Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 42
VINNIWGSHAFAR
iSUMARGETRAUN
VIKUNNAR 1973
1. Ferðtil Mallorka fyrir tvo með
ferðaskrifstofunni tJrval:
Guðrún Rósa Friðjónsdóttir,
Hafnarstræti 53, Akureyri
2. Veiði f Hrútafjarðará og uppi-
hald fyrir tvo i tvo daga i Staða-
skála i Hrútafirði:
Guðbjörg ögmundsdóttir, Ása-
braut 7, Keflavík
3. DBS-reiðhjól frá Fálkanum:
Grétar Jón Einarsson, Kóngs-
bakka 14, Reykjavik
4. Kvöld fyrir tvo á Hótel Esju:
Guðlaug S. Ásgeirsdóttir, Ból-
staðarhlfð 10, Reykjavik
5. Tjald frá Belgjagerðinni:
Finnur Baldursson, Reykjahlíð
4, Mývatnssveit, S-Þing.
6. Bakpoki frá Belgjagerðinni:
Linda Pétursdóttir Hólmavik
7. Svefnpoki frá Belgjagerðinni
Már Guðmundsson, Nýbilavegi
45A, Kópavogi.
votan fjörusand og karlmanns-
augu, sem horföu á hana.
Þegar hún fór niður i fjöruna
næsta dag, beið hann hennar þar.
Hún fékk ákafan hjartslátt. Hann
hafði keypt eða fengið léð önnur
föt, bláa skyrtu, opna i hálsinn og
siðar bláar vaðmálsbuxur. Og
skeggbroddarnir voru horfnir.
Hann laut höfði yfir hönd hennar,
kurteislega.
— Hvernig vissuð þér, aö ég
mundi koma hingað? sagði hún.
— Nú . . . ég kunni ekki al-
mennilega við að fara heim til yð-
ar, en mér fannst ég þurfa að
þakka yður.
— Ég . . . ég sendi i morgun til
að spyrja um yöur, og ég heyrði,
að'þér'væruð farinn að hressast.
En sjálf á ég ekkert þakklæti skil-
ið.
Hann brosti til hennar. — Þar
er ég ekki á sama máli. En það
var heppni, að við skyldum hitt-
ast hérna aftur. Getið þér staðiö
ofurlitið við hérna?
Hún settist niður i hellismunn-
anum, en ekki ósjálfrátt og meö
þokka eins og þegar hún var
þarna ein, heldur stirðlega og
teprulega, eins og hver önnur
piparmey. Hún fann, að hún hafði
verið kumpánleg um of, er hún
heilsaði honum, og var sjálfri sér
gröm fyrir að vera enn að
skammast sin fyrir það.
8. Toppgrind frá Ingþóri
Haraldssyni:
Lára Arnadóttir, Geitlandi 3,
Reykjavik
9. Námskeið i afslöppun og
snyrtingu hjá Heilsulindinni:
Jóhanna Arndai, Hátúni 9,
Reykjavik
10. —13. Kosangastæki frá Kosan-
gassölunni:
Rikarð Sigurðsson, Bjarnhóla-
stig 13, Kópavogi
Katrin Gunnarsdóttir, Aðal-
stræti 39, Þingeyri
Nanna Björnsdóttir, Túngötu 2,
Reyðarfirði
Maria Rós Leifsdóttir, Víöi-
hvammi 26, Kópavogi
14. Konica-myndavél frá
Gevafoto:
Heiga Pálsdóttir, Urðargötu 9,
Patreksfirði
15. —17. Útigrill frá Tómstunda-
húsinu:
Helga Guðmundsdóttir, Bugðu-
læk 18, Reykjavik
Kristrún Kristjánsdóttir, Álf-
heimum 15, Reykjavik
Hiida Sigvaldadóttir, Blönduósi
18. Vindsæng frá
Tómstundahúsinu:
Elin Sigurbjörnsdóttir, Króka-
túni 4A, Akranesi
19. Göngutjald frá Tómstunda-
húsinu:
Bergþór Bergþórsson, Mariu-
bakka 8, Reykjavik.
20. Þríhjól frá Erninum:
Hólmfríður Jónsdóttir, Bræðra-
tungu 7, Kópavogi
21. —25. Daiwa-veiðistöng og
veiðihjól frá Sportvali:
Ólafur Andrésson, Laugabóli,
Mosfellssveit
Björn Karlsson, Laugaiæk 36,
Reykjavik
Guðriður óskarsdóttir, Krist-
neshæli
Hjördís Lindal, Hjarðartungu,
As, A-Hún.
Ólöf R. Zoega, Þiljuvöilum 14,
Neskaupstað
En hún jafnaði sig fljótlega.
Hann hafði einhvers konar aðlaö-
andi framkomu, og hrakningarn-
ir og útivistin höfðu ekki bitið
neitt verulega á hann. Þannig
kom hreysti hans henni fyrir
sjónir. Hann mundi alltaf geta
hrist af sér bæði þreytu og deyfð.
Þessi hreysti hans ólgaði og sauð,
rétt eins og hún ætlaði að gleypa
hana. Hann kallaði hana ungfrú
Cotty og var brátt farinn að tala
við hana eins og konu, sem væri
honum jafnaldra og af sömu stétt.
I fyrstunni hafði henni fundizt
hann lita á hana sem eldri en
hann sjálfur var, en nú sá hann,
að þetta var mis?kilningur. Og
hún varð hreykin með sjálfri sér.
