Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 10
Gaddafi ósamt Assad, forseta Sýrlands.
Súdans. í flugvélinni var for-
ingi súdönsku kommúnistanna,
el-Núr ofursti. Líbísku orrustu-
flugvélarnar neyddu flugvél
hans til lendingar á flugvellin-
um við Trípólis. Gaddafi fram-
seldi hann síðan Númeiri, sem
lét taka hann af lífi.
Allt aðra afstöðu tók Gadd-
afi gagnvart Hassan öðrum
Marokkókonungi, þegar til-
raunir voru gerðar til að drepa
þann höfðingja eða velta hon-
um frá völdum. Þá hvatti út-
varpið í Trípólis uppreisnar-
menn til dáða, og sömuleiðis
hefur það oftar en einu sinni
hvatt jórdanska liðsforingja til
að drepa Hússein konung sinn.
Þetta og margt fleira hefur
orðið til þess, að Múhammar
el-Gaddafi er í áliti sem ein-
hver viðsjárverðasti ríkisleið-
togi heims. Tímaritið Jeune
Afrique hefur kallað hann
„óútreiknanlegan", en sjálfur
er hann á öðru máli. Hann
sagði fyrir skömmu í viðtali:
,.Ég segi alltaf hreint út hvað
mér býr í brjósti. Líki mér
vel við einhvern, segi ég hon
um það. Líki mér illa við ein-
hvern. segi ég honum það líka“.
Sér til ráðuneytis um það o?
annað hefur hann Kóraninn,
hina helgu bók múhameðskra.
Þegar blaðamaður nokkur
spurði hann um pólitísk mark-
mið hans, tók hann kóran sér
í hönd og mælti: „Hér finnið
þér svör við öllum spurning-
um“.
Með Kóraninn sér til leið-
sagnar hefur Gaddafi bannað í
ríki sínu áfengi, bari, strípi-
sýningar, stuttpils, þröngar
buxur og bikini. Hann breytti
refsilöggjöfinni líka til sam-
ræmis við Kóraninn. í fimmtu
súu hans stendur skrifað: „Ger-
ist maður eða kona sek um
þjófnað, þá höggvist af þeim
hönd í refsingarskyni fyrir
brotið“. Gaddafi skipaði svo
fyrir að framvegis skyldi refsa
þjófum í Líbíu á þennan hátt,
þó með tilliti til breyttra tíma.
A tímum Múhameðs gamla
hafði verið siður að hand-
höggva þjófinn á markaðstorg-
inu, svo að sem flestir mættu
lærdóm af draga og skemmt-
an hafa, en Gaddafi mælti svo
fyrir að skurðlæknar landsins
skyldu gegna böðulshlutverk-
inu og aflima þjófinn á skurð-
stofum, þar sem tækni nútím-
ans við þess konar verk yrði
við komið. Sagt er að þessi til-
skipun hafi haft þau áhrif að
þjófnaðir hafi með öllu lagzt
niður í Líbíu, að minnsta kosti
kváðu skurðlæknarnir engan
þjóf hafa handhöggvið ennþá.
Gaddafi hefur þó ekki ein-
ungis hug á því að gera Islam
gildandi á tuttugustu öldinni,
heldur vill hann og samtengja
múhameðska hreintrúarstefnu
og arabíska þjóðernishyggju.
Hann er sannfærður um, að
heimsvalda- og nýlendustefna
Kristinna Evrópumanna hafi
lítið gott leitt af sér fyrir land
hans. Meðal annars hafði ný-
lendutíminn í för með sér, að
siðferðið, sem boð Kóransins
höfðu í árhundruð mótað,
drabbaðist niður. Nú segist
Gaddafi stefna að „einingu
allra Araba“ frá Atlantshafi til
Persaflóa.
En ýmsar hindranir eru á
veginum að því markmiði, og
sú stærsta er að dómi Gaddafa
ísrael. Þetta Gyðingaríki á
arabískri jörð er „fleinn í holdi
Araba“, eins og hann orðar
það. Og þann flein vill hann
út draga, með góðu eða illu.
Segja má að skapsmunir og
lífsferill Gaddafa sé í nokkru
samræmi við fæðingarstund
hans. Fæðingarstaður hans var
tiald úr úlfaldahúð, sem for-
eldrar hans höfðu reist í jaðri
tríjólianísku eyðimerkurinnar.
Fæðingarárið var 1942, sem
eins og sumir kannski muna
var fremur ónæðissamt fyrir
Líbíumenn. Grátur hins nv-
fædda barns heyrðist naumast
fvrir drunum og dynkjum, sem
stöfuðu frá orrustu, sem brezk-
ir op þýzkir skriðdrekar háðu
skammt frá tialdbúðum bedú-
ínanna. Frændi Múammars hins
unga kostaði hann í skóla, sem
starfræktur var í einni vin-
inni. Kennararnir þar voru
Egvptar. og hetja æsku Gadd-
afa varð Nasser Egyptalands-
forseti, vegna ótrauðrar bar-
áttu <*egn Bretum, Frökkum og
ísraelsmönnum.
Frá skólanum í vininni fór
Gaddafi í háskólann í Bengasi.
þar sem hann nam sögu. Þar
fékk hann mikinn fróðleik um
þær hrellingar, sem þjóð hans
hafði mátt þola af hálfu ítala,
sem byrjað höfðu á því að
leggja undir sig Líbíu árið
1911. Þá heyrði Líbía enn til
soldánsdæmi Tyrkja. Tyrkir
urðu ítölum lítill þröskuldur í
vegi, mest vegna þess að þeir
höfðu ærið að vinna annars
staðar, en Líbíumenn sjálfir
voru hins vegar ófúsir til að
samþykkja þessi húsbænda-
skipti umhugsunarlaust. Tókst
ítölum, þrátt fyrir ofurefli liðs
og tækni, ekki að beygja þá að
fullu í duftið fyrr en 1931. Var
þó engin fúlmennska spöruð af
hálfu nýlenduveldisins til að
buga þessa þvermóðskufullu
bedúina. Eignir þeirra voru
gerðar upptækar, þeir sjálfir
hnepptir í þrældóm eða drepn-
ir tugþúsundum saman, án til-
lits til aldurs eða kynferðis.
Daninn Holmboe, sem þarna
var á ferð 1930, sagði að um
þær mundir hefðu Italir drep-
ið þar um ellefu þúsund manns
árlega.
Að háskólanámi loknu gekk
Gaddafi í herinn. f herskólan-
um í Bengasi stofnaði hann
leynifélag, sem hann kallaði
„Frjálsa liðsforingja". Takmark
þeirra var að steypa hinum aft-
urhaldssama konungi. í félagi
þessu voru aðeins tólf menn.
Þeim gramdist einkum hvernig
farið var með olíuauðinn, en
1959 höfðu miklar olíulindir
fundizt í landinu. En almenn-
ingur í landinu græddi ekkert
Framhald á bls. 43.
10 VIKAN 18.TBL.