Vikan

Tölublað

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 46
iklæddist hún svartri kápu og starði þögul út á sjóinn, og þá fannst henni, sem fjarvera henn- ar heföi vakið móðgun og nær- veru hennar saknað. Þegar faöir hennar var farinn, var hústð lika á förum. Þaö brak- aði i huröum og þær sátu fastar, þakhellurnar skröltu i vindinum og sumar fuku burt og ollu leka. Það kom mygluþefur i stofurnar og oft lágu visin lauf I forstofunni. Sandurinn fauk inn i garöinn fyrir framan húsiö og færöi gras og blóm I kaf. Hún varð gömul, en þó ekki á venjulegan hátt. Hárið varö fyrst grátt og siðan hvitt, og beina bak- ið bognaði, en andlitið tók aldrei á sig neinar ellihrukkur. Fimmtug var hún ungleg og einkennileg út- lits. Fólki fannst hún skrýtin að haf- ast viö i þessu hrörlega húsi, og leiddi hana hjá sér, en þvi kunni hún vel. Það mikilvægasta i henn- ar augum var aö vitja helgistað- arins við sjóinn. Þar hafði hún eisk^ð og dreymt og nú stóð hún þar þögulan vörö. Tuttugu og þremur árum eftir sumarið, fann gamall maður hana, þar sem hún lá fram á klettabrúninni þaðan sem einstig- ið lá niður. Húh haföi vitaö, aö hann mundi koma og hafði þvi farið að heiman i dögun, en hafði ekki haft mátt i sér til að komast siöustu skrefin. Ennþá er húsiö þarna, eða þaö sem eftir er af þvl, hálfhrunin rúst, hálfsokkin i sandinn, augna- laus, þaklaus og eyðileg. Og enn er skútinn þarna, óbreyttur engu siður en hún var. Einn dag, sjötlu árum seinna, gengu sex manns inn i skútann og settust þar að, til þess að láta fara vel um sig I sólinni. Eftir sjóbaðið settist fólkið að hádegisverði i hellismunnanum. Eftir hádegis- verðinn fór það 1 sólbaö og spark- aði knetti á milli sin og siðan aftur i sjóinn. Eftir tedrykkju siðarr um daginn fóru stúlkurnar að taka saman dótið, en karlmennirnir lágu i leti, reykjandi. Þetta hafði verið fagur góðviðrisdagur og enginn talaði neitt nema sölu- maðurinn i hópnum. — Ég keypti landakort I morg- un. Það er dálitið skemmtilegt. Þessi skúti, sem við erum i er kallaöur Cotty-skútinn. Hann breiddi út kortið og benti með blý- antr. Þið getið þekkt það á klettin- um, sem skagar út i sjóinn. — Hver klettur og steinn hér á sér sérstakt nafn, sagöi ungi eig- inmaðurinn og kikti á kortiö. — Fáðu mér handklæðið þarna, Dawe. Ljóshærði maðurinn reis við. Hann hafði verið næstum sofnað- ur og að þvi kominn að dreyma, en heyrði samt til hinna. Hann svaraði: — Mér er úá- kvæmlega sama, hvað skútinn er kallaöur, ef ekki verður fariö að giröa hann af og segja, að hann sé eign einhvers, sem heitir Cotty. Skrýtið nafn. — Það er fariö að hvessa ofurlitið. Skrýtiö nafn Cotty. Það var dautt i plpunni hans. — Og sjórinn, sagði sölumaö- urinn. Við verðum aö fara að flytja okkur. — Okkur er alveg óhætt, sagði Dawe. — Ég veit um eitthvert einstigi hérna. Nú varð þögn, þangaö til önnur systirin kom út úr hellinum. — Viljið þið sjá, hvað ég fann, sagði hún. — Ég hengdi sundskýluna mina á hilluna og þetta festist i henni. Hún sýndi þeim greiðu. Greiðan var gömul og full af sandi og það