Vikan - 19.07.1973, Page 22
LÍNA LANGSOKKUR
Inger Nilsson, Lína Langsokk-
ur, býr i Ulriksgötu 11 i Kisa. Þaö
fer ekkert á milli mála að stúlkan
er mjög fræg, þótt hún sé aðeins
14 ára. Nú er hún ekki lengur að
leika i Linu Langsokk eða Villa
Valla og er nú farin að hugleiða
hvað hún ætlar áð taka sér fyrir
hendur i framtiðinni. Hún er mjög
elskuleg stúlka, sprellfjörug og
sjálf segist hún vera nokkuð
skrftin i útliti.
En þótt Inger hafi lagt á hilluna
fléttustýrin af Linu og stóru sokk-
ana, þá dreymir hana um að
verða leikkóna.
— Ég vil helzt verða leikkona
eða hestalæknir. Helzt hvort
tveggja. (Það verður bæði gott og
ódýrt fyrir hestana, segir Bertil
pabbi hennar striðnislega.)
— Þú ert svo skritinn, segir
Inger og snýr sér aftur að efninu.
— Ég ætla að reyna að komast inn
á einhvern leikskóla, en þá veröur
það fullt starf. En seinna, þegar
ég er orðin leikkona, þá ætla ég að
læra dýralækningar i hjáverkum.
Maður verður að hafa eitthvað i
bakhöndinni.
— Heldurðu að þetta takist?
— Ég veit það ekki. En maður
er oft svo vongóður. Ég hefi nú
ekki mikla reynslu ennþá, en ég
er ákveðin i aö leggja töluvert á
mig. Það er margt, sem getur
komið með æfingunni. Þaö er
mjög sjaldgæft að fólk leiki vel,
þegar það kemur fram i fyrsta
sinn og verði það framvegis.
Fólk heldur að
ég sé drukkin.
Finnst þér þú vera öðruvisi en
aðrir jafnaldrar þinir?
— Ekki beiniinis öðru visi. Það
getur verið að ég hafi meiri
reynslu. Ég kann sitt af hverju,
ég er samt ekki að gorta. Það er
aðeins eðlilegt, að ýmislegt hafi
siast inn i mig með árunum.
Mesti greinarmunurinn er þeg-
ar ég fer út aö skemmta mér. Þá
tekur. fólk strax eftir mér. Ef ég
fer út að dansa með kunningjum
minum og er kát og glöö, þá
heldur fólk, að ég. sé farin að
drekka. Það er eins gott að vara
sig á þvi, annars fær maður
kannske að sjá það i blöðunum, að
Lina Langsokkur hafi veriö á
næturklúbb, alldrukkin.
Það er miklu einfaldara að lifa
eðlilegu lifi, þegar maður er að
leika. Þaö er eins og leikhúsiö sé i
blóöinu, þá er hægt að sprella að
eigin geðþótta. Þá er ég lika laus
viö feimni og flækjur. Það venur
mann lika á viðbragðsflýti, ég er
svo miklu öruggari nú, en ég var
áður.
Er erfitt að vera ung stúlka nú
til dags?
— Þetta er nú skritin spurning.
Ég held það sé ekki sem verst.
Það sem mér þykir furðulegast,
er að það virðast engin takmörk
fyrir neinu lengur. Aður gekk það
guðlasti næst, að andmæla kenn-
ara sinum, nú þykir það allt að
þvi gáfnamerki. Hvernig verður
það hjá næstu kynslóð?
Þú hefir miklar tekjur fyrir
þinn aldur. Hafa peningarnir
mikið gildi fyrir þig?
— Ég er nú fyrst að verða vör
viö, að ég hefi mikil peningaráð.
Hann verður að geta talað við
alla. Við verðum lika að bera
virðingu fyrir störfum hvors ann-
ars. Það er mjög erfitt að vera
kvæntur leikkonu. En ég ætla að
gifta mig og eignast mörg börn.
Ég vil hafa kirkjubrúðkaup með
slöri og öllu tilheyrandi. Ég er
hrifin af gömlum erfðavenjum.
Og mér finnst að ef maður giftir
sig á annað borð, þá verði það lika
að endast allt lifið.
Heldurðu aö það sé algengt að
hjónabönd endist allt lifið?
— Maður verður að stuðla að
þvi. Vera ekki of sjálfstæð-I skoð-
unum, vera helzt háð hvort öðru
og bera saman allar byrðar.
Þegar ég var litil, skipti þetta
ekki neinu máli. Ég hugsa tölu-
vert um það nú orðið. Annars er
það pabbi, sem sér um fjármálin
fyrir mig. Ég fæ peninga hjá hon-
um, þegar ég þarfnast þeirra. Ég
er yfirleitt ekkert gráðug I pen-
inga. Það getur jafnvel liðið heill
mánuður, án þess mér detti i hug
að fá mér sælgæti.
