Vikan

Issue

Vikan - 19.07.1973, Page 28

Vikan - 19.07.1973, Page 28
Stuðlabergsstóll úr íslenzkum viði Fyrir nokkru kom á markaðinn sérstæður stóll. Stóllinn fer afskaplega nærri sem hægt er að kalla al-íslenzk fi amleiðsla. I fyrsta lagi er hann teiknaður með íslenzkt stuðlaberg i huga, en þess má geta, að Þjóðleikhúsið er einnig teiknað með stuðlaberg í huga. I öðru lagi er hann að mestu gerður úr íslenzkum hráefnum, birki úr Hallormsstaðaskógi og Álafossáklæði. I þriðja lagi er stóllinn smíðaður og hannaður á fslandi, meira að segja i Stykkis- hólmí. I fjórða lagi eru margar þeirra véla, sem notaðar eru við framleiðslu stólsins, uppfundnar og teiknaðar af ísiendingi, þeim sama og teiknaði stólinn og á hús- gagnagerðina. Maðurinn, sem hér um ræðir, heitir Dagbjartur Stígsson. Hann stofnaði árið 1969 húsgagna- gerðina Atón í Stykkishólmi og hefur verið stjórnandi og eigandi fyrirtækisins frá upphaf,i. Fyrir- tækið er einkum þekkt fyrir sófa- sett og ruggustóla sem eru að mestu gerð úr renndum einingum. Dagbjartur hefur lagt mikla áherzlu á að framleiða úr íslenzkum hráefnum, birki og lerki frá Hallormsstað. Samvinna er fyrirhuguð milli Aton og Skóg- ræktar ríkisins um áfram- haldandi nýtingu birkisog lerkis, að því marki, sem grisjun skógar- ins leyfir Hefur Dagbjartur teiknað vélar, sem frumvinna viðinn í Hallormsstaðaskógi. Fyrir nokkru var opnuð sýning á framleiðslu Atons í J L-húsinuað Hringbraut 121, Reykjavjk, í til- efni að því að Jón Loftsson h/f tók að sér dreifingu frá Aton á Stór- Reykjavíkursvæðinu og opnaði Dagbjartur Stigsson og stuðlabergs-stóllinn. sérstaka söludeild með hús- gögnum frá Aton. Á sýningunni var mest áherzla lögð á sófasett og ruggustóla úr renndum ein- ingum. Ruggustólarnir eru með íslenzkum gærum eða selskinni. Einnig er þar til sýnis ný gerð vegghúsgagna, sem géfa mögu- leika á f jölbreytni í innréttingum. Aðspurður sagðist Dagbjartur vera mjög ánægður með sýning- una og að hann ætlaði að halda áfram á þeirri braut að teikna sjálfur framleiðslu húsgagna- gerðar sinnar. VOLKSV Nýlega kynnti Hekla h/f nýja gerð Volkswagen. Nýja gerðin heitir Passát og kemur að nokkru í staðinn fyrir VW 1600 sem hætt verður að framleiða. . Þessi nýi Volkswagen er að mörgu leyti athyglisverður bíll, og skulu hér rakin nokkur tækni- leg atriði: Vélin: Hann er fáanlegur með þrenns konar vélum: 60 hestafla din, en din er hestöfl komin til hjóla, og mun þá einkum átt við, að kælingin tekur ekki afl frá vél og nýtist því afl vélarinnar betur. Hámarkshraði 148 km/klst., benzíneyðsla ca. 9.1 á 100 km. Viðbragð frá 0-100 km á 17,5 sek. 75 hestöfl din hámarkshraði 160 ■fcm/klst., benzíneyðsla ca. 9,3 á 100 km. Viðbragð frá 0-100 km á 13,5 sek. 85 hestöfl din hámarkshraði 170 km/klst., benzíneyðsla ca. 9,3 á 100 km. Viðbragð frá 0-100 á 12,5 sek. Til eru 9 mismunandi gerðir af Passat. Það eru: Passat og Passat „L" sem nota 60 hestafla vélar. Passat ,,S" sem notar 75 hestafla vél. Passat „LS" notar elnnig 75 hestafla vél. Passat „TS" notar 85 hestaf la vél. Passat Variant og Passat Variant „L".nota 60 hest- afla vélar. Passat Variant „S" notar 75 hestafla vél og Passat Variant „LS" notar 75 hestafla vél. Variant er eins konar station-út- gáfa af venjulegri gerð Passat. Allar gerðir eru fáanlegar, bæði tveggja og fjögra dyra. Hemlakerfið er tvöfalt með 28 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.