Vikan


Vikan - 13.06.1974, Qupperneq 7

Vikan - 13.06.1974, Qupperneq 7
HÁTÍÐER TIL HEILLÁ BEZT Þetta blað er helgað byggðarafmæli landsins og þjóðhátið á þessu sumri. Það er gamalt mál, að hátið sé til heilla bezt og ef dagamun á að gera á annað borð, skuli það vera svo að myndarbragur sé á. Þess vegna er það gleðiefni að nú keppast allir við að leggja sitt af mörkum og leitast við að láta verk sin, sem vara, bera nokkur merki hátiðarskapsins. Slikt samir vel, og seinni kynslóðir munu kunna að meta það að verðleikunyþegar nýir menn á nýjum timum fara að rifja upp fyrir sér árið 1974. Þeir munu dæma það allt eftir sinum skilningi og viðhorfum. Fyrir þvi getum við litla grein gert okkur, enda er okkar hlutur ekki annar en sá að gera eins vel og okkur er unnt og leggja okkur fram, hver og einn, til þess að þjóðhátið verði haldin með þeim menningarbrag sem við vitum beztan. Öllum þeim, sem þessar linur lesa, óska ég árs og friðar og læt þá von i ljós, að þjóðhátiðarárið beri i skauti sinu sem mesta hamingju fyrir sem flesta. Kristján Eldjárn

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.