Vikan

Tölublað

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 41
rSéðt<^^A^Y'Í'V • •\-;' •v^e*'*-- **‘>-V* FALLEGT RAÐSETT Sett í einingum, stóll, 2ja og 3ja sæta sófar. Eigum einnig boginn sófa í hornið. Áklæði í miklu urvali. Hverfisgötu 74 — Sími 15102 sér að reisa hann i sæti. Nokkur augnablik hvildi hann upp við öxl hennar, ringlaður, en svo hristi hann höfuðið eins og hundur, rétti úr bakinu og leit á hana. Hún losaði handlegginn af öxl- unum á honum og stöð upp — af — þvi að andlitið á honum var svo nærri henni, að hún varð nf>stum hrædd. Aldrei hafði hún áður komið svo nærri ókunnugum karlmanni. Og i hvert sinn sem hún leit á hann, sýndist henni hann verða ennþá þroskaðri. Þetta var enginn skipreika káetu- strákur. — Þakka yður fyrir, frú. Af- sakið hvað ég er bjánalegur. 1 næsta sinn, sem hann reyndi að standa á fætur.gekkþað betur. Hann var miklu hærri en ungfrú Cotty, sem þó var hávaxin. Fall- egar sterklegar herðar. Á vinstri framhandlegg var mynd af stungnum fiski og skálmarnar a bláu buxunum voru viðar niður. Hann var enn að horfa á hana. Hún sagði lágt: — Ég held, að það sé orðið nægilega fallið út til þess að við komumst héðan burt. — Við? Þér eruð alltof góð, frú. Ef þér hjálpið mér af stað, gætuð þér skilið mig eftir á miðri leið. En úr þvi hún var á annað borð búin að bjóða honum hjálp, vildi hún ekki falla frá þvi aftur. Faðir hennar yrði auðvitað bálvondur, en þetta yrði nægileg afsökun. Sjómaðurinn hefði getað legið þarna timunum saman og kannski dáið. Þeim gekk seint, þvi að hann þurfti að hvila sig öðru hverju, og smámsaman tók að skyggja. Þáu mæltu varla orð frá vörum, þvi að hann var of máttfarinn til þess og hún of feimin. Eftir nokkra stund þurfti hann ekki lengur að styðj- ast við arm hennar. Þegar þau svo komu að vikinni, sem var umlukt af þorpinu, stundi hann ofurlitið og settist niður I sandinn, og sagðist vera uppgefinn. Hún hélt áfram, rjóð i andliti og fannst allir horfa á sig. Hún fann gestgjafann i kránni og brátt voru menn að bera Stephen inn i þorpið. Hún dokaði viö i kránni nokkra stúnd, en þegar læknirinn sagðist ekki finna neitt verulegt að manninum, læddist hún út og gekk heim á leið. Faðir hennar var erfiður viður- eignar, jafnvel eftir að hafa heyrt sögu hennar, og nöldraði og skammaðist það sem eftir var kvöldsins og fram að háttatima. Ungfrú Cotty stóð lengi við gluggann I herberginu sinu og hlustaði á fjarlægt sjávarhljóðið. Þegar hún svo loksins var komin upp i sparlakarúmið sitt, dreymdi hana ljóshærða vikinga, hella og Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Þessi vika verður i flesta staði mjög ánægjuleg. Langvar- andi deila er til lykta leidd og þú hefur kynnst persónu sem þér er mjög vel <við. Reyndu bara að efla það samband og treysta. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Bréf eða simtal sem þú hefur lengi átt von á.berst i vikunni og þú verður þegar að hefjast handa við aö framkvæma gamlar áæt)anir;ef allt á ekki að mistakast. Margt af þvi.sem þú leggur grundvöllinn að nú á eftir að bera ávöxt siðar. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Þegar um alvarleg til- finningamál er að ræöa, dugir ekki að vera allt of kærulaus. Þú verður að gera þér grein fyrir á hvaða leiö þú ert, og að létt- lyndi þitt kemur ekki aðeins til meö að hafa áhrif á þitt lif, heldur einnig ævi vina þinna og ættingja. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Nú er einmitt rétti timinn til að lifga svo- litið upp á tilveruna. Þú munt slá til, ef ein- hver kemur með spennandi tilboð og munt ekki sjá eftir þvi. Vatnsbera merkið 21. jan. — 19. febr. Starfssamt timabil bæði i einkalifi og at- vinnu. Likur eru á að þú hittir persónu af hinu kyninu sem þú munt verða mjög hrif- i”n af. Fiska- merkið 20. febr. — 20. marz Vinsældir þinar vaxa hröðum skrefum, og það getur oröið þér til mikillar hjálpar við áform þin. Vináttu- samband þitt stendur i miklum blóma þessa vikuna. 39. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.