Vikan - 16.05.1974, Page 46
aö vita hvað það var. En hún var
fegin, að hjúkrunarkonan skyldi
vera þarna. Hjúkrunarkonur
voru yfirleitt traustvekjandi, þær
vissu venjulega hvað bezt var að
gera.
— Þetta sár er ekkert til að tala
um. En þér vilduð kannski hjálpa
mér, segja mér hvað ég á að
gera... Við erum búin að hringja
til lögreglunnar.
Beth hafði lika Sannarlega róað
hana. Hún var vingjarnleg, en á-
kveðin og sýndi Dellu fram á, að
bezt væri að biða og sjá til. Þar
sem lögreglan var búin að fá að
vita um hvarf'drengsins, myndi
hún gera sitt bezta. Tommy
myndi eflaust koma fljótlega i
leitirnar og þá kæmi i ljós að allt
væri með eðlilegu móti.
Della fór heim með Beth Mart-
in, sem þvoði sár hennar og batt
um þau.
'fom'my kom inn i stofuna og
lyfti körfunni með hundinum upp.
— Ég ætla að hafa hann inni hjá
mér i nótt, sagði hann. .— Má ég
setja hann inn til þin i fyrramálið,
þegar ég fer að bera út blöðin?
— Þúþarftekki aðberaútblöð
i fyrramálið. Kolinski sagði að...
— En ég þarfnast peninganna.
Það verður að borga dýralæknin-
um.
— Ég skal greiða þann reikn-
ing, vinur minn. Þetta var ekki
þér að kenna.
— Depill er hundurinr. minn. Þú
hefur alltaf sagt að fólk verði
sjálft að greiða fyrir eigur sinar
og læra að bera ábyrgð.
— En þetta er nú svolitið annað.
— Ég vil borga þetta sjálfur. Ég
ætla að borga hvern einasta eyri
sjáifur. Og ég ætla að hafa upp á
þeim sem ók vörubilnum. Hann
stanzaði ekki til að vita hvort
nokkuð væri að Depli og ég ætla
svei mér að segja honum til synd-
anna...
Hann var reiðilegur á svip,
Della hafði aldrei séð hann svona
ákveðinn áður.
Sid klifraði yfir vegginn og
hljóp yfir bakgarðinn. Hann var
þreyttur og vonsvikinn. Kvöldið,
sem hafði byrjað svo vel hafði
orðið allt öðruvisi en hann hafði
hugsað sér.
I fyrsta lagi hafði alls ekki verið
auðvelt, að aka vörubilnum til
Cliffs. Sid hafði oft verið hand-
langari hjá bílasölum og hafði
lært að aka þegar hann var fimm-
tán ára. En það var nokkuð annað
að aka um bilaplan heldur en að
aka um fjölfarnar götur borgar-
innar. Þaö var mjög tæpt á þvi, að
hann kæmist slysalaust alla leið
og honum var ljóst, aö hann mátti
ekki lenda í klandri. Það kæmist
lika strax upp, að hann haföi ekki
ökuleyfi og alltof ungur til aö sitja
undir stýri, svo ekki sé talað um,
aö hann var til viðbótar i stolnum
bil. Ef lögreglan næði i hann,
myndi hann örugglega ekki
sleppa með að lögreglan klappaði
honum á kinnina og segði honum
aö hlaupa heim til mömmu og
pabba.
Hann var þvi titrandi af ótta,
þegar hann komst loksins alla leið
til Cliffs. Og svó vildi Cliff ekki
sjá bilinn. Hann sagði Sid, að ef
hann væri i einhverju klandri, þá
yrði hann að halda sig sem lengst
i burtu, Cliff vildi ekki láta blanda
sér i neitt. Hann sagðist heldur
ekki hafa áhuga á þessum bil-
skrjóð...
— Ertu frá þér? sagöi hann og
sparkaði með fyrirlitningu i eitt
hjólið. — Ég myndi ekki fá meira
en fimmtiu pund fyrir þessa
kerru, jafnvel þótt hún væri i lagi.
En það þarf að lakka hann upp,
skipta um númerplötu... Og þú
veröur að koma druslunni sem
lengst i burtu!
Sid ók áfram og skildi bilinn
eftir i öngstræti. Svo laumaðist
hann til baka i áttina að Laburn-
um Street og hann vafði úlpunni
fast að sér.
En hann hafði þó haft tvö pund
út úr karlinum i tóbaksbúðinni!
Það var þó nokkuð. Það yrði nóg
fyrir mat og drykk i nokkra daga,
en að sjálfsögðu langt frá þeim
tvö hundruð pundum, sem hann
haföi ætlað sér að fá fyrir bilinn.
