Vikan - 16.05.1974, Side 18
MIM
m:\iT\
Látið prenta alls konar aðgöngumiða,
kontrolnúmer, afgreiðslumiða og
fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðj-
an á landinu, sem prentar slíka miða.
Höfum einnig fyrirliggjandi og útveg-
um með stuttum fyrirvara ýmiss konar
afgreiðslubox.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
Hilmir hf.
SÍÐUMÚLA 12 - SÍMI 35320
Thim áður og þess vegna fórum
viö aftur til Bangkok.
t Bangkok var mér sagt, að
mjög langan tima tæki fyrir út-
lendinga að fá skilnað, svo að ég
gafst upp og fór heim.
Seinna hefur komið i ljós, að
Thim kom á hótelið sama kvöld
og komst þá að raun um, að mað-
ur hennar var þar ekki. Hóteleig-
andinn neitaði henni um að búa i
herberginu og enn einu sinni var
hUn þess fullviss, að Kjell hefði
svikið sig, svo að hUn átti ekki
annars úrkosta en fara enn einu
sinni heim til foreldra sinna.
Eftir dálitinn tima í Sviþjóð,
fékk ég bréf frá Thim, segir Kjell.
— HUn bað mig fyrirgefningar og
sagði, að hvað sem á dyndi, væri
hún eiginkona min. Ef ég vildi
hana, skyldi hún koma til Svi-
þjóðar.
NU vissi ég ekki almennilega
hvað ég átti að gera. En svo tók
ég ákvörðun — ég varð að sækja
Thim. Þrátt fyrir allt vorum við
gift.
Fyrir hálfu ári flaug Kjell enn
einu sinni til Thailands. Kunn-
ingjar hans hlógu i kampinn.’
Kjell hafðt snúið sér til blaðanna
og sagt frá þessu ástarævintýri
sinu, þegar hann þurfti að fá bréf-
ið frá Thim þýtt. Enginn hafði trú
á þvi. að þetta gæti farið vel.
En i þetta sinn gekk allt vel.
Kjeil sleppti aldrei augunum af
Thim sinni Viku seinna var hann
kominn heim og flutti thailenzku
konuna sina inn i ibúð sina i Bar-
slös.
Thim kann vel við sig þar. Svi-
þjóð er henni paradis og stúlkurn-
ar heima hjá henni eru vanar að
láta sig dreyma um Skandinava.
Kjell segist kunna húsbóndahlut-
verkinu einkar vel. Thim gerir
allt, sem hann segir henni. Hann
þarf ekki nema minnast á þaö.
— Ég er ekki fyrr kominn inn
úr dyrunum, en hún stendur
frammi fyrir mér. reiðubúin að
verða viö öllum óskum minum.
Þegar ég fer i bað, ber hún á mig
sápuna og skrúbbar á mér bakið.
Hún býr til dásamlegan mat. Hún
jagast aldrei og segir aldrei
styggðaryrði. Það er alltaf ég,
sem tek ákvarðanirnar, þó að ég
spyrji hana að sjálfsögðu álits.
En hún svarar alltaf, að hún vilji
hafa allt eins og ég vil hafa það.
Og þannig verður það alltaf.
Henni dytti aldrei i hug að iara
ein út á kvöldin, þegar ég er að
vinna. Hún veit, að hennar staður
er á heimilinu, viö hliðina á mér.
Þannig hefur hún verið alin upp.
Þetta hjónaband hefur oröið
mér m jög dýrt fjárhagslega, ef ég
legg öll útgjöldin saman. En
Thim er þess virði, hvers einasta
eyris. Ég veit aö hún fer aldrei frá
mér. Ég hef það eins gott og hægt
er aö hafa þaö og þarf ekki aö
bera kviðboga fyrir framtiðinni.
Nú er Thim að læra ensku.
Henni hefur dottið i hug, að með
timanum geti hún kannski farið
að vinna úti. — En ég veit ekki,
hvei nig ég bregzt við þeirri mála-
leiia. , segir Kjell. — Ég er ekki
búinn að ákveða það ennþá.
Kjell Bladh hlýtur að vera ein-
stakur eiginhagsmunaseggur.
Hann hefur ekki minnst einu orði
á ást. Hann vill hafa undirgefna
þvottakonu á heimili sinu, þokka-
lega ástmey og góða húsmóður.
Hann var tilbúinn að giftast
hvaða konu sem var. aðeins ef
hún uppfyllti þessi skiíyrði.
Já, saga hans segir þetta
reyndar sjálf.
En Kjell sjálfum finnst hann
ekki vera neinn gikkur. Hann
hefur tekið fátæka stúlku úr fá-
tæku landi upp á arma sina og
farið með hana til velferðarrikis-
ins Sviþjóðar.
— Ég hef þekkt margar konur
og oft og mörgum sinnum verið
ástfanginn. en engin kona, sem ég
hef kynnzt, kemst i hálfkvisti við
Thim, segir Kjell. —■ Við erum
mjög hamingjusöm. Mér verður
aldrei hugsað um aðrar konur.
Auk þess veitir það mér mikiö
sjálfsöryggi að eiga svona fallega
konu. Aðrir karlmenn tútna út af
öfund, þegar þeir sjá hana. og það
kann ég vel aö meta.
Thim hefur engan samanburö.
Hún hafði aldrei verið við karl-
mann kennd, þegar Kjell kom
eins og stormsveipur inn i lif
hennar. Hún haföi ekki efni á aö
afþakka tilboð hans. Þegar for-
eldrar hpnnar þar á.oian gáfu já-
yrði sitt og fengu þokkalega borg-
aö fyrir hana, átti hún ekki ann-
arra kosta völ. en giftast Kjell og
þar meö var málið afgreitt og út-
rætt i eitt skipti fyrir öll. Og
sjálfri finnst henni hún. hafa verið
heppin.
18 VIKAN