Vikan - 03.05.1973, Qupperneq 42
- Hversvegna ekki?
Atkins hristi höfuðið.
- Hefurðu ekki mannsmóð I þér
til þess að fara?
Atkins sleikti varirnar.
- Hvað er sannleikurinn i
málinu. Þú ert ekki nærri eins
sniðugur og þil hefur veriö að
reyna að telja mér trú um. Er
ekki sannleikurinn sá, að þú
fannst ekkert upp, og . . . .
- Þaö var ég og enginn annar,
sem kom þessum rannsóknum af
stað. Aftur greip gremjan Atkins
föstum tökum. Það var engum að
þakka nema mér. En þeir létu
eins og þeir sæju það ekki og
komu með Mathews. Hann hataði
mig frá upphafi. Eg sór, að ég
skyldi ná mér niöri á honum. Og
þegar þeir voru komnir dálitið
lengra áleiðis, ákvað ég að segja
upplýsingarnar öðru fyrirtæki,
svo að þeir gætu ekki fengið neitt
heims-einkaleyfi á upp-
finningunni, og grætt á þvi stórfé.
- Ég varð kyrr i rannsóknar-
stofunni eitt kvöldið, eftir að allir
voru farnir og fór þá inn I
forstjóraskrifstofuna. öll plöggin
voru geymd i járnskáp, en ég
mundi læsinguna siöan ég hafði
haft aögang að henni nokkrum
mánuöum áður én Mathews var
skipaður. Ég opnaði skápinn og
var að lita gegn um plöggin,
þegar . . . .Mathews kom inn.
Hann hótaði að kalla á
lögregluna, en svo tók hann að
storka mér og sagði að það væri
vist ekki ástæða til aö gera svo
mikið úr þessu. Hann rak mig út.
Atkins roðnaði, þvi að jafnvel nú
skammaðist hann sln, eins og
hann hafði gert þá.
- Og gerðist ekkert annað? —
— Ekkert annað en það, að nú
gerir hann þaö, sem hann getur til
að auðmýkja mig, af þvi að hann
veit, að ég get ekkert aðhafzt.
— Nema selja upplýsingarnar?
— Það hefði ég aldrei gert, hefði
þeim farizt almennilega við mig.
Atkins var hávær, er hann reyndi
aö réttlæta gerðir sinar, sem
hann vissi, að voru
óréttlætanlegar. — Peningarnir
skiptu engu máli i þessu sam-
bandi . . . ég gerði það alls ekki
þeirra vegna.
— Jæja, ekki reifstu þessi tvö
þúsund pund i snifsi . . .og meira
að segja viðhafðiröu þá varúö
leggja þá inn undir öðru nafni, og
langt norður I landi.
Atkins svaraði þessu engu.
Svartstakkur stóð upp. Sem
snöggvast leit hann á Atkins, en
sneri sér svo við.
— Hvað . . .hvað ætliö þér að
gera? spurði Atkins ofsahræddur.
— Gera?
— Já, við mig.
— Þaö er annarra manna mál
en ekki mitt.
— Ég hefði ekki gert þetta ef
þeir hefðu farið almennilega með
mig, æpti Atkins I ofboði.
Svartstakkur gekk út úr
herberginu, og lokaði á eftir sér.
Slðan fór hann út úr húsinu gegn
um sama gluggann og áður.
1 skugganum undir stóru
eikinni tók hann af sér hettuna
og hanzkana, batt hvita trefilinn
vandlega um hálsinn, svo að
svarti stakkurinn var algjörlega
hulinn. Aftur varð hann á
svipstundu venjulegur, virð-
ingarverður borgari . . .Nema
einhver hefði vit á að athuga
gleðisvipinn á honum, af
spennunni, sem hann hafði verið
i.
Hann gekk að bilnum og settist
undir stýrið. Sendiför hans hafði
heppnazt vel, og hann gat gefði
Wright þær upplýsingar, sem
hann þarfnaðist. En átti hann
bara að gefa honum allar upp-
lýsingarnar?