Hann sagðist vera launsonur
baróns eins I Gloucesterhéraði og
einnar vinnukonunnar. Þetta
sagði hann henni kinnroöalaust,
og áður en hún fengi svigrúm til
að láta sér ofbjóða þetta, hélt
hann áfram með sögu 'sina.
Seztán ára gamall hafði hann
strokið aö heiman og farið til sjós
og i tólf ár hafði hann flækzt um
allan heim. Þá væri hann 28 ára,
hugsaði hún. Hún fór að draga 28
frá 35, en hætti fljótt við það. Mér
ætti að geta verið sama um það,
hugsaði hún.
Kannski var þetta vegna þess
að hann virtist hafa áhuga á
henni. Björtu augun hans viku
ekki frá henni. Hún vissi ekki,
hvort hún ætti að taka sér þetta til
inntekta eða bara hafa gaman af
þvi, eða lita á .að með fyrirlitn-
ingu. Hann var nú bara sjómaður.
Og hann var ekkert nærgöngull.
Hún fann, að rödd hans hafði
áhrif á hana, svo að hún varð
ýmist móðguð eða full samúðar.
En einhvern veginn lét hugur
hennar smám saman undan.
Þau töluðu saman i heilan
klukkutima, en þá áttaði hún sig
og stóð upp, en hann spurði, hvort
hann mætti koma aftur. Aöur en
hún vissi af, var hún búin að
svara þvi játandi. Hann kyssti á
hönd hennar, og stikaði siöan
burt, og skildi h ma eftir þögula i
sandinum.
Þetta kom mér svo á óvart. Ég
bjóst ekki við honum. En á morg-
un veit ég vissu mina. Á morgun
verður þetta öðruvisi. Ef ég held
honum nægilega frá mér, getur
hann- íð skemmtilegur . . . einn
eða tvo daga i viðbót. Lengur get-
ur hanr sjálfsagt ekki verið
hérna. Alveg gleymdi ég að
spyrja hann að þvi. Kannski verð-
ur hann ekki einu sinni hér á
morgun . . .
Þetta var heimskulegt, af þvi
að það gerði hana veikari fyrir.
Og hann varð um kyrrt. Auövit -
að varð hann kyrr. Eins og utan
við sig spurði hún hann spurn-
inga, en hann svaraði hiklaust.
Hann ætlaði að verða hérna eitt-
hvaðenn. Hvaðsnertipeninga, þá
hafði hann haft einhverja i beltinu
sinu, og þegar hann væri búinn að
eyða þeim, færi hann gangandi til
Plymouth. Hann var orðinn upp-
gefinn á sjónum og vildi breyta
til.
Þennan dag, þegar nokkuð var
tekið að draga úr rtolti hennar,
spurði hann hana um hana sjálfa,
og i stuttorðum setningum sagði
hún honum það, sem hann langáði
að vita. Hann virtist ekki hafa séð
neina henni lika áður. Hún var
ekki lagleg . . . nei. En hún var
hávaxin og með einhvern yndis-
þokka og hæg og róleg, fannst
honum. En fyrst og fremst var
hún dama og jafn flekklaus og
blóm, sem er ræktað undir gleri.
Hún var svo ólik feitu, heimsku
móður hans og hávaðasama föð-
urnum. Hann hafði hitt allar kon-
ur, sem hann kærði sig um I
hundruðum hafna um allan heim
— en aldrei neinni, sem liktist
ungfrú Cotty.
Hann kom næsta dag og þar
næsta og enn næsta. Þetta fóru að
verða regluleg stefnumót. Klukk-
an tvö eða þrjú eða fjögur. Hann
fór að kalla hana ungfrú Laviniu.
En hún kallaði hann aldrei neitt
við hann sjálfan. Stolt hennar var
á undanhaldi. Hún hugsaði ekki
lengur um umgengnisvenjur.
Yfirleitt hugsaði hún nú orðið
helzt ekki neitt, að minnsta kosti
ekki skipulega ... og allt öðru visi
en hún hafði áður hugsað.
Þau stóðu venjulega við þarna
iklukkutlma. Stundum töluöu þau
allan timann, en stundum mæltu
þau varla orð frá vörum. Hann
sagði henni frá sjónum. Frá Mar-
seille. Frá ljónaklettinum I
Gibraltar, grisku eyjunum og
safirbláu Karibahafinu. Frá
malajalöndum, þar sem húsin
voru byggð á stólpum úti I sjón-
um, frá ópiumknæpunum I Singa-
pore.
Oftast hallaði hún sér upp aö
klettinum og hlustaði á þetta með
lokuð augu, og nú leið henni vel og
allt stolt var gleymt og grafið. Og
alltaf horfði hann á hana. Stund-
um brostí hún og stundum rak
hún upp skellihlátur, og liktist þá
alls ekki ungfrú Cotty. Stundum
roðnaði hún — það var skrýtið,
hve hægt hann átti meö að láta
hana skipta litum.
En stundum opnaði hún augun,
leit á hann og sagöi: — Þessu get
ég nú bara ekki trúað! Og vegna
þess, að einhver nýr ljómi kom i
augu hennar, vildi hann sannfæra
hana og lagðist þá á hné fyrir
framan hana, biðjandi á svipinn.
Stundum snarþagnaði hláturinn
hjá henni og þá stóð hún upp og
gekk niður i flæðarmálið, rétt eins
og hún hefði ekki hemil á tilfinn-
ingum sínum.
Einn daginn kyssti hann hana.
Hvernig það gerðist vissi hún
aldrei. Hann hafði verið á gaman-
42 VIKAN 39. TBL.