nú- verandi siðmenningu heimsins? Svo gæti farið aS hinir sveltandi milljarðar heimsins hæfust handa um fjölda- morS ó riku þjóðunum — kannski meS einhvers konar byltingu sem yfirskyn. þar sem fjölgunartakmarkanir af ríkisins hálfu hafa borið markverðan árangur. í öðrum löndum vanþróaða heimsins hefur þetta einnig verið reynt af opinberri hálfu, en oftast hafa þær ráðstafanir verið hálf- gert eða algert kák og fram- kvæmdar með hálfum huga, og árangurinn í samræmi við það orðið lítill eða enginn. Nú binda margir miklar von- ir við svokallaða „græna bylt- ingu“, það er að segja nýjar ræktunaraðferðir, sem geta gefið miklu meiri uppskeru en áður þekktist. Ekki hefur Borg- ström neina ofsatrú á þeirri byltingu. Hann segir: „Fyrir tilstilli grænu byltingarinnar mun íbúum Indlands fjölga um tvö hundruð milljónir næstu tíu árin. Án þessarar byltingar hefði fjölgunin ekki orðið ,,nema“ hundrað og fimmtíu milljónir. Áhrif grænu bylting- arinnar í vanþróuðum löndum, sem ekki hafa neinar takmark- anir á fólksfjölguninni, verða helzt þau að fólki, sem býr við stöðugan matar- og næringar- skort, fjölgar enn hraðar en ella hefði orðið. Einu sinni varð í Evrópu slík f ólksfj ölgunarsprenging, að aðra eins hefur heimurinn ekki séð. Því björguðu Evrópumenn með því að nema aðrar heims- álfur, fyrst og fremst Ameríku og Ástralíu. En hvert á van- bróaði heimur dagsins í dag að leita landa handa soltnum, hraðfjölgandi milljörðum?. Borgström telur, að á yfir- standandi áratug muni sjö hundruð milljónir manna flytja inn í borgir heimsins. Þeir, sem borgirnar byggja, eru nógu roggnir og þykjast geta by?gt nógu hratt til að hafa undan þessum innflutningi. Borg- ström er sannfærður um að þeim takist það ekki. í svo að segia öllum stórborgum ver- aldar hraðstækka skuggahverf- in, og það hefur sýnt sig að þar sem fjöldi fólks þjappast saman við auman kost, þar mapnast streita, taugaveiklun og í framhaldi af því ofbeldis- hneigð. í rómansk-amerískum borgum með hundrað þúsund íhúa o? þar undir búa nú um sjötíu af hundraði íbúanna við eymdarskilyrði í skuggahverf- um. Þessi eymdarhverfi eru púðurtunnur, sem geta sprung- ið í loft upp hvenær sem vera skal. Ríki heims verja nú árlega meira fé til vígbúnaðar en á á-nm heimsstyrjaldarinnar síð- a’’i. Það er nógu slæmt, að áliti Boreströms, en hitt er þó verra að flestir færustu vísindamenn heims eru uppteknir við eyði- leggingartæknina. Bandaríkin segjast nú hafa nógu mikið af gereyðingarvopnum til að tor- Framhald á bls. 45. 8. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.