Vikan

Tölublað

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 13
„Nei,” andmælti hún. „Þú hefur heldur ekki tituprjón til þess aB festaJ)að meö.” „Rósarþyrnir næpir,” sagði ég. „Nei,” sagöi hún enn. „Það væri svo grimmdarlegt, en rnig langar til þess aö sjá þig veiöa sil- ung. Fyrst langar mig samt aö fá mér aö drekka.” Viö lögöumst hlið viö hliö á bakkann, dýfðum munnunum ofan i vatniö og drukkum. Viö hlógum um leiö og viö þurrkuöum okkur um minninn á handar- bakinu. Viö gengum eftir árbakkanum. Silkimjúkt grasiö straukst um fætur okkar, tistiö I i engi- sprettunum heyröist i fjarska. Gaukurinn gall við. „Finnst þér hann ekki skemmtilegur,” sagði ég og hægöi á göngunni. „Má ég þá heldur biðja um þröst eða sólskrikju,” sagöi hún.,,Gaukurinn er grimmur, hann lætur aöra fugla annast ung- ana sina.” Ég haföi aldrei látiö mér detta i hug að amast við gauknum af þessum sökum. Mér fannst þetta skarplega ályktað af Myfanwy, en sagði ekkert. Ain var vatnslitil eftii: þurrk undanfainna daga og stööugt sól- skin alla vikuna. Þar sem áin byrjaði aö dýpka, sáum við litinn silung skjótast I var undir bakkann. Ef ég færi að veiða silung, yröi hann aö vera stór, svo að Myfanwy þætti eitthvað til hans koma. Eina vonin að finna þá i pytti undir kvistóttu elristré. Þar . haföi alltaf veriö erfitt að veiöa. Þegar viö nálguðumst pyttinn, tók ég hönd hennar og sagði: „Hljóðlega. Silungar sjá og heyra gegnum holt og hæðirr” „Hvernig veizt þú þaö?” spuröi hún. „Af reynslu,” sagði ég. Viö læddumst næstum á tánum. Ég sá hreyfingu i vatninu kringum rætur trésins. Þar var silungurinn á ferð. „Sjáðu,” hvislaði ég. „Hvar?” hvislaði hún á móti. „Þar sem vatnið gárast.” „Ég sé bára gárur,” sagöi hún. Ég leiddi hana fáeiri skref til viöbótar. Sporöur silungsins tifaöi ótt og titt. „Ég sé hann. Sá er stór,” sagði hún. Silungurinn varð var viö okkur og faldi sig bak viö rótarhnyðju. Honum virtist hafa brugöið illi- lega. „Hann er farinn undir tréö,” sagöi hún. „Klaufaskapur,” sagði ég. „Hvers vegna?” „Ræturnar flækjast saman undir bakkanum. Ég hef veitt þar, en ekki svona stóran fisk.” Framhald á bls. 36 29. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.