Vikan - 03.05.1973, Side 8
MADURINN m
fSBAELÍTTAST
Múhammar el-Gaddafi, ríkisleiðtogi Líbíu, er harðsnúnastur allra
Arabaleiðtoganna í baráttunni gegn Isrel. Palestínskir skæruliðar
hafa átt öruggt hæli hjá honum, og með fémútum hefur hann
fengið allmörg Afríkuríki til að slíta stjórnmálasambandi við
ísraelsmenn.
Gaddafi, hinn harðsnúni rikisleiðtogi Líbíu, er aðeins 31 órs gamall. Hann er á móti kommúnistum og
kapítalistum — en þó fyrst og fremst Gyðingum.
Kóraninn bannar mönnum
áfengisneyzlu, en ekki verður
sagt að því banni sé strang-
lega framfylgt í öllum múham-
eðskum löndum. í Líbíu að
minnsta kosti er þó tekið
ómjúkum höndum á hverjum
þeim, sem blóta vilja Bakkus
á laun. Þar í landi vofa þung-
<tr refsingar yfir þeim, sem
staðnir eru að því að smygla
áfengi inn í landið, engu síður
en öðrum eiturlyfjum. Má
segja að Líbíumenn séu að
þessu leyti sjálfum sér sam-
kvæmari en flestar aðrar þjóð-
ir heims.
Engu að síður er það svo
með Líbíumenn sem aðra að
ýmsum þeirra þykir sopinn
góður, og ganga ótrúlegar sög-
ur af því, sem þarlendir fylli-
raftar leggja á sig til að kom-
ast yfir áfengi og ná því inn í
landið. Þegar farþegaflugvél
frá Róm lenti fyrir skömmu í
Trípólis, annarri höfuðborg
Líbíu, lá við að tollverðirnir
fyndu á sér af sterkum viskí-
þef, er sló fyrir vit þeim er
farþegarnir fóru framhjá þeim
inn um hliðið. Þefurinn virt-
ist sterkastur í námunda við
einn farþegann, sem var lí-
bískur að þjóðerni. Þegar tösk-
ur hans'voru opnaðar, reynd-
ust þær fullar af fatnaði og
taui ýmiss konar, löðrandi
blautu. Maðurinn hafði þá
gegnvætt flíkurnar í viskíi áð-
ur en hann lét niður í töskurn-
ar í Róm, með það fyrir aug-
um að vinda úr þeim þegar
heim kæmi í von um að sá
vökvi, sem þannig fengist, yrði
sæmilega áfengur. Þess gör-
ótta drykks fékk maðurinn þó
aldrei að njóta, en á hinn bóg-
inn áskotnaðist honum sex
mánaða fangelsisdómur.
Sögur sem þessi eru sagðar
til gamans 1 einkasamsætum
evrópskra og amerískra kaup-
sýslumanna, diplómata og bor-
manna, sem starfa í landinu
um lengri eða skemmri tíma.
Þeir fá nóg af áfengi tollfrjálst
gegnum sendiráðin. Hið stranga
áfengisbann, er gildir fyrir lí-
bíska borgara, er tekið sem
dæmi um að þetta land hafi
„snúið aftur til miðaldanna“,
eins og bandarískur sendiráðs-
ritari orðaði það.
Það er orðið alþjóðleg tízka
að hallmæla hinum þrjátíu og
eins árs gamla ríkisleiðtoga Lí-
bíu, Múhammar el-Gaddafi.
Kosýgin, forsætirráðherra Sov-
étríkjanna, afgreiddi hann ný-
lega með formúlunni „trúar-
ofstækismaður og óvinur sósí-
alisma og framfara". íhalds-
blaðið Daily Telegraph kveður
hann hættulegan alþjóðaheíll“,
og ísraelsmenn eru varari um
sig fyrir honum en nokkrum
öðrum framámanni arabísku
ríkjanna. Ótti þeirra við óút-
reiknanleg tiltæki af hálfú
Gaddafa leiddi til þess að þeir
skutu á dögunum niður líbíska
farþegaflugvél, sem villzt hafði
inn yfir Sínaí. Þeir reyna jafn-
framt að gera þennan andstæð-
ing sinn hlægilegan. ísraelska
blaðið Jedíót Hvadasjot kall-
aði hann þannig fyrir skömmu
„hinn múhameðska Don Kí-
kóta“.
Hin almenna andúð ráðandi
manna heimsins á Gaddafa er
skiljanleg, því að hann rekst
ekki í flokki með neinum.
Hann stígur hvorki í vænginn
við Bandaríkin eða Sovétríkin.
í þeirri viðleitni sinni að fría
arabíska heiminn algerlega við
utanaðkomandi áhrif hefur hann
oftar en einu sinni stigið ofan
á tær hvors þessa stórveldis
um sig, og margra fleiri.
8 VIKAN 18. TBL