var fallið á silfriö á skaftinu. — Þetta sýnist býsna gamalt, sagði sölumaðurinn. — Hún hlýt- ur að vera búin að liggja þarna árum saman. — Já, býsna mörg ár, sagði stúlkan. — Og lagið á henni er ansi fornlegt. — Er vert að taka hana með sér sem minjagrip? — Nei, þaö er ekki mikiö gagn I henni. Þaö væri kannski hægt að hreinsa hana upp, en... Hún þagn- aði og leit á Robert Dawe, sem horfði á greiðuna. Augun I honum voru einkennileg á þessari stundu, guidröfnótt i sjáaldrinu, blikandi, framandleg og gömul. — Ég mundi láta hana eiga sig, sagði hann. Það er aldrei að vita nema einhver komi aö vitja henn- ar. Sólin var horfin að skýjabaki og skútinn varö allt I einu kaldur og litlaus. Stúlkan skalf ofurlitið. Augu Dawes störðu á sjóndeildar- hringinn, þar sem enn blikaði á sjóinn. Um hvaö hafði hann verið að hugsa, þegar hann valt út af? Það voru einhverjar einkennileg- ar sundurlausar hugsanir, sem hann átti ekki eiginlega sjálfur... Honum fannst sem hann væri ný- búinn að gleyma einhverju og mundi nú aldrei framar muna þaö. Hann var niðurdreginn, af þvi að nú hafði hann týnt ein- hverju fyrir fullt og allt. Stúlkan hörfaöi aftur inn I skút- ann. — Gott og vel. Ég ætla þá að skilja hana eftir. Ég hef ekkert gagn af henni, hvort sem er. Nú á dögum trúir enginn á drauga. Eins og öll önnur hjátrú hafaþeir fengið eöliiegar skýring- ar eða komizt úr tizku. Og vist er um það, aö enginn hefur vitjað ryðguöu greiðunnar i skútanum. En sumar nætur, þegar tunglið er hátt á lofti og sjórinn ládauður og þöguli, nema þessi litla brim- rönd, og sandhólarnir eru hvitir og klunnalegir og svarta kletta- brúnin er eins og heil röð af lif- andi andlitum — þá getur verið, að eitthvað af ungfrú Cotty — kannski ekki afturgangan henn- ar, en einhver mynd af vökunni hennar, einhver hluti af ungmeyj- aranda hennar — grúfi þarna yfir skútanum, eins og bergmál af hégóma lifsins og endurminning um þjáningu. 6 ÁRA DEILDIN framhald af bls. 25 um skölum kenna tveir kennarar saman I sex ára deildum og það auðveldar þeim aösinna einstakl- ingsþörfum barnanna. Hlutverk sex ára deilda er aö brúa bilið milli leik- og skólatimabilsins i lifi barnsins og tryggja þvi mögu- leika á að þroska hæfilejka sina alhliða. Tilgangur þessa spjalls var ekki að veita tæmandi upplýsing- ar um nám ýngstu barnanna i skólanum, en von okkar er þó sú að það hafi svalað forvitni ein- hverra og vakið forvitni annarra á þvi starfi, sem hvaö mest alúð er lögð við I skólum landsins. HVER ER LAUREL? framhald af bls. 19 fyrir mig. En ef ég verö svo nota- legur viö þig, aö leyfa þér aö aka meö mér, þá ættirðu að láta þér þaö nægja. Það var ekki gott, ef hún lenti i deilum viö þessa einu mannveru, sem hún gat hallað sér aö. Henni fannst hún yrði aö halda dauða- haldi i þessa öryggisskimu og þaö var eins og óttinn elti hana, ein- hversstaðar á bak viö bilinn, til aö læsa i hana klónum, þegar hann skildi hana eftir vegalausa I Phoenix. I huganum reyndi hún að vikja sér undan veruleikanum og þvi hve vonlaust ástand hennar var, vaxandi óttanum