Vikan

Tölublað

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 47

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 47
og óskaði þess innilega, að hann vildi nú fara sem fyrst. Þau stóðu I dyragættinni. Harley hallaði sér 1 áttina til hennar og hún varö hálf óttasleg- in. — Harley! Raymond McBride kallaði til bróður sfns. — Ég kem, ég kem. Jæja þá, Bambi litla. Ég vona að þú getir nú veriö rólegfyrir þvi, eða þeim, sem þú ert að flýja undan, Hún horfði eftir vörubflnum, sem nú var að komast út i um- ferðina og hana langaöi helzt til að hlaupa á eftir honum. Óttinn lagðist nú að henni . . . því eða þeim, sem þú ert að flýja undan. Þaö eina sem hún hafði nú, voru þessir fatalarfar og miðinn með nafni ókunna mannsins. Var hún að leita hans, eöa var hún að flýja undan honum? En það var bjána- legt að hugsa að nokkur maður skrifaði nafnið sitt, ef hann vildi ekki láta hafa upp á sér. Ég er einmana. Ég er samt á öruggum stað. Hvað á ég að gera? A ég að hringja til lögregl- unnar? Hún lagöist á rúmiö. Henni fannst hún hafa alveg skýra hugs- un. Hún fann ekki lengur fyrir tómleikanum. Hún mundi nú eftir ýmsu. Hún mundi eftir ljósu hári Harleys, striðnislegu augunum og sólbrúna andlitinu. Hún mundi eftir Raymond og óhreinu svunt- unni, vörubflnum, óendanlegri eyðimörkinni og fjallinu i fjar- lægð. Hún sá fyrir sér fallega garðinn I Florence, já, hún mundi eftir sögunni um rádýriö, sem Harley hafði sagt henni. En hún hafði ekki greinilega mynd af sinu eigin andliti og allt sem skeö hafði fyrir þennan morgun var fyrir henni sem lokuð bók. Hún hlaut að hafa sofið mestan hluta dagsins, þvi aö það var farið að rökkva. Hún þvoði sér I fram- an og reyndi að þvo hárið, meö litlum sápumola, Hún dró fyrir gluggann og kveikti ljós. 1 stóra speglinum gat hún nú séð sjálfa sig alveg niður að hnjám . . . m jög granrivaxna konu . . . stúlku? Hún gat ekki gert sér grein fyrir aldr- inum — kannski milli tvitugs og þritugs? öörum megin á hálsin- um var hún með fæðningarblett. Henni fannst mjög óþægilegt aö athuga þessa framandi persónu, sem hún gat ekki komið fyrir sig. Hún vaföi um sig handklæöinu og sneri sér frá speglinum. Svo kom hún auga á simaskrá, sem lá á boröinu. Hversvegna hika ég?Hún tók í sig kjark og fór aö fletta skránni. Leitaöi aö flug- stöðinni, fann númerið og flýtti sér að velja það, áður en hún hafði tlma til að hugsa sig um, en vonaði næstum, að ekki yrði svar- að. Það tók smástund að finna Michael Deverux höfuösmann og hún var að því komin að leggja á. Hún vissi ekki hvaö hún átti að segja við manninn, hún varð að finna eitthvaö, áöur en hann kæmi I slmann . . . — Halló. — ... Devereux höfuðsmaður? — Já. — Devereux, ég er I þörf fyrir hjálp. Ég hefi verið að velta þvi fyrir mér, hvort þér kannist við einhverja manneskju .manneskju, sem hefur horfið . . . Hjartaö baröist I brjósti hennar og hún fékk hellu fyrir eyrun, svo hún heyrði varla, það sem hún sagði sjálf. — Hver eruð þér? — Getum . . .getum við ekki sett okkur mót einhversstáðar? Henni fannst sjálfri að þetta hljómaði bjánalega, hvaö skyldi honum þá finnast? — Hvað I. . . Röddin var dimm og óþolinmóö. — Devereux höfuðsmaður, það er mjög áríöandi fyrir mig, að hitta yður. Ég veit, að þetta hljómar undarlega, — en . . . ég komst að nafni yðar og ég . . . ég verð að hitta yður. Það þarf ekki að taka svo mikinn tlma. Röddin I simanum var