Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 23
núna. Hún virtist einkennilega örvæntingarfull. — Ég skal hjálpa þér til að ráða niðurlögum Pro- lofskis, ef þú tekur mig með þér. Ég vil fara með ykkur. Ég verð að fara með ykkur. Það Rússland, sem ég kaus, lifði aðeins i nokkra daga, svo myrtu þeir það. Það er .dáið nú, en samt halda þeir áfram, þeir eru að myrða lik núna. Ég er lengi búin að vera veik yfir þessu öllu. Það líður ekki á löngu þar til þeir myrða mig. Ég hafði ekki á röngu að standa, Ivan. Það sem ég óskaði heitast var mögulegt, en þeir hafa gert það ómögulegt. Það voru skepnur, sem sviku byltinguna. Hlustaðu nú, Prolofski og Ovario ætla að ráða þér bana i þessum kjallara. Ég ætla aö reyna að vera viðstödd. Taktu þetta. Hún stakk höndinni niður i stigvélið og tók upp skammbyssu. — Þú verður að skjóta Ovario fyrst. Prolofski ber aldrei á sér vopn. Ivan, þú verður að nota byssuna og þú verður svo að taka mig með þér til hvitliðanna og tala máli minu við þá. — Þú átt það inni hjá mér, sagði Kirby, og við verðum alltaf vinir, Aleka. — Meira en það, hvislaði hún innilega, miklu meira. Hún hallaði sér fram og kyssti hann. Karita þoldi varla að horfa á það. Aleka læddist út, jafn hljóðlega og hún hafði komið. Klukkan var fimm, þegar Pro- lofski og Ovario komu niður i kjallarann. Karita þoldi varla að sjá, að Ovario hélt á gljáfægðum riffli, fallega Lee-Enfield rifflinum hennar. — Vinur sæll, sagði Prolofski, — hvers vegna komstu sjálfur hingað til Ekaterinburg? — Það skiptir nú litlu máli héöan af, eða finnst þér það? Þau Karita sátu ennþá upp við vegginn. — Nei, það er satt, það skiptir ekki máli, sagði Rrolofski. — Romanovarnir voru teknir af lifi fyrir tveim dögum, fyrir glæp- samleg athæfi gegn rikinu. Þú færð þann heiður að fylgja þeim eftir. Aleka kom inn. Kirby virtist steinrunninn. Karita var náföl. — Eruð þið ennþá að ræðast við félagi foringi? sagði Aleka. — Þú vilt hafa bæði forspil og eftirspil, er það ekki? Þetta dugði. Kirby dró upp skammbyssuna og skaut Ovario og það gneistaði æðislega i augum hans. Þegar Ovario féll, datt riffillinn á gólfið og Karita var ekki lengi að ná i hann. Prolofski öskraði. Það heyrðist til varð- anna tveggja, sem komu hlaup- andi niður stigann. Karita lét þá hlaupa inn á mitt gólf, áður en hún skaut þá báöa til bana. Svo beindi hún byssuhlaupinu að Pro- lofski og hleypti af. Hávaðinn af skotunum berg- málaði stundarkorn i kjallar- anum og þegar það dó út, sagði Aleka: — Þeir eru ekki fleiri, Ivan. Hinir eru allir farnir. Kirby rétti snöggt út höndina og greip i hálsmálið á blússu Aleku. Svo dró hannn hana til sin. — Hvað var gert við zarinn? sagði hann og rödd hans var ógn- vekjandi. — Hvað var gert við þau öll? Aleka gat varla komið upp orðum, vegna þess hve fast hann hélt um hálsmálið, en gat þó stunið upp: — Þau eru öll dáin, — skotin til bana. Hún stóð á önd- inni. — ö, guð minn góður, þeir myrtu þau lika. — Þau öll? Rödd hans var aöeins hást hviskur. — 011? Olgu lika? Olgu? — Já, þau öll, sagði Aleka svo lágt að það heyröist varla. Hann sleppti henni. Svo byrgði hann andlitið i höndum sér. — Ljúfi Jesús Kristur, hvislaöi hann. — Sérðu ekki, að með þessu opnuðust augu min? sagði hún með andköfum. — Ég óskaði þess sizt af «1111. Ég hefi aldrei óskað þess. Ég setti traust mitt á þessa moröingja, Ivan, þeir myrtu þau öll, alla fjölskylduna, öll börnin. 0, góði guð, þau öll. Kirby tók hendurnar frá náfölu andliti sínu. Hann skalf af hryllingi. Karita gret hástöfum. Milli ekkasoganna sagði hún: — Nú er þvi lokið, Ivan, er það ekki? Þvi er lokið. Rússland er dáið. Við förum heim, Ivan, er það ekki? Til Englands? — Jú, sagði Kirby. t nóvember öslaði brezkt beiti- skip gegnum öldur Svartahafsins og á þilfari þess var mikill mann- fjöldi, rússneskir flóttamenn, sem þöglir virtu fyrir sér strendur fósturjarðarinnar. Aleka var undir þiljum, en Karita stóð meðal samlanda sinna og Kirby var ekki langt i burtu. Hann stóð við hlið hennar. Augu hans hvildu á sólgullnum hliöum Krimskagans, þar sem hann hafði lifað sinar