Verrell ræsti vélina og ók frá
stéttinni. Við vegamótin beygði
hann til hægri út á aðalveginn til
London og hélt áfram eftir honum
þangað til hann kom á
Chillingworth-breiðgötuna, en þá
dró hann úr feröinni. Eftirlitsbill
frá lögreglunni náði I hann, en
hélt áfram. Ætti hann eða ætti
hann ekki? spurði hann sjálfan
sig. Hann ákvaö sig, sneri til
vinstri og stanzaöi svo við götu,
þar sem vorú sambyggö hús,
hvert meö litlum garði fyrir
framan og bilskúr.
Hann kveikti sér i vindlingi og
reykti. Wright hafði frétt, að
upplýsingarnar hefðu verið
boðnar til kaups erlendis, enda
þótt ekkert ákveðið væri um það
vitað. En Atkins hafði svariö og
sárt við lagt, að hann hefði ekki
haft samband viö neinn nema
þetta fyrirtæki norður i landi og
ekki getað selt nema tiltölulega
litilsverðar upplýsingar. Ef trúa
mátti Atkins, þá hötuöust þeir
Mathews: Atkins var gramur af
þvi aö framhjá honum hafði verið
gengiö, og ef til vill gramdist
Mathews það, að enda þótt hann
væri betri skipuleggjari, stóð
hann hinum langt að baki sem
visindamaöur.
Þegar þannig var ástatt, lá þá
ekki beint við að halda, að
Mathews hefði farið beint i
lögregluna, þegar hann upp-
götvaði, að Atkins var að svikja
fyrirtækið? Þaö heföi verið
honum, skylda og ánægja, hvort
tveggja i senn. En hvað hafði
hann raunverulega gert?
Skammað Atkins fyrir aö vera
bjána, og siöan notað þetta til
þess að auðmýkja hann á allan
hugsanlegan hátt. Hversvegna
hafði Mathews þannig brugðizt
skyldu sinni? Hversvegna hafði
hann neitað sér um þessa
ánægju?
Verrell lauk við vindlinginn og
drap i honum. Hann leit á úrið
sitt. Klukkan var ekki nema
hálftvö. Þrátt fyrir allar
skipanir Wrights að skipta sér
ekki af neinum öðrum þætti
málsins, fór Verrell að láta sér
detta I hug, að þetta mál væri
miklu flóknara en Wright lét sér
til hugar koma. Þegar maður
breytti bæði gagnstætt skyldu
sinni og auk þess óskiljanlega,
hlutu þvi að liggja einhverjar
knýjandi ástæður. Annaðhvort
hafði Mathews hagað sér I sam-
ræmi við einfiverjar knýjandi
ástæður, eöa þá hafði verið
alltof hræddur til þess að fara að
dikta upp svo flókinni sögu?
En ef nú staðreyndirnar voru
ekki eins ósamrimanlegar og þær
virtust? Ef nú saga Wrights um
sölu til útlanda væri sönn, og
einnig saga Atkins um, að hann
hefði engin erlend sambönd haft?
Þá var svarið óneitanlega það, að
hér voru tveir svikarar að verki,
Mathews, sem var að gera tilraun
til að selja upplýsingarnar úr
landi, og hefði no.taö sér
vitneskjuna um þjófnað Atkins
sem tryggingu fyrir sjálfan sig?
Ef fregnir af fyrirætlaðri sölu
bærust ofsnemma út og menn
yröu tortryggnir, var hægt að
nota sekt Atkins sér til varnar, til
þess aö villa fyrir. Þá gat
Mathews notað þann tima til að
strjúka, og meira að segja þyrfti
hann þess ekki einu sinni - hann
gæti sloppiö við allan grun.
