Vikan

Issue

Vikan - 03.05.1973, Page 37

Vikan - 03.05.1973, Page 37
HnnmmHi mTJOLBREYTT S 1 cÚHVAL ! 3 GARDINUEFNAi GLUGGIIUnL Grensdsvegi 12 sími 36625 fimmtlu dalir. Veiztu, hvaö það þýðir. — Nei, hvað þýðir það? — Það þýðir, að hluturinn, sem um er að ræða hlýtur að vera tals- vert verðmætur. — Attu við, að hann sé fimmtiu dala virði? Trúlega fimm hundruð dala virði. — Hjálpi mér! Ekki gat mér dottið það I hug. — Þú skilur, að veðlánari lánar aldrei meira en tlundapart af raunverulegu verðmæti hlutarins. — Aldrei vissi ég það. — Það er svo margt, sem þú veizt ekki, elskan. Hlústaðu nú á. Þar sem ekkert nafn og heimilis- fang er á miðanum....... — Já, en einhvernveginn hlýtur að vera hægt að sjá, hver á þetta? — Nei, alls ekki. Fólk fer oft svona að. Það vill ekki láta neinn vita, að það hafi farið til veð- lánara. Það skammast sln fyrir það. — Þú heldur þá, að við megum eiga miðann? — Auðvitað. Við eigum hann þegar. — Þú átt við, að ég á hann, sagði frú Bixby fastmælt. Ég fann hann, hvort sem er. — Góða min, hvaða máli skiptir það? Aðalatriðið er, að nú getum við hvenær sem er fariö og leyst hann út með fimmtlu dölum. Hvað segirðu um það? — En gaman! Mér finnst þetta afskaplega spennandi, einkum þó þegar við höfum enga hugmynd um, hvað þetta er. Það gæti verið allt mögulegt, ekki satt, Cyril? Allt hugsanlegt! — Það gæti það vitanlega, en trúlegast er, að það sé annaö- hvort hringur eða úr. — En væri það ekki dásamlegt, ef það væri eitthvað virkilega verðmætt? Ég á við eitthvað virkilega gamalt eins og einhver dýr vasi eða rómversk stytta? — Það er aldrei að vita, hvað það kann að vera, elskan mln. Við verðum bara að blða átekta. — Mér finnst þetta alveg stór- kostlegt. Fáðu mér miðann og svo ætla ég að skjótast þangaö I býtið á mánúdaginn. — Þaö er betra að ég geri þaö. — Æ nei, lofðu mér heldur að gera það. — Ég held ekki. Ég get tekiö þaö I leiðinni I vinnuna. — Já, en ég á miðann! Lofðu mér heldur aö fara, Cyril! Hvers- vegna ættir þú að hafa alla á- nægjuna af þessu? — Þú þekkir ekki þessa veð- lánara. elskan. Þú gætir hæglega látið plata þig. — Nei, það mundi ég aldrei gera. Fáðu mér miðann! — Og svo þarftu líka að hafa fimmtíu dali, sagði hann bros- andi. — Annars færðu ekki hlutinn afhentan. — Ég hef það, sagði hún .... held ég. — Ég vildi nú heldur sjá um þetta sjálfur, ef þér er sama. — Já, en ég fann hann, Cyril. Ég á hann. Hvað sem þetta kann aö vera, þá er það min eign, ekki satt? — Auðvitað er það þin eign, elskan. Það er engin ástæöa til að æsa sig upp út af því. — Ég er ekki neitt æst. Bara spennt. — Þér hefur vlst ekki dottið I hug, að þetta sé eitthvað, sem er ætlaö karlmanni — til dæmis vasaúr eða ermahnappar. Það eru nú ekki konur einar, sem leita til veðlánara, skilurðu. ./ — Ef svo er, þá færðu það I jóla- gjöf, sagði frú Bixby og setti upp göfugmennskusvip. — Mér er það ekki nema ánægja. En ef þáð er eitthvað handa konu, þá á ég það. Er það samþykkt? — Það er ekki nema sann- gjarnt. En hversvegna kemurðu ekki bara með mér þegar ég sæki það? Frú Bixby var að þvi komin að samþykkja þetta, en áttaði sig á siöustu stundu. Hana langaði ekkert til þess að veðlánarinn færi að heilsa henni sem gömlum skiptavini, að manninum hennar nærstöddum. — Nei, sagði hún. — Ég held ekki. Þú skilur, aö það er ennþá meira spennandi að biða. Ég vona bara, aö þetta sé ekki eitthvað sem hvorugt okkar kærir sig um. — Þetta er alveg rétt hjá þér. Ef mér finnst það ekki fimmtiu dala viröi, þá leysi ég þaö bara alls ekki út. — En þú sagðir, að það gæti verið fimm hundruð dala virði. — Það er ég lika viss um. Hafðu engar áhyggjur. — Ó, Cyril. Ég get varla beðiö eftir þessu. Er það ekki spennandi! % — Jú, það er gaman að þvi, sagði hann og, stakk miöanum i vestisvasa sinn. — Vlst er gaman að þvl. Loksins kom mánudags- mörguninn og eftir morgunverð fylgdi frú Bixby manni slnum til dyra og hjálpaöi honum I frakkann. — Leggðu nú ekki alltof hart að þér, sagði hún. — Nei, allt I lagi með það. — Kemuröu heim klukkan sex? — Það vona ég. — Hefuröu þá nokkurn tima til að fara til veðlánarans? spurði hún. — Þvi var ég alveg’ búinn að gleyma. Ég ætla að taka bfl og fara strax. Það er I leiöinni. — Þú hefur vonandi ekki týnt miðanum? — Það vona ég ekki . ., sagði hann og þreifaði I vestisvasanum. — Nei, hér er hann. — Og þú hefur nóga peninga? — Já, þaö er vlst rétt þar um. — Elskan mln, sagði hún og lagaði á honum bindiö, sem annars var I fullkomnu lagi. — Ef þetta er eitthvað fallegt, sem þú heldur að ég verði hrifin af, viltu þá hringja til mln undir eins og þú kemur á stofuna? — Já, ef þú vilt. — Þú skilur, ég er að vona, aö þaö verði eitthvað handa þér, Cyril. Ég vildi miklu heldur, að það væri það en eitthvað handa mér. — Það er fallega hugsað af þér. En nú verð ég að þjóta. Klukkutima seinna, þegar siminn hringdi, var fú Bixby þotin yfir þvert gólfið áöur en fyrstu hringingunni var lokiö. — Ég náði I það, sagði hann. — Gerðiröu það? Ó, Cyril, hvaö var þaö svo? Var það eitthvaö gott? — Gott! sagði hann. — Það var alveg stórkostlegt! Blddu bara þangað til þú sérð það. Ég er viss um, að það llöur yfir þig. — Æ, segðu mér það fljótt, elskan mln. — Þú ert heppin . . .það ertu. — Er það handa mér? — Auðvitað er það handa þér. Mig furðar bara mest á þvl, að það skyldi ekki vera veðsett nema fyrir fimmtiu dölum. Það hlýtur einhver vitleysingur að hafa gert það. — Æ, vertu ekjd að halda mér svona spenntri, Cyril. Ég þoli það ekki. — Þú veröur alveg brjáluö þegar þú sérð það. — Hvað er það? — Gettu! Frú Bixby þagnaöi. Faröu var- lega, sagði hún við sjálfa sig. Nú verðurðu að fara varlega. — Hálsfesti? sagöi hún. — Skakkt. — Demantshringur? 18. TBI. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.