Vikan

Tölublað

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 16
Fanny Falkner umþað leyti, sem hún kynntist Strindberg. Feimnisieg átján ára stúika meö stór, dapurlegáugu. August Strindberg. ,,Hann var eins aölaöandi og nokkur stúika getur krafizt af karlmanni.............” SIÐUSTU ASTIR STRINDBERGS Strindbergssafnið i Blátumi við Drottningargötu i Stokkhólmi var opnað i marz siðast liðnum. Húsið hafði verið gert upp, svo að það lítur nú út eins og nýbyggt. Þar bjó August Strindberg frá árinu 1908 til dauðadags fjómm árum seinna. í húsinu bjó þá líka ung leikkona að nafni Fanny Falkíier. Hún var bliðlynd og elskuleg og skáldið tengdist henni föstum böndum. A rauðmáluöum svölum Bláturns stóöu Fanny Falkner og August Strindberg hliö viö hlið og virtu Satúrnus fyrir sér f stjörnu- kiki Strindbergs. Kikirinn hefur varðveizt og stendur nú aftur á gamla staönum sinum i Blá- turninum svo nefnda viö Drottningargötu'85, i Stokkhólmi, þar sem Strindberg eyddi siðustu æviárum sinum. Gert hefur veriö viö húsiö af itrustu nákvæmni. Undir yfireftirliti borgarsafns Stokkhólms hefur handriö stigans veriö málaö á aldamótavlsu og lyftan, sem Strindberg þoröi aldrei aö nota af ótta viö raf- magniö, hefur veriö gyllt aö nýju. Húsgögnin i þriggja herbergja Ibúöinni, sem Strindberg haföi til afnota eru á sinum staö og fjögur herbergi aö auki hafa verið nýtt undir Strindbergssafniö. Nú geta menn imyndað sér hvernig Strindberg var1>i tima sinum I þessu fallega og þægilega húsi ásamt Fanny Falkner, sem bjó á næstu hæð fyrir ofan. Móöir Fanny var dönsk að uppruna, en gift Svia og var áhugasöm um bókmenntir og tónlist. Hún sá fyrir fjölskyldunni með matsölu- rekstri og Strindberg var einn viöskiptavina hennar. Strindberg naut sin vel i Blá- turni undir vernd Fanny og þaö er undarlegt hve kannanir á Strind- berg ætla henni litinn sess I lifi hans. Þau höföu dagleg samskipti I nokkur ár, voru hringtrúlofuö og höföu mikil áhrif á þroska hvors annars. Samt er yfirleitt látið I 16 VIKAN 18.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.