Vikan


Vikan - 16.05.1974, Page 36

Vikan - 16.05.1974, Page 36
oft út I of langa frjálsa kafla, þ.e.a.s. „jamma” of mikið og of lengi. Þó Duane væri að mestu hættur session spili, kom fyrir að hann aðstoðaði vini og vandamenn. Meðal þeirra eru Johnny Jenkins, The Elvis Bishop Group, The Everly Brothers, Herbie Mann, Cowboy og Delaney og'Bonnie, sem hann aðstoðaði einn einu sinni. Einnig lék King Curtis með Duane i þessum hljóöritunum fyrir Delaney og Bonnie. Þær hafa hins vegar aldrei verið gefn- ar út á plötum. DUANE ALLMAN I síöasta þætti var fjallað um feril Duane Allman og upptalið allt, sem hann hljóöritaði um ævina, hvort sem það var gefið út á hljómplötu eða ekki. Veröur þvi nú haldiö áfram hér. THE DYNAMIC CLARENCE CARTER Þessi L.P. plata var hljóörituð i Alabama og á henni leikur Duane á.,,slide” gitar. Clarence Carter var nokkuð þekktur söngvari i '<Bandarikjunum, en hafði ekki sina eigin hljómsveit. Duane lék aöeinsl einu lagi á þessari plötu, Road of Love, en það lag er nú einnig að finna á minningarplötu Duane, An Anthology. ARETHA FRANKLIN Duane lék á tveimur plötum fyr- ir Arethu Franklin, This Girl’s in love with you og Spirit in the Dark. Með fyrri plötunni af þess- um tveimur varð Aretha á ný fræg, en hún hafði þá dregið sig i hlé frá soulsöngferli sinum. Á plötunni, This Girl’s in love with you, söng hún I fyrsta skipti svo- kallað rythm and blues” og var Duane henni mikil hjálparhella þar að lútandi. INSTANT GROVE, KING CURTIS Saxafónleikarinn King Curtis hafði mikla trú á Duane og hafði j%tlð samband við hann, þegar Jtenn kom nálægt einhverri plötu. jnitaf skyldi það verða Duane, sem átti að fá að spila á gitarinn. King Curtis var siðar drepinn á heimili sinu. Það var eftir að All- man Brothers Band hafði hlotiö ALLMAN BROTHERS BAND, — IDLEWILD SOUTH Loksins var það Bræðrabandið sjálft. Idlewild South var hljóörit- uð á bóndabæ rétt fyrir utan Macon, heimabæ þeirra bræðrá. heimsfrægð. Allman Brothers komu til Boston, þar sem King Curtis lézt, aðeins þremur dögum eftir lát hans. Curtis hafði þá lok- ið við L.P. plötu, sem átti aö fara að gefa út. Duane lék enn eitt lag- ið fyrir King Curtis inn á plötuna, Soul Serenade, tileinkaö King Curtis. ARTHUR CONLEY, Arthur Conley var einn þeirra, sem Duane lék mikið fyrir, og siö- ar komu margir fleiri smálista- menn, sem ég ætla bar að telja upp. Boz Scaggs, John Hammond (Southern Fried), Ronnie Haw- kins, Laura Nyro (Christmas and the Beads of Sweat)-, Percy Sledge og Bonnie and Delaney. LAYLA AND OTHER ASSORTED LOVE SONGS Hérna er komin fyrsta platan, sem Duane lék með á fyrir Eric Clapton. Clapton hafði þá lokið Cream ferli sinum og kom i stúdóin, þar sem Duane hélt sig mikið til til þess að hljóðrita. Du- ane haföi alltaf verið mikill aödá- andi Claptons og þegar Clapton kom I stúdóið, kom Duane einnig til þess að hlusta. En Clapton hafði þá heyrt af Duane og þekkti hann þegar. Clapton fékk siðan Duanetil þess að leika á plötunni. Samstarf Claptons og Duane varð mjög árangursrikt og^ Duane náði hápunkti ferils sins sem að- stoðarhljóöf æraleikari. Á þessu timabili, siðast á árinu 1970 og i ársbyrjun 1971, var hljómsveitin mikið á ferðalagi. En þegar i stúdió var komið ger- breyttist aö sjálfsögðu umhverf- ið. Tónlistin breyttist einnig tölu- vert. Þegar hljómsveitin spilaði fyrir áheyrendur, áttu þeir til að „jamma" töluvert mikið, en þvi var ekki aö skipta i stúdioinu. Þegar þessi hljómplata kom á markað, hafði Duane að mestu hætt störfum sem session maður, enda var The Allman Brothers Band óöum að verða þekkt i Bandaríkjunum. THE ALLMAN BROTHERS BAND AT FILLMORE EAST Þessi hljóðritun var gerð i mars 1971, þegar bræðurnir voru á hljómleikaferðalagi um Banda- rikin. Hér er um tvær plötur að ræða, sem nú eru álitnar ein- hverjar bestu hljóðritanir, sem gerðar hafa verið ,,live” af rokk hljómsveit. Slikar hljóðritanir vilja oft verða of langdregnar, þ.e.a.s. hljómsveitirnar leiðast

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.