Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 15
TVEIR BLÓMVEND'IR Kæri draumráðandi Vikunnar!. Viltu segja mér, hvað þessi draumur, sem mig dreymdi nýlega, merkir? Ég var stödd í stóru eldhúsi, sem ég átti sjálf, og mér er minnisstæðastur gólfdúkurinn í því, sem var rósóttur, en mjög slitinn og áberandi brúnir flekkir voru í honum, þar sem rósirnar voru máðastar. • í einu horni eldhússins stóð tvíhólfa olíuvél, sem ég ætlaði að fara að kveikja á til að hita kaff i handa gest- um, sem ég þóttist eiga von á. Ekki varð af því að ég kveikti, því að það var barið að dyrum og ég fór til dyra. Fyrir utan húsið stóðu tvær konur klæddar í peysuföt, en þær eru báðar dánar fyrir nokkrum ár- um. önnur var góð kunningjakona mín, en hina sá ég tvisvar eða þrisvar sinnum. Báðar hétu þessar konur Steinunn. Sú, sem nær mér stóð, þegar ég opnaði, hélt á f jór- um snjóhvítum páskaliljum. Þó bar mikið á gulum lit innan í öllum blómunum. Ég tók við blómunum enda fannst mér konurnar vera að færa mér þau, þó að ég vissi ekki i hvaða tilefni. Síðan bauð ég konunum inn, en þó ekki inn í eldhús- ið. Þangað fór ég sjálf að huga að kaffinu, en ekki varð af því að ég hitaði það, því að aftur var barið að dyrum. i þetta sinn man ég ekkert hver stóð úti fyrir dyrunúm, en sá rétti mér fjórar rauðar rósir, sem voru alveg að fölna. Ég þóttist fara m jög varlega með þær til.þess að gefandinn sæi ekki, þegar þær féllu. Áeftir þetta fór ég að hugsá um að hita kaff ið, en þá stendur svartur reykjarstrókur upp úr olíuvélinni, og gólf ið var allt f lóandi út í olíu úr vélinni. Ég vaknaði við, að ég var eitthvað að amstra við að þrífa olíuna af gólfinu. Með fyrirfram þakklæti og beztu kveðjum. Elísabet. Þessi draumur kemur ekkert við fyrirhugaðri brott- för þinni af landinu, að minnsta kosti ekki beinlínis. Þú þarft að velja milli tveggja kosta, sem þú telur sjálf-ekki erfitt, en einhver þér nákominn lætur þá skoðun sína í Ijós við þig, að þú eigir að veija þann, sem þú telur síðri. Það veldur þér nokkru hugarangri, en þú ættir ekki að láta það hafa áhrif a valið. LÁTIN TENGDA/ýlÓÐIR Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum. Mér fannst ég koma út úr svefnherberginu um morgun og sá þá tengdamóður mína, sem er dáin fyrir mörgum árum og ég vissi í draurhnum, að hún var dá- in. Mér bregður svo við að sjá hana, að það líður yf ir mig og mér fannst ég hugsa, 'að þetta sé mitt síðasta. Þegar ég dett, f innst mér tengdamóðir mín reyna að verja mig fallinu. Svo rakna ég úr yf irliðinu, en þá var tengdamóðir mín horfin. í hennar stað var komin tengdadóttir miín með lítið barn, sem stendur til að ég fari að passa. Hún spyr mig, hvort í lagi sé að skilja balmið eftir. Ég kvað já við því og segist vera búin að ná mér. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum, því að hann var mjög skýr. Með þakklæti! Pollý. Þú miklar um of fyrir þér erfiðleikana, sem eru því samfara fyrir þig að fara að gæta lítils barns. Ekki verður annað séð af draumnum, en þér farist það vel úr hendi og þú hafir af því nokkra ánægju. ÞRÍR HRINGIR ÚR GULLI Draumráðandi góður! Mig langar til að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi fyrir nokkrú. I draumnum fannst mér ég líta á vinstri hönd mina og var ég þá með þrjá gullhringi á henni. Innst var grannur hringur, þ.e. næstum því snúra, þá nokkuð sver samt ekki mjög sver einbaugur en þó kúptur og fremst var hringur með rauðum steini og var hann á- kaflega fallegur. Mér fannst eins og ég hefði aldrei séð fallegri hring, því að flúrið kringum steininn var svo fallegt. Hringirnir voru allir á baugfingri vinstri handar. Sem ég er áð horf a á hringina f annst mér standa hjá mér unglingur 13 til 15 ára. Ég man ekki hvort það var piltur eða stúlka. Ég tók af mér hringinn og þá sagði ungmennið eitthvað á þá leið, hvort ég virkilega ætli að taka hann ofan. ,,Já'', sagði ég. ,,Mér finnst ég vera ofhlaðin, ef ég ber þetta allt saman. Hringurinn er lika svo fallegur, að ég tími ekki að ganga með hann dags daglega. Ég ætla bara að nota hann á tylli- dögum". Svo lét ég hann ofan í kommóðuskúffu. Einhvern veginn hefur það komizt inn í höfuðið á mér, að gull sé f yrir slæmu í draumi og þess vegna bið ég þig í öllum bænum að ráða þennan draum. Með fyrirfram þakklæti. Guðrún. \ Það er misskilningur hjá þér, Guðrún, að gull þurfi endilega að vera fyrir slæmu í draumum. Það getur bæði verið fyrir góðu og slæmu eins og reyndar flest önnur tákn. Merking draumtákna fer svo mikið eftir eðli draumanna og uppbyggingu, að mjög erfitt er að segja ákveðið til um hvað hvert tákn fyrir sig merkir. Þú átt eftir að kynnast þremur mönnum náið, áður en langt um liður og allir sækjast þeir eftir því að fá þig fyrir eiginkonu. Þér þykir mest til um einn þeirra, en þó hafnar þú honum. Hvort þú giftist öðrum hinna tveggja eða ekki skalósagt látið, enda kemur það ekki fram í draumnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.