Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.07.1973, Qupperneq 21

Vikan - 19.07.1973, Qupperneq 21
annað eftir en þig, Rory, ekkert annað. Hann hafði gætt þess vandlega, að láta ekki sjá sig neinsstaðar með syni sinum. Hann var hrædd- ur um aö þá kynni a verða nei- kvæður skilningur á „Armagh auðhringnum”. Hann vildi ékki láta segja að Joseph Armagh væri sjálfur i kosningaleiðöngr- um meö syni sinum og notaöi auð sinn og völd, jafnvel til aö kúga fólk til fylgis við hann. Stundum var Claudia i fylgd með Rorý^ en Joseph fannst hún of áberandi, til að ganga i augun á Bostonbúum, sérstaklega frúnum. Rory og Timothy Dineen héldu til á nýju glæsilegu hóteli við Boston Common. Rory hafði verið svo mörg ár i háskólanum þarna i grenndinni, en siöan Marjorie hafði yfirgefið hann, var þessi borg orðin honum svo framandi. Þeir Thimothy voru einir i her- bergi Rorys, þegar siminn hringdi. Timothy formælti reiði- lega um leiö og hann svaraöi. Þaö haföi verið lagt bann við þvi. að ónáöa þingmanninn. — Hver? öskraði Thimothy, — ég hefi aldrei heyrt hana nefndá! Segið henni að fara. Hvað? Krefst þess? Gömul vinkona þing- mannsins? Thimothy sneri sér að Rory. — Þaö er einhver kvensa niðri, sem heimtar aö fá að tala við þig, Rory. Hótelstjórinn segir að hún sé af þekktu fólki hér I Boston komin. A ég ekki aö segja henni að fara til fjandans? — Maggie,.hugsaði Rory strax. — Maggie. Hann gekk eins og i leiðslu að simanum. Eitt andar- tak gat hann ekki komið upp orði. Svo hvislaði hann lágt: — Maggie? — Ó, Rory, sagði hún og það var grátklökkvi i rómnum. — Ó, Rory, — Rory. — Maggie, sagöi hann aftur. Simtólið var orðið rakt i hendi hans. Honum fannst rödd hennar hljóma gegnum árin, öll þessi horfnu ár. — Hvar ertu, Maggie? — Heima, Rory. Thimothy trúði varla slnum eigin augum. Asjóna Rorys var gjörbreytt, það var einhver yfir- náttúrlegur ljómi i svip hans. Hann var gjörbreyttur. — Maggie, Maggie, sagði hann. — Hversvegna yfirgafstu mig, Maggie, yndið mitt, ástin min eina? — Ég varð að gera það, Rory. Rory, ég er ennþá konan þin. Ég hefi alltaf verið þér trú, Rory. Ég hefi alltaf elskaö þig. Og rödd hennar brast. — Þaö var faðir þinn, sem skildi okkur að, Maggie. Hann gerði það . . . Hún greip fram i fyrir honum i ákafa. — Nei, Rory! Það er kom- inn timi til að þú vitir sannleik- Framhald á bls. 37 29. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.