hljóðn- uö. — Devereux höfuðsmaöur, eruð þér þarna ennþá? Svarið kom eftir óþægilega langa þögn og hiin heyrði varla til hans. Það var eins og hann ætti erfitt um mál, annað hvort af undrun eða tortryggni. — Laurel? — Þekkið þér mig? Ó, guði sé lof ... sjáið þér til. . . ég veit ekki hver ég er ... hver ... — Hvar ertu? — Ég er á gistihúsi sem heitir Sunny Rest, herbergi númer fjórtán. Ég veit ekki hvað gatan heitir, en ég get gáð að þvl I sima- skránni. — Það skiptir ekki máli, ég hef upp á þér. Ég kem eftir hálftlma. Og Laurel? - Já? — Vertu kyrr þar sem þú ert. Og svo lagöi hann á. Hún settist á rúmið. Laurel, Laurel. Nafniö sagði henni ekki neitt og andliti ð I speglinum varð ekkert kunnugra. Frh.Inæsta blaði. BILLIE HOLIDAY_______________ framhald af bls. 21 Hvert kvöld: hvft gardenia og hvltt duft Jimmy yfirgaf Bíllie og hún varð stööugt háðari eiturlyfjum. ,,En þetta tvennt á ekkertskylt og það er ekki Jimmy að kenna að fór sem fór...” Hún fékk sér nýjan elskhuga, sem útvegaöi henni ópium og þegar amma hennar lézt, sagði hún viö hann: — Þú verður að banna mér að láta þetta eftir mér, þvl að þú ert sá eini, sem ég á eftir. Slíkt á aldrei að segja við þann, sem maöur elskar. Það vekur einungis ótta. Og Billie var ekki snjallur stjórnandi. ,,A hverju einasta kvöldi færðu þeir mér hvltar gardeniur og hvltt duft”. A meöan hún entist, gerðist ekkert sérstakt. En húri lagöist inn á dýrasta sjúkrahús New Yorkborgar til þess aö læknast af eiturlyfjaneyzlunni. Hún fékk bót meina sinna og það kostaði 2000 dollara. En þegar Billie Holiday, heilbrigö Lady Day — gekk niður tröppurnar á sjúkrahúsinu, ham- ingjusöm — þá stóö lögéeglan fyrir neðan og beið hennar. — Mennirnir, sem fylgdu henni á söngferðalögum hennar — sagði ákærandinn við réttarhöldin, „dreifðu eiturlyfjum og borguðu milli eins og fimm dollara fyrir samá magn og þeir létu hana borga hundraö til tvö hundrað dollara fyrir. Fangelsi. Einangrun og óþæg- indi. En: ,,Eg fékk áhuga á prjónaskap og það hjálpaöi mér til aö halda vitinu.” Lady Day með prjóna — aö hugsa sér annaö eins. 3500 áheyrendur Og svo kom hún aftur. Hún hélt tónleika I Carnegie Hall fyrir fullu húsi, 3500 manns. Og á sviðinu söng Billie Holiday um llfiö, sem hún hafði lifað, og hún haföi gardenlur I hárinu. „Hve ofthef ég staðið fyrir rétti I llfinu? Það var fyrst, þegar ég var tlu ára, svo einu sinni, þegar ég var f jórtán ára og þó nokkrum sinnum slðan. Einu sinni, þegar ég vann á 52. götu kom sauma- kona meö ódýran klæönað og ætlaöi sér að fá meira fyrir hann, en henni bar. Við fórum að rífast út af þvi. Hún kallaöi mig öllum illum nöfnum og ég varð svo reið, að ég stakk höfðinu á henni niöur 1 salejrniö og sturtaði niður.” Þaö er augljóst, aö Billie vissi hvert stefndi, þegar hún sagði: ,,Ég hét sjálfri mér þvl, að nú væri afskiptum mlnum af karl- mönnum lokið fyrir fullt og allt”. Þá hitti hún Louis McKay. My man. En það gekk ekki of vel. Aftur og aftur var Billie hand- tekin fyrir eiturlyfjaneyzlu — oft án þess að nokkuð væri sannaö á hana. Á háhæluðum skóm steig hún upp t hvern lögreglubilinn á fætur öðrum og með sér hafði hún chihuahuahundinn sinn, sem hún kallaöi Pepi. Pepi var kalt I fangaklefanum, svo að Billie sveipaöi hann innan I minka- pelsinn sinn — og hún grét. Enginn getur sungið orðin „hungur” og „ást” á sama hátt og hún. 39. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.