Ertu eitthvað fyrir fin föt?
— Það er nú svona upp og nið-
ur. Ég á auðvitaö nóg föt og þegar
ég fer út að dansa, fer ég alltaf i
nýtizkulegar buxur og fallega
blússu. En oftast ég ég I gallabux-
um og Islenzkri lopapeysu, ég er
hvort sem er dálitið furðuleg i út-
liti.
Ætiarðu að gifta þig?
— Ég ætla að minnsta kosti
ekki að giftast neinum, nema ég
sé viss um að ég elski hann af öllu
hjarta og að hann elski mig.
Ég vil eignast
mörg börn.
Hvaða týpu iizt þér bezt á?
— Hann á að vera duglegur
sjálfur og mjög skemmtilegur.
Tala út um vandamálin en byrgja
þau ekki innra með sér. Svo er
það mikilvægt að vera’ trúr og
tryggur. Ef maður á annað borð
elskar einhverja manneskju, þá
getur maður ekki verið henni ó-
trúr. Mér finnst andstyggilegt
hvernig fólk gerir litiö úr sam-
bandi milli kynjanna og ástinni.
Það er bæöi ljótt og sóðalegt.
Mér finnst ekkert við þvi að
segja þótt 15—16 ára stelpa eign-
ist barn, en það er auðvitað erfitt
fyrir hana sjálfa. Ég held maður
eigiaðbiða svolitið. Stúlka á min-
um aldri er alls ekki nógu þroskuð
til að búa með manni og takast á
við vandamál kynlifsins.
Þú lest mikið. Trúir þú á guð?
— Ég trúi ekki á þann guð, sem
talað er um i kirkjunni. Ég á minn
eigin guö. Mér finnst kristindóm-
ur og saga hans mjög athyglis-
vert efni. Ég gæti vel hugsað mér
aö verða prestur. En þaö getur
veriðað ég trúi ekki á réttan hátt.
Ég hugsa mikið um þau mál og
það getur verið að ég eigi eftir að
verða trúuð.
Þegár ég þarf að takast á við
eitthvað, sem mér finnst erfitt þá
á ég það til að segja: Heyrðu,
elsku góði, hjálpaðu mér nú með
þetta. Ég held aö hver einasta
manneskja eigi sinn guð. sesa þær
„hugsa” um. Guð i kirkjunni er
eitthvaö, sem allir eiga sameigin-
lega.
Stundum hugsa ég um það,
hvernig það sé að deyja. Ef
manni finnst eitthvað svo erfitt,
að maður geti varla horfst i augu
við það, þá hugsar maður
kannske: Ég vildi að ég væri
dauð. En þá missir maður lika af
öllu, sem er skemmtilegt. Ef mér
væri sagt, að ég væri meö,
krabbamein og ætti aðeins eftir
að lifa i eitt ár eða svo, þá held ég
að ég yröi alveg frá mér. Reyndar
hugsa ég töluvert um framtiöina.
Það er svo margt,
sem ég skil ekki.
Finnur þú mjög fyrir kynslóöa-
bilinu milli þin og foreidra þinna?
— Það er svo margt, sem ég
skil ekki og það er margt, sem
þau skilja ekki. En okkur semur
mjög vel. Við virðum yfirleitt
gagnkvæmar skoðanir okkar.
Fylgist þú eitthvað með i
stjórnmálum?
— Ég hefi ekki mikinn áhuga á
þeim málum; mér finnst þau allt-
of flókin. En ég les blöðin. Að
sjálfsögðu smitast maður eitt-
hvað af skoðunum foreldra sinna.
Foreldrar minir hafa mikinn
áhuga á stjórnmálum. En ég held
ég sé of löt, til að reyna að setja
mig inn i þau mál.
Hefiröu nokkrar áhyggjur af
framtiöinni?
— Ég læt hverjum degi nægja
slna þjáningu. Ég held að það sé
alltof mikið álag að vera með ein-
hvern ótta út af framtiðinni og
það sé ekki margt, sem maður
getur ákveðiö fyrirfram.
Viltu búa úti á landi i framtiö-
inni?
— Það vil ég helzt, en einhvers
staöar, þar sem ég er nálægt leik-
húslifinu. Ég held mig langi mest
til að eiga stóran búgarð.
Myndir þú vilja vinna utan-
lands?
— Já, það væri allt i lagi, ef ég
aöeins gæti notið sumarsins
hérna heima. Helzt vil ég búa i
Norrland. Ég vil að minnsta kosti
ekki missa af Jónsmessunni. Ég
skil ekki fólk, sem æðir til
Mallorka, þegar það getur haft
það svo yndislegt hérna heima.
22 VIKAN 29. TBL.