Vikan


Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 9
;-.j' • ' -.v ■ v- « - ***.*>• -vA'.-JÁj 'áSfi £$ í$;4&!í ens Weed, heimspekistúdents i Berkeley. Unnusta Weeds, Patty Hearst, vár stödd hjá honum. Þegar Weed opnaði dyrnar, stóð úti fyrir ung, hvit kona, sem bað um að fá að nota simann hjá hon- um. Hún sagði, að billinn sinn hefði bilað. Allt i einu stóðu tveir þeldökkir menn i dyrunum. Þeir slógu Weed i rot og réðust inn i húsið og höfðú Patty nauðuga á brott með sér. Peter Beneson, ná- granni Weeds, kom aðvifandi, en negrarnir slógu hann einnig nið- ur og földu hann i bil hans sjálfs. Patriciu var hrint inn i annan bil. Fleiri i nágrenninu urðu varir við ránið og þyrptust út i glugga. En þeir hörfuðu þegar undan, þegar ræningjarnir hófu skothrið. Enginn særðist, en ræningjarnir komust undan. Skömmu seinna fannst Beneson i bil sinum. Lög- reglunni var þegar tilkynnt um ránið og allar mögulegar ráðstaf- anir voru gerðar til að hafa uppi á ræningjunum, en allt kom fyrir ekki, enda óttaðist lögreglan, að ræningjarnir myndu myrða Patriciu, ef of nærri þeim yrði gengið. Randolph Hearst og Catherine kona hans hafa enn von um að fá dóttur sina aftur heila á húfi. Ræningjarnir létu ekki heyra i sér fyrr en þremur dögum eftir að ránið var framið. 1 bréfi, sem merkt var með sjöhöfða kobra- slöngu, var tilkynnt, að skipunin um.að handtaka Patriciu Hearst hefði verið framkvæmd. Enn var ekki minnzt á lausnargjaldið. Sið- asta setning bréfsins var á þessa leið: „Endalok fasistiskra óþrifa, sem þrúga lif fólksins”. Siðan segulbandið barst til Berkeley berjast vonin og óttinn um i brjóstum aðstandenda Patriciu. Vonin, vegna þess að hún sagðist vera við beztu heilsu, en óttinn vegna þess, að hún sagði að ræn- ingjarnir myndu hiklaust taka sig af lifi, ef þeim byði svo við að horfa. En Hearst á i erfiðleikum með að greiða lausnargjaldið, ekki vegna þess, að hann hafi ekki fjármagn til þess, heldur vegna þess að margir þurfalinganna i Kaliforniu vilja ógjarnan þiggja hjálp, sem veitt er á þennan hátt. En hann hefur sýnt mikla við- leitni til að veita fátækum alla þá aðstoð, sem hann hefur i té látið. En enn hefur allt komið fyrir Þessi mynd af Patriciu og Stev- en Weed unnusta hennar var tek- in tveimur dögum, áður eh Patr- iciu var rænt. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.