Vikan

Tölublað

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 28
Lög unga fólksins „Lög unga fólksins” er líklegast sá þáttur, er hvað mestra vinsælda nýtur af öllum föstum þátt- um Rikisútvarpsins. í næstum tvo áratugi hafa tán- ingar hvers tima komið sér fyrir i nágrenni út- varpsviðtækja, þegar ,,Lög unga fólksins” hafa verið á dagskrá. Reyndar hefur þátturinn ekki allt- af heitið ,,Lög unga fólksins,” þvi sögu hans má rekja til annars þáttar, sem fluttur var i fyrsta skipti 19. mai 1954 undir stjórn Jónasar Jónassonar og hét „Léttir tónar.” Það var á þeim árum, sem Ingibjörg Smith var hvað vinsælust, þó að fáir kannist við það nafn nú. KK-sextettinn var þá vin- sælasta hljómsveit landsins og Óli Gaukur tiltölu- lega nýkominn fram á sjónarsviðið. Af erlendum lögum má nefna lög eins og Mambo Italiano, David Crocket, Sixteen Tons og Happy Wonder, sem nutu geysimikilla vinsælda. „Léttir tónar” gengu i eitt ár, og á þeim tima bár- ust 10 þúsund bréf. í siðasta þættinum söng stjórn- andinn, Jónas Jónasson, i fyrsta skipti i útvarp og söng þá lag sem heitir Jónas minn og var textinn sendur honum af einum hlustenda þáttarins. Á árunum 1956-58 var „Þriðjudagsþátturinn” mjög vinsæll. Um hann sáu þeir Jónas og Haukur Morthens. Það var einnig óskalagaþáttur. t þeim þætti kom Helena Eyjólfsdóttir fyrst fram, og þá • voru Nina og Friðrik kynnt útvarpshlustendum. Árið 1959 hófu svo „Lög unga fólksins” göngu . sína, sem staðið hefur siðan. Fyrsti stjórnandi hans var Haukur heitinn Hauksson blaðamaður, og siðan hafa margir stjórnað þættinum. Kveðjurnar eru orðnar margar, sem stelpur fyrir norðan eða strák- ar á rauðum jeppum hafa fengið á þessum árum og bréfin til þáttarins komin vel yfir hundrað þúsund. Þau sem nú stjórna „Lögum unga fólksins,” heita Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir og Sigurður Tóm- as Garðarsson. Vikan ræddi stuttlega við þau fyrir skömmu. „Eg hef ofsalega gaman af þessu” segir Sigurður Tómas Garðarsson Siguröur Tómas Garöarsson hefur séð um Lög unga fólksins annan hvern þriöjudag síöan i janúar 1972. Á meðan hann var i Verzlunarskólanum, rak hann ferðadiskótek, en er nú sölumaö- ur hjá verzlunarfélaginu Festi. Sföastliðinn vetur kenndi hann við Gagnfræöaskólann i Keflavík. Hann er 23 ára og sama sem gift- ur. — Hvernig stóö á, að þú tókst þáttinn aö þér? — Ég labbaði einhvern tima niður I Útvarp og spuröist fyrir um störf þar. Ég lét þá hafa nafn- iö mitt, þvi þá var ég allur i diskó- tekbransanum. — Hvers vegna ertu meö þátt- inn? — Ég hef bara alveg ofsalega gaman af þessu. — Hvað hefur þú aöallega I huga, þegar þú velur kveðjurnar, sem þú lest? — Ég tek alltaf lögin, sem flestar beiönir eru um. Þaö eru nokkur lög, sem hafa greinilega yfirburöi yfir önnur lög, hvaö vin- sældir snertir. Siöan vel ég lög, sem eru ný og fersk. Ég ies stutt- ar kveöjur frekar, og les ekki kveöjur, sem eru klúrar og ógeös- legar. En þaö berast alltaf nokkr- ar svoleiðis. 28 VIKAN 39. TBL. — Hefur einhvern tima vantað kveöjur I þáttinn? — Nei,, aldrei. Ekki siöan ég byrjaði. — Hefur einhvern tima legiö viö þvi? — Nei, það er ekki hægt að segja þaö. En um leiö og skólar byrja eöa enda, I jóla- og páska- frium fækkar alltaf kveðjum. Hápunktar eru á miðju sumri, frá miöjum september fram undir jól og frá miöjum janúar fram eftir vori. — Ef beðiö væri um lag, sem Ragnar Bjarnason geröi vinsælt fyrir tiu árum, myndir þú spila þaö? — Nei, svoleiöis lög eru ekki lög unga fólksins. Þaö koma iöu- lega bréf með bón um aö spila eitthvaö t.d. með Ómari Ragnarssyni, en ég geri þaö ekki. — Er nógu mikið gert fyrir ungt fólk i Útvarpinu? — Já, upp á siðkastiö. Þaö eru komnir margir góöir poppþættir. — Attu einhverja uppáhalds- hljómsveit eöa tónlist? — Eg hlUsia 'mikiö á Poul Sim- on. Yes og Beach Boys. — Hefuröu eitthvert sérstakt tómstundagaman? — Ég ver mestum hluta tóm- stunda minna 1 ao siappa af inni i stofu og hlusta á músik. Svo er ég orðinn áhugamaöur um kartöflur og er búinn aö vera I tvö ár meö garö I Njarðvlkunum. — Finnst þér þú vera einhverju nær um ungt fólk, eftir aö hafa séö um þáttinn I þennan tima? — Nei, þaö get ég ekki sagt. — Eru islenzk lög vinsælli en erlend?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.