gagnvart Phoenix og þessum Michael Devereux. Hún vissi vel, aö hún var aö blekkja sjálfa sig og að hún, von bráðar, yrði að horfast I augu við veruleikann. Harley stöðvaði bflinn fyrir framan gistihús I Phoenix. „Sunny Rest” hét það. A auglýs- ingaspjaldinu stóö, aö þarna væri loftkæling, sjónvarp og simi. Matstofa. Herbergi til ieigu. Það húkti þarna og lét lltiö yfir sér, miili gistihúsa i glæsilegum gler- höllum, þar sem sundlaugar blöstu við fyrir framan stórar verandir. „Sunny Rest” var eins og fátæki ættinginn i stóra húsinu. — Býr bróðir þinn hér? — Hann á þennan stað. Ég kem fljótlega aftur.' Og svo flýtti Harley sér út úr bilnum og gekk inn um dyrnar, sem voru merktar „matstofa”. t einum glugganum var litil auglýsing og á henni stóð: „Þjón- ustustúlka óskast”. Hún horfði lengi á þetta, áður en henni var ljóst, hvað hún var aö hugsa. Hún þurfti svo nauðsynlega að fá tima til umhugsunar, til aö vita hvern- ig hún átti að mæta þessúm vand- ræðum sinum, áður en hún hitti þennan Michael. Hún haföi ekki haft neinn tima, til aö hugsa hvernig hún ætti að haga sér, en það gat verið, að hún gæti sjálf leyst vandamái sin, aðeins ef hún fengi tima til þess. Hún elti þvl Harley inn á mat- stofuna og sá, sér til léttis aö þar var enginn annar en hann og sveittur maöur með óhreina svuntu bak við barborðiö. — Hvaögetég gert fyrir yður, ungfrú? sagði maðurinn. — Hún er með mér, Ray. Harley settist á háan barstól, hin- um megin við borðið. — Heyrðu mig nú, Harley. Þú skalt ekki láta þér detta i hug, að þú fáir afdrep fyrir vinkonur þin- ar hér. Það hef ég sagt þér fyrir löngu siðan. — Raymond! Þessi stúlka villt- ist I eyðimörkinni og hún fékk að sitja I hjá mér. Er það ekki rétt, Bambi litla? Þetta er hann vondi stóribróöir minn. Aöur en hún missti algerlega kjarkinn, flytti hún sér aö spyrja,- hvort hún gæti ekki fengiö þessa stöðu, sem auglýst var i gluggan- um. Hún sagðist ekki þurfa annað en húsnæði og fæði, þangað til hún dytti niður á betri vinnu. Ray- mond leit af bróður sinum á hana. Augnaráð hans lýsti áhuga, en lika nokkurri tortryggni. — Já, ég er I þörf fyrir að- stoðarstúlku, sagði hann að lók- um. — Hvað heitir þú? — Maggie, flýtti Harley sér aö segja. — Maggie I^reehope. — Þú getur fengiö herbergi I kvöld og byrjaö að vinna I fyrra- málið. Svo getum viö séö hvernig þú stendur þig. — Hvaða herbergi á hún aö fá? spuröi Harley. — Ég ber þá inn töskurnar hennar, sagöi Harley. — Númer fjórtán, hinum meg- in við hlaöið. Hann rétti Harley lykil, sem hann tók af lyklaborö- inu. Þau flýttu sér að númer fjórtán og Harley opnaöi dyrnar. — Þú hefðir aldrei fengiö her- bergi, ef hann hefði vitað, að þú ert ekki með neinn farangur. En hvers vegna dattþér þetta annars I hug? — Ég þarf svo nauösynlega að fá svolitinn tima til að hugsa um framtiðina. Þakka þér kærlega fyrir hjálpina, Harley. Ég hefi þá að minnsta kosti einhvern sama- stað i nótt. Ég veit ekki hvað af mér heföi orðið, ef þú heföir ekki komið mér til hjálpar, sagði hún 46 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.