Hálf miljón sterlingspunda gæti
freistaö jafnvel ráðvandasta
manns, einkum þó ef hann gæti
sloppið frá öllu saman. Kannski
hafði Mathews aldrei dottið I hug
að stela upplýsingunum og selja
þær erlendis, fyrr en hann kom að
Atkins við opna skápinn, en þá
haföi hann fengið hugmyndina —
eöa kannski hafði þetta alla tið
verið draumórar hjá honum, sem
hættu að vera draumórar þegar
hann kom að Atkins og sá, að
hann gat notaö hann fyrir
sökudólg?
Eöa kannski, hugsaði Verrell,
þá var hann að byggja á grunni,
sem var alls ekki til, vegna þess
að upplýsingar Wrights væru
skakkar, og engir samningar
hefðu átt sér staö við útlendinga,
og Mathews væri vorkunnlátur
maður, sem vissi, að athafnir
Atkins stöfuðu eingöngu af
gremju, en ekki óheiðarleika, og
hann haföi ekki gert annaö en
bjarga færum visindamanni frá
afleiöingunum af hans eigin
heimsku.?
Það var ekki nema ein aðferð til
að komast að þvi, hverskonar
maður Mathews væri, og þaö var
að gera húsrannsókn hjá honum.
Og hvaða timi var heppilegri til
þess en á miðri hlýrri
sumarnóttu?
4. kafli.
Húsið Peak Manor var tvær
milur fyrir utan Setright Cross, á
svæði þar sem mikið hafði verið
byggt af ibúðarhúsum um
sveitina, án þess þó að eyðileggja
hana alveg sem landslag. Þarna
var talsvert af stórum og
nýtizkulegum húsum, i velhirtum
görðum.
Verrell lagði bflnum á viki I
veginum, inni i lágum runni. Svo
gekk hann gegnum um runninn,
sem var ekki meira en fimmtiu
skref á breidd, gekk yfir
grasblett þar sem tveir hestar
voru á hlaupum og honum fannst
hávaðinn eins og af heilli riddara-
liðsfylkingu, og loks komst hann
að girðingunni um Peak Manor.
Nóttin var dimm og tunglslaus,
en augun I honum voru nægilega
vön myrkri, til þess að geta greint
útlinurnar á húsinu, bilskúrnum
og litilliútbyggingu, sem var ein-
hverskonar verkfærageymsla eöa
þá garðhús. Hann gekk fram með
markagiröingunni að veginum,
klifraði yrir hliðgrindina og hélt
siðan áfram að aðalinnganginum.
Hann sneri aftur að bilnum
slnum og settist inn i hann. Húsið
var myrkvað og allt virðist með
kyrrð og ró, en færi hann aö
brjótast inn, ekkikunnugrien hann
var, legöi hann meira i hættu en
hann var vanur - þvi aö
aðalundirstaða velgengni hans
var það, að hann gaf sér tima til
að hugsa allt út og undirbúa. En
þarna var bara það i veginum, að
væri hugboö hans rétt, þá var
enginn tlmi til umhugsunar eða
undirbúnings. En svo var líka það
atriði, að eins og var vissi Wright
ekki neitt um neitt, og gat þvi ekki
hindrað hann I þvi aö fara sinu
fram.
Hann ákvað með sjálfum sér,
að hann yrði að brjótast inn I
húsið nú þegar, og lét þvl allár
efasemdir lönd og leið. Hann fór
úr bilnum ög aftur að
suðurhorninu á grasblettinum,
þar sem var litið hlið inn i
garöinn. Hann athugaði, hvort
ekki væri nein viðvörunartæki á
^hliðinu -ekki vegna þess, aö hann
byggist viö að finna neitt slikt,
heldur vegna þess, að aldrei var
of varlega farið - opnaöi siðan
hliðiö og gekk inn fyrir. Hann tók
af sér hvita trefilinn og setti upp
hettu og hanzka.
Framhald. í nœsta blaði.
■ 0.
42 VIKAN 18. TBL.