Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 27

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 27
rétti. Lögreglan og hjúkrunarliðiö að sjá um aö flytja fólkiö i sjúkra- bílunum. Hjálparsveitirnar höfðu sannarlega nóg að gera, þvi að allt fylltist af fólki. Starfsystir hennar sagði: —Vantar þig eitt- hvaö að gera? — Nei, það er betra að ég fari, sagði hún, —það vatnar bila, til að koma fólkinu i burtu frá Betterton Street. Þegar hún ók til baka, lá við að dauöinn snerti við henni. Hár steinveggur féll, rétt i sömu and- rá og hún hafði ekið fram hjá honum. Sprengjubrot féll lika til jarðar rétt fyrir framan bilinn. Hún gat ekki haldið aftur af tár- unum, þau runnu niður kinnar hennar. — Ég er asni, hversvegna reyni ég ekki að koma mér i skjól? Hvers vegna var ég ekki kyrr i skólanum. En hún hélt áfram að aka slös- uðu fólki, meðan þörf var á. Þegar svo merki var gefið, um að hættan væri liðin hjá, flýtti hún sér aö aka til hótelsins og henni létti mikið, þegar hún sá að drengirnir voru hinir ánægðustu og sátu að morgunverði. Henni varö hugsað til drengsins i biln- um, sem gætti tveggja litilla systra sinna.^Henni hafði verið sagt, að móðir þeirra hefði farizt. Audrey Poulton sat á kaffistof- unni með Alan Benton, vini sinum. Þau höfðu bæði lokið námi i leiklistarskóla fyrir tveim mánuðum, þegar þau hófu ákafa leit að atvinnu. Alan hafði náð beztum árangri af skólafélög- unum og hann hafði fengið vinnu við litið leikhús fyrir norðan. Audrey hafði aldrei verið neitt sérstakt ljós og hún vissi það sjálf, að hana skorti hæfileika sem leikkonu. Hún hafði fengið starf, sem aðstoðar sviðstjóri, til að geta verið nálægt Alan. Hún gat ekki hugsað sér, að vera fjar- vistum við hann og hún vildi heldur ekki, að honum fyndist hann bundinn henni. Hún þráði hann, en hún vildi samt, að hann væri frjáls þannig nyti hann sin bezt sem leikári. — Það væri hrein fávízka af okkur að gifta okkur núna, sagði hún og reyndi að tina til allar mögulegar ástæður fyrir þvi. Flest þessi leikhúshjónabönd fóru I hundana. Alan átti einhverja von i kvikmyndahlutverki og þá yröi hann fjarverandi i hálft ár. — Enda skiptir það ekki svo miklu máli nú til dags. Hverjum beldurðu að detti i hug, að fetta fingur út i það, hvort við erum gift eða ógift. Hann sat hugsandi um stund og yfir honum var þetta innilega yfirbragð, sem hún dáði svo mjög. — Hvað mér viðkemur, Audrey, sagöi hann hæglátlega, —þá skiptir það engu máli fyrir mig, hvort við erum gift eða ógift, svo framarlega, sem við getum verið saman. En ég veit, að þú til- biöur foreldra þina og mig langar ekkert til, að þau haldi að ég sé einhver skepna, sem kannski gæti hvarflað að þeim, ef við giftum okkur ekki. Ég á við, hvað myndi hún móðir þin hugsa? — Ég tala alls ekki um það við hana. Ég býst ekki að að mamma, blessunin, hafði nokkurn tima upplifað miklar ástriöur á ævi sinni. Það var á hvassviðrisdegii mai, árið 1944, að Eric haföi feng- ið mislinga, svo Gladys sótti hann i skólann og fór með hann til móður sinnar i Devonshire, þar sem hún ætlaði að vera i hálfan mánuð. Það hafði verið reglu- legur léttir, að geta farið úr ein- kennisbúningnum. Hún hafði lag- fært gömlu kjólana sina og svo eyddi hún öllum skömmtunar- miðum sinum og snikti hjá móður sinni til viðbótar, til að káupa nýja kápu. Hún var gul og mjög falleg. Hún lét lagfæra á sér hárið, klippa það i axlarsidd og greiddi það svo slétt, eins og tizkan var hjá kvikmyndaleik- konum um þessar mundir. Hún stóð við glugga á skart- gripabúð, þegar hávaxinn Amerikani nam staðar fyrir aftan hana. Hún sá hann greinilega þar sem hann speglaðist i rúðunni. Hann sagði. —Er eitthvað sem þig langar til að eiga, elskan. Hún benti brosandi á glæsilegt gullarmand. —Já, mig langar til aö eiga þetta. — Það er allt i lagi, þú þarft aðeins að nefna það. Hún greip i handlegg hans, áður en hann óð inn i búðina. ^ — Ertu alveg brjálaður! Ég var aö gera að g&mni minu. — Attu við, að þig langi ekki til að eiga þetta. - — Að sjálfsögðu langar mig til að eiga það, hvern myndi ekki langa til þess? — En þú vilt ekki þiggja það af mér? — Þú myndir aldrei kaupa þaö, það kostar heilmikla fúlgu. — Vertu ekki of viss, hann var alvarlegur i bragði. —Viltu ekki þiggja þaö? — Lit ég út fyrir að vera sú manngerö? Hann brosti út undir eyru.-Þú ert milljóna virði i minum aug- um. — Þaö er bara út af kápunni, sagði hún til skýringar. -Hún er ný. — Það eru bláu augun, sagði hann,-og brosið. — Þetta hljómar eins og við séum að leika i grinmynd. — Það. getur verið, sagöi hann. —En þannig er það nú samt ekki! Þau stóðu þarna stundarkorn og virtu hvort annaö fyrir sér, en þá fór hún að ranka viö sér og svo gekk hún áleiðis eftir gangstétt- inni, alveg út á brún. Stór vörubill snerti öxl hennar og hann þreif i hana og ýtti henni lengra upp á gangstéttina. — Þú ert alls ekki fær um að vera ein á ferð. Hún roðnaði vandræðalega. — Ef ég má ekki kaupa arm- bandið, þá hlýt ég að mega bjóöa þér upp á drykk? Ég er sannar- lega sjálfur i þörf fyrir hressingu. Hún virti hann vandlega fyrir sér. Hann var grannleitur, sól- brúnn og munnsvipurinn sérstak- lega fallegur. — Já, þvi ekki það? Þakka þér fyrir. Þau fóru inn á bar á einu stærsta hótelinu. Þar borðuðu þau lika hádegisverð. Svo fóru þau að tala saman, hikandi i fyrstu, en svo gengu samræðurnar betur og það var eins og þeim væri báðum mikið I mun, að vita sem mest hvort um annað. Þau voru bæði gift. Hún hafði ekki séð James i heilt ár. Hann og konan hans voru skilin að borði og sæng. — Liklega mér að kenna, sagði hann. — Attu börn? — Nei, en þú? — Ég á litinn dreng. Hann er hér hjá mér núna. Við erum i leyfi i fyrsta sinn, siöan striðið brautzt út. Framhald á bls. 36 25. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.