Vikan

Útgáva

Vikan - 19.07.1973, Síða 48

Vikan - 19.07.1973, Síða 48
MIG DREYMDI BRÚÐARKJÓLL Kæri draumráðandi! Ég er hrifin af strák og var að hugsa um hann kvöldið áður én mig dreymdi þennan draum. Um nóttina dreymir mig, að ég sé búin að kaupa mér brúðarkjól og ætli að fara að gifta mig. Ég held, að það hafi verið áðurnefndur strákur, sem ég ætlaði að giftast. Svo finnst mér ég vera inni í herberginu mínu aðmáta kjólinn. Þetta var síður kjóll, gulurá lit, en ég er yfirleitt ekki hrifin af gulu. Þegar ég stend fyrir framan spegilinn, kemur mamma inn. Henni lízt eitthvað ekki vel á kjólinn.,, Jæja, kannski ég hætti þá bara við þetta", segi ég. En það vill hún alls ekki og segir að þetta muni allt blessast vel. Og þá varð draumurinn ekki lengri. Ég vona að þú getir ráðið eitthvað í þetta fyrir mig. Með fyrirfram þökk. Jóna á Akureyri. Það er liklegt að þú verðir fyrir einhverju smávægi- legu tjóni, sem þú tekur nær þér en ástæða er til. Móðir þín muii bæta þér skaðann, sem er langt frá því að vera alvarlegur. RIFRILDI Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður , en oft hugsað um að gera það og nú ætla ég að láta verða af því. Þetta er kannske ekki neitt sérstakur draumur, en mig langar til þess að vita hvort hann boðar eitthvað. Ég var stödd með vinkonu minni i laugunum. Ég er að fara út í skýli og þá kemur kona, sem ég kannast við, og rekur mig upp úr. Ég skammaðist við hana.. Svo breyttist umhverfið og ég var sfödd í húsinu, sem ég átti heima í til ársins 1969. Þar hitti ég konuna aftur og fannst mér hún eiga heima í íbúðinni, sem ég bjó í í 10 ár. Mér fannst það sama og gerðist í laugunum endurtaka sig og konan rak mig út. Ég fór niður í hjólageymsluna og þar fannst mérallt vera eins og það var, þegar ég átti heima þar. Þá fór ég allt í einu að segja vinkonu minni, að á þessum stað hafi ég alltaf verið í mömmuleik árið sem pabbi dó, en þá var ég átta ára. Þá kom konan aftur við förum aftur að rífast og við það vaknaði ég. S.l. Þaðerekki þægilegtað dreyma endalaust rifrildi, en þessi draumur boðar þér ekkert slæmt, því máttu treysta. Hann er fyrir einhverjum gleðitíðindum, sem koma þér þægilega á óvart. SPRENGJUFLUGVÉL. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum. Ég er í skóla úti á landi og er að Ijúka honum og hef spurt nokkrar skólasystur mínar, hvað þetta boði og þær sögðu mér að skrifa þér. Mig dreymdi, að ég sæi flugvél f Ijúga í loftinu og hún varpaði niður sprengju. Þegar spreng jan sprakk, rann frá henni glóandi hraun. Ég og systirmín vorum inni í rútu og sáum rennslið. Ég stökk út og bað hana að f lýta sér, því að rennslið færðist nær. Hún komst út áður en rennslið kom að bilnum og ég vaknaði við það, að við vorum báðar komnar heim , heilar á húfi. Með fyrirfram þökk- E.Vi Þér finnst þú sennilega hafa þurft að bíða lengi eftir svari, þegar draumurinn þinn birtist og ekki sízt vegna þess, að sennilega er hann nú löngu kominn fram. Þessi draumur er greinilega fyrir einhverju, sem þið systurnar upplifið í sameiningu og okkur þykir trúlegast, að þið vinnið saman í sumar og standið ykk- ur vel! SKÍRN í KVIKMYNDAHÚSI. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu og hann er svona: Ég var stödd í kvikmyndahúsi og ætlaði að fara að horfa á kvikmyndasýningu. Áður en sýningin hófst, átti að skíra barn, sem ég átti. Það var strákur, klæddur í hvítan skírnarkjól. Ég fór með bgrnið inn í klefann þar sem aðgöngumiðarnir eru seldir og þar var hann skírð- ur. Þó var engu vatn'upusið á höfuðið á honum. Hann var dökkhærður með brún augu og dökkur á hörund. Þegar búið var að skira barnið, retti ég vinkonu minni það en hún atti lika krakka þarna. Ég fór svo inn í áhorfendasalinn til þessað ná mér í sæti. Þá kallar á mig strákur og bíður mér sæti hjá sér og þessi strákur er með brún augu og dökkur á hörund. Ég þekki þennan strák. Hann er með mér í bekk i skólanum og við höfum alltaf verið hálfgerðir óvinir. Ég sezt hjá honum og hann fer að reyna eitthvað mig og ég tók því ekkert illa. Annars hef eg alltaf verið svolítið feimin við stráka. Kæri draumráðandi. Viltu vera svo góður að ráða þennan draum fyrir mig. Ég hef einu sinni skrifað þér' áður, en þá var draumnum mínum ekki sinnt. Vertu blessaður. Ein að norðan. Böl er að þá barn dreymir nema sveinbarn sé og sjálfur eigi. Þannig réðu formæður og forfeður þá drauma, sem börn komu fyrir í og ætti. þvi að vera óhættað spá þér öllu góðu í framtíðinni. Okkur líkar þó ekki alls kostar sá gifurlegi áhugi sem þú hafðir á kvikmyndum í draumnum og teljum það tákna að einhverjartafir verði á því að þú náir settu marki.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.