Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.05.1973, Side 11

Vikan - 03.05.1973, Side 11
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR SUMIR HAFA SEXAPPEAL ólafur bóndi i Brautarholti byrjaöi slátt óvenju snemma eitt af búskaparárum sinum, og var þess getiö i biö&um og út- varpi. Þá kom upp þessi visa i sveitinni: Brautarholtstúnið grænkar og grær, og grösin, þau leggjast á svig. Ólafur slær og Ólafur slær, og Ólafur slær um sig. Vlsan var eignuð Bjarna Asgeirssyni á Reykjum. Litlu siöar kom upp önnur visa I sveitinni: Ólafi þarf ekki aö lá, en aöra menn ég þekki. Þeir eru aö slá og þeir eru aö slá, þó aö þeir slái ekki. Visan er eignuö Kolbeini I Kollafirði. Guðmundur Friöjónsson, skáld á Sandi, sendi Vikunni áriö 1939 tvær stökur, sem birtar voru 127. tbl. þ.á. Hann kvaöst hafa ort þær á heimleiö fil Noröurlands skömmu áöur: A Miöfjaröarhálsi Gefur sýn um láö og lög, lengi kvölds og morgna, þar sem Gretti þjaka&i mjög þungur dómur norna. Gengur bill við gleðisöng greitt I sólarljósi. — ÓBum styttist langa löng leiö aö Blönduósi. Isleifur Gislason, kaupmaöur á Sauö- árkróki, birti talsvert mikið af lausa- visum eftir sig hér áður fyrr undir dul- nefninu Hallfreður vandræöaskáld. Sumar þeirra uröu landsfleygar., eins og til dæmis þessi: Varöist öllum ástrlðum utan skornu rjóli. Framhjá öörum freistingum fór á mótorhjóli. Hér á eftir fara nokkrar fleiri vísur eftir lsleif, en kveöskapur hans er jafnan i léttum tón og oft smellinn: Bllvisur Aksturinn var eintómt spól, ollan af versta tagi, engin bremsa, ónýt hjól allt I þessu fina lagi. Enginn veður yfir NIl án þess vökni kálfi, og ekki er hægt aö yrkja I bll, allt er á reiðiskjálfi. A öllum gírum akandi yfir mýri og stórgrýti, langar brýr og blómlendi, bremsu-dýrum-gæðingi. Eitt sinn var Isleifur á ferö sunnan úr Reykjavik og noröur i land. Sat hann þá á milli. tveggja ungmeyja, sem báöar gerðust bilveikar og syfjaðar, er á leið feröina. Hölluðu þær sér brátt sin á hvora öxl honum og sofnuöu. Þegar þær vöknuöu haföi Isleifur sett saman þessa vlsu: Mér skal veröa minnisstætt, meðan bilar hreyfa sig: Hvaö þiö gátuö sofið sætt svona báöar upp viö mig. Eftir komu bilanna út um sveitir lands- ins virtist Isleifi helzt lita út fyrir, aö enginn fengist til aö fara neitt öðruvisi en I bíl: Burt frá heimsins harki og .skrll, héöan mænir sálin þreytt. En fái hún ekki fjr meö bll, fer hún sjálfsagt ekki neitt. Erfiöisvinna Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn, reri árum rógburðar, rann af hári svitinn. Inga gamla. Vorkenni ég veslings Ingu aö veröa aö þagna I dau&anum. Af tómri mælgis tilhneigingu talar hún upp úr svefninum. t kvennaskóla og dansskóla Menntun þráði og meiri arö — mörg eru ráö aö henda. — Loksins þráöa liljan varö lærö I báða enda. Sagt er, að Steinn Steinarr hafi ein- hverju sinni staöiö á Lækjartorgi um kvöld. Þá sá hann Harald Sigurðsson, blaöamann, ganga niöur Bankastræti með kvenmann sér viö hliö. Skáldiö gat ekki á neinn hátt unnt honum slikrar á- nægju, sneri þvi I veg fyrir þau og hugöist hertaka konuna frá Haraldi. En þeim viö- skiptum lauk á þann sorglega hátt, aö Steinn stóö einn sem fyrr, en Haraldur fékk aö njóta fljóösins. Hraut þá Steini þessi vlsa af munni: Hýsi ég einn mitt hugarvil, þvl hrundir engar þekki. Sumir hafa sexappeal, en sumir hafa þaö ekki. Karl Isfeld var einn vetur I unglinga- skóla hjá Arnóri Sigurjónssyni, áöur en hann fór I. menntaskóla. Um vorið var Karl I vinnu hjá Arnóri og unnu þeir einn dag viö mótekju. Heitt var I veöri, en Karl litiö gefinn fyrir likamlegt erfiöi. Þótti Arnóri hann nokkuö blótsamur og geröi honum af þvl tilefni upp orðin, þegar hann kæmi til himnarlkis, á eftirfarandi hátt: Karl er til himna kominn að kanna hin heilögu vé: — Hér er margt helviti skritiö en hvar ætli andskotinn sé. En Karl svaraði: Þá svaraöi hilmir hæöa og horföi til jaröar á ská: — Þarftu að njósna um námskeiö hans nýkominn Arnóri frá? Fyrir meira en þrjátiu árum gaf Gunnar Hafdal á Akureyri út ljóöabók, sem hann kallaöi „Glæöur”. Á Akureyri var einnig um þetta leyti. kunnur hag- yröingur, Páll Vatnsdal, og höföu þeir Hafdal löngum elt grátt silfur saman. — Einhverju sinni kom upp eldur i Ibúö Hafdals, og sögöu gárungarnir, að kviknaö heföi I upplaginu af „Glæöum”. Þá orti Pall þessa visu: Af Glæðum titilblaöiö brann — en brunniö gat ei meir, þvl aö logar vinna ekki á eldföstum leir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.