Hann var búinn að ákveða það
meö sjálfum sér, aö koma sér i
burtu frá Frank. Það voru engar
töggur i honum. Hann var sifellt
að væla um þessa systur sina og
mömmu. Sid ætlaði að koma sér
úr landi — og svo gat Tubby klik-
an gert hvað sem þeir vildu hans
vegna. En hvernig átti hann að ná
i peninga?
Þeir gátu ekki heldur búið á
þessu andstyggilega lofti til ei-
lifðarnóns. Honum fannst vont að
vera i þessu þunga, rykfulla
lofti. Hann hafði andstyggð á
verksmiðjunni, götunni og fólkinu
sem þar bjó. En á einn eða annan
hátt ætlajii hann aö sýna þeim...
Buffiö var meyrt, kartöflurnar
gullnar og mátulega steiktar.
Þegar diskurinn var tómur, hall-
aði Beth sér aftur á bak og stundi
ánægjulega. Bill hristi höfuðið og
hló.
Það gerir hann unglegri, hugs-
aöi Beth, og vingjarnlegri.
— Segðu það bara, sagði hún, —
ég hef heyrt það svo oft áður. Það
er stórfurðulegt hve svona litil og
mjó manneskja getur borðað.
— Það er nú ekki eingöngu að
þú ert litil, sagði hann hlæjandi.
— Þú ert... ja... næstum loft-
kennd. Þegar ég sá þig fyrst, hélt
ég aö þú værir aðeins sextán ára,
— sextán ára dekurbarn.
En nú var liðin ein vika og hann
vissi betur. Hann komst ekki hjá
þvi að heyra hvað stúlkurnar i
verksmiðjunni skröfuðu um og
þær höföu sagt sitt af hverju um
Beth Martin.
Hún haföi sannarlega ráöið við
Jim Benson, þegar hann hafði
rekið hnefann i gegnum rúðu i
fyllirii. Hún hafði marserað beint
inn á félagsmálaskrifstofuna,
þegar hún komst að þvi, að þakið
hjá gömlu konunni, frú Frost, lak
og það*sem meira var, hún hafði
komið þvi i kring, að gert var við
lekanh. Hún hafði hellt sér yfir
frú Smithers, þegar hún komst aö
þvi, að hún léti börnin fara svöng i
skólann og þegar barnið hennar
frú King fæddist, vakti hún yfir
henni alla nóttím, eii var samt
komin til starfa strax um morg -
uninn.
— En, sagði hann, eins og hann
væri að hugsa upphátt, — þú hefð-
ir nú ekki komið með mér hingað i
kvöld, ef ég hefði ekki hitt þig hér
fyrir utan.
Hún var svolitið hikandi. — Það
getur verið rétt hjá þér. Mér hafði
verið sagt að maturinn hérna
væVi ágætur og ég var orðin svo
þreytt á eggjahræru og pakka-
súpu, að ég ætlaði að fá mér eitt-
hvað að borða, rétt til að breyta
til. En þegar ég sá gluggatjöldin
og skellótta veggina, þá var ég að
guggna...
Hann hugsaði með sér að ekki
grunaði hana hve glaður hann
varð, þegar hann sá hana standa
þarna fyrir utan Charlies Diner,
þar sem hann var vanur að borða
á kvöldin. Hann varð að hafa sig
allan við að vera eðlilegur, þegar
hann sagði henni að staðurinn
væri miklu skárri aö innan. Og
svo bauð hann henni að borða.
Hún hafði ekki látið hann ganga
neitt eftir sér. Það fannst honum
lika skemmtilegt. Og hann var
lika hrifinn af þvi hvernig hún
borðaði, það var ekki vottur af
daðri i framkomu hennar. En
hvað mest var hann hrifinn af þvi,
hvernig hún hlustaði — eins og
hún hefði mikinn áhuga á þvi,
sem hann var að segja. Áður en
varði var hann farinn að tala um
sjálfan sig og ýmsa hluti, sem
hann hafði aldrei rætt um við ó-
kunnuga.
Hún hugsaði með sér, að ekki
grunaði hann hve fegin hún var
yfir þvi að hitta hann þarna fyrir
utan veitingastofuna. Hún hafði
orðið fyrir svo miklum vonbrigð-
um, þegar hún sá húsið og fann
svo átakanlega fyrir einmana-
leikanum, haldin heimþrá i ofan-
álag og sárþreytt. Og framhliðin
á Charlies Diner var ósköp grá og
hrörleg. Hún hafði ekki kjark til
að fara ein þarna inn. En svo var
hún ekki lengur ein. Maðurinn,
sem talaði til hennar var henni al-
gerle^á ókunnur, og þó. Hún
muntu^ftir honum, þar sem hann
virti hana fyrir sér, fyrsta kvöldið
sem hún kom I þetta hverfi. Hún
hafði reyndar hugsað til hans sið-
ar og undrast með sjálfri sév hve
reiðilegur hann var á svipinn...
