Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 8

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 8
MCSIKIN ER EILÍF vinnu og þvi er hægt að bjóða flugfreyjum upp á næstum hvað sem er. Einu sinni þegar ég var að koma úr sautján tima flugi, var mér sagt að ég ætti að vera komin aftur i loftið eftir fjóra tima. Þetta náði ekki nokkurri átt, svo ég neitaði að gera þetta, en mér gekk illa að koma Spán- verjunum i skilning um hvað ég meinti eiginlega með þessari neitun. Fyrir rest hafði ég þó mitt fram. — Undanfarin ár hafa verið músik, þvi að ég tel þessa músik standa músikþróuninni fyrir þrifum. Fólk er nefnilega ekki til- búið til þess að hlusta á nýja músik á skemmtistöðunum. Þar vill það helzt heyra eitthvað, sem það þekkir. Mér finnst okkur vanta tilfinnanlega litinn og huggulegan klúbb, þar sem tónlistarmenn træðu upp með frumsamda músik. Ég held, að staður i þeim dúr ætti framtið fyrir sér. — Finnst ykkur hafa orðíð ein- nokkur brögð að þvi, Þuriður, að islenzkir poptónlistarmenn hafa sungið á ensku inn á plötur, en þú hefur alltaf haldið þig við fslenzkuna. Er þetta hugsjón hjá þér? Þuriður: Ég veit nú ekki, hvort hægt er að kalla það hugsjón, en mér finnst engin ástæða til þess að gefa út plötur á islenzkan markað með enskum texta. Við erum að syngja fyrir islendinga og meiri hluti þeirra vill áreiðan- lega hlusta á islenzka texta, sem er auðskilið, og vonandi heldur það áfram að vera þannig. Ég hef lika oftast sungið erlend lög inn á plötur og það væri kjánalegt að fara að syngja þau óbreytt. Þá er miklu þægilegra að kaupa þau bara með upphaflegum flytjendum i næstu hljómplötu- verzlun. — Hefur ekki orðið töluverð breyting á dansmúsik siðan þið byrjuðuð að skemmta á dans- leikjum? Pálmi: Það varð reginbylting, þegar Bitlarnir komu fram, en siöan hefur meginstefnan ekki breytzt tiltakanlega mikið . En mér finnst Islendingar vera of mikiö gefnir fyrir það, sem ég kalla graðhestamúsik og eins mætti kannski kalla fylleriis- hver breyting á drykkjusiðum fólks undanfarin ár? Þuriður: Þeir eru ósköp svipaðir og þegar ég byrjaði að syngja, held ég. Fólki finnst það ekki geta farið út að skemmta sér án þess að hafa vin um hönd og vinmenn- ingin er ekki upp á marga fiska hjá okkur. Pálmi: Skemmtanalifið er lika svo einhæft. Frá blautu barns- beini er fólk vanið við það, að áfengi sé til staðar, þar sem það skemmtir sér og þettaleiðir nátt- úrlega oft til misnotkúnar. — fiáir taugaóstyrkur ykkur, þegar þið komið fram? Pálmi: Sumir hafa sagt viö mig, að ég geti ekki verið sannur lista- maður, þvi að ég finn eiginlega aldrei fyrir taugaóstyrk. En ég held ég sé bara svona heppinn. Þetta tekur enginn hjá sjálfum sér. Ég hef ekki orðið alvarlega taugaóstyrkur nema einu sinni. Það var á héraðsmóti Sjálfstæðis- flokksins á Snæfgllsnesi stuttu eftir að ég byrjaði i hljómsveit Magnúsar Ingim arssonar. Magnús hafði útsett lagið „Yesterday” eftir Paul MacCartney og John Lennon fyrir okkur karímennina i hljóm- sveitinni og við sungum það án undirleiks. Ég söng efstu röddina og þetta hafði alltaf gengið ágæt- lega, þangað til þarna á Snæfells- nesiilu, að ég kom ekki upp nokkru hljóði. Ég reyndi að láta á engu bera og hreyfði varirnar eins og ég syngi. Ég held fáir i salnum hafi veitt þessu athygli, þvi að það var klappað óskaplega mikið fyrir þessum kvartett, sem var ekki nema trió. Ég veit ekki hvað olli þessu, þvi að ég var prýðilega upplagður til að syngja þetta kvöld. En ert þú taugaóstyrk, Þuríður? Þuriður: Ég er sjúklingur, áður en ég fer inn á senuna. Helzt þarf ég að koma fram i siðbuxum eða siðum kjól, þvi að hnén á mér skjálfa og titra einhver ósköp. Og stundum fer röddin sömu leið. Ég missi bæði ofan og neðan af radd- sviðinu i fyrstu lögunum. Sem betur fer lagast þetta yfirleitt eftir eitt eða tvö lög. Tauga- óstyrkurinn hefur ekki farið af mér með árunum og ég býst við ég verði alltaf að striða við þessa hræðslu. — Eru einhverjar stór- breytingar á popinu I vændum? Pámi: Ég treysti mér nú ekki til að spá þvi. Ég efast um, að i náinni framtið verði nokkrar stórvægilegar breytingar i likingu við þær, sem urðu með til- komu Bitlanna. En það væri virkilega gaman að öðru sliku stökki. Auðvitað eru alltaf að koma fram nýir menn, sem gera betur en forverar þeirra, en það er litið um verulega frumlegar nýjungar. — Hlustið þið mikið á aðrar tegundir tónlistar en þið flytjið? Þuriður: Ég hef gaman af þvi að hlusta á alls konar músik. Ég stúdera ekki klassiska músik, en ég hef gaman af henni eins og allri annarri tónlist nema helzt elektróniskri.Henni hef ég aldrei opnazt almennilega fyrir. Pálmi-.Afturá móti þykir mér hún stórskemmtileg. Hún hefur þróazt svo mikið með aukinni tækni og er ekki lengur neitt fálm út I loftið. — En er þá ekki hætta á að tæknin riði listinni aö fullú? Pálmi: Nei, mér finnst tækni- framfarir eiga fullan rétt á sér i músik eins og i öllu öðru. Tæknin kemur heldur aldrei i staðinn fyrir lifandi fólk. Þuriður: Það er rikt i mann- skepnunni að láta aðra skemmta sér og hafa ofan af fyrir sér og ég held fólk sætti sig aldrei við að fá tæki til þess I stað lifandi fólks. Pálmi: Við viljum hafa lifandi fólk fyrir framan okkur og sjá það gera hlutina. Lifandi músik verður þess vegna alltaf til. Hún er eilif. i Tról. 8 VIKAN 25. TBl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.