Hún kunni vel við talsmáta
hans. Hann óskaði sannarlega
ekki eftir meðaumkun og hann
reyndi ekki heldur að gera sig að
hetju.
Hann var aöeins einmana og
honum þótti þægilegt að tala við
einhvern um þau mál, sem hann
hafði svo lengi byrgt inni.
Hann sagði lika skemmtilega
frá. Hún sá hann fyrir sér i brenn-
andi Afrikusól, þar sem hann var
að reyna að gera við gamla
Dakota flugvél með vini sinum,
en þeir höfðu keypt vélina fyrir
litið. Hún sá fyrir sér litla skýlið,
sem þeir höfðu komið sér upp.
Það var „skrifstofan” og hún gat
sett sig inn i gleði þeirra vinanna,
þegar þeir fengu fyrsta verkefnið,
fyrstu vöruflutningana. Þeir von-
uöust til að fá góöan vélfræðing og
voru búnir að ákveða að komast
yfir aðra vél, þegar D.C4-vélin
nauölenti nokkur hundruð metr-
um frá stöð þeirra. Vélin var full
af lyfjum, barnamat og vitamin-
um, sem beðið var eftir á sjúkra-
húsi i Biáfra. Og það bráðlá á að
koma þessu áleiðis.
— Það mátti búast við, að það
tæki vikutima, að gera við vélina.
Þess utan var áhöfnm miður sin,
svo það mátti heita eðlilegt, að
viö tækjum þetta flug að okkur,
sagði Bill. — Það var hættulegt að
fljúga með slikan farm til Biafra,
en sjúkrahúsið var rétt við landa-
mærin og það hafði ekki verið
neitt barist á þessum slóðum und-
anfarið. Það kom okkur þvi mjög
á óvart, að skotið var á okkur,
mér var hreinlega ekki ljóst hvað
var að ske...
Dakotavélin eyðilagðist alger-
lega. Félagi Bills fékk slæman
skurð á höfuðið og marðist eitt-
hvað, en eftir þrjár vikur var
hann orðinn það friskur, að hann
gat farið af sjúkrahúsinu. Bill
hafði verið meðvitundarlaus i
viku. Svo var gerð aðgerð á fæti
hans, en það varð að endurtaka
það æ ofan i æ. Hann fór af einu
sjúkrahúsinu á annað. Hann var
stöðugt með höfuðkvalir. Svo var
gerð aðgerð á hnénu, en hún
heppnaðist ekki eins vel og búizt
hafði verið við.
— Og nú er ég kominn hingað i
Laburnum Street, sagði hann. —
Ég er einskonar hönnuður og
reyni að láta kaninurnar hoppa
eðlilega, svo ekki sé talað um
apakettina, sem ég læt gera höf-
uðstökk.
Hann hló glaðlega, þegar hann
sagði þetta. Framtiðin virtist alls
ekki vonlaus. Það voru reyndar
margir flugmenn með staurfót.
Það var lika til fjöldi manna, sem
alltaf var með höfuðverk, en
endurheimti samt trúna á sjálfa
sig.
Þegar þau stóðu upp, sagði
hann: — Átt þú nokkurn tima fri
frá hinum mörgU) skyldustörfum?
Ef svo væri, gætum við kannski
fengið okkur hressandi göngutúr
— eða farið i bió.
Hún sagðist eiga fri á hverjum
sunnudegi og fyrr en varði voru
þau farin að ráðleggja ferðalög
um helgar. Hann átti ennþá eitt-
hvað af peningum i banka og það
væri ekki úr vegi, að kaupa notað-
an bíl. Það var hægt að lagfæra
fótstigin, svo hann gæti notað fót-
inn. Þau gátu þá ekið með strönd-
inni eöa farið til New Forest...
En svo kom gamli óttinn yfir
hann. Þegar hann hugsaði sér
sjálfan sig bak við stýrin i þessari
ægilegu umferð,, varð hann sem
lamaður af ótta. Honum fannst
sem hálsinn herptist saman.
Drottinn minn, það er þá ekki
eingöngu flugið sem ég óttast,
hugsaði hann. Hann hafði haldið
að hann væri að losna við þessi ó-
þægindi og fundist hann vera að
fá aftur sitt fyrra öryggi. En sú
var þá ekki raunin. Hann varð
þvalur af ótta, við það eitt að
hugsa til þess aö aka meðfram
ströndinni. Skyldi hann aldrei
losna við þessa taugaveiklun?
Haföi hann nokkra von um
framtið, sem hann gæti boðiö
konu upp á?
Frh. i næsta blaði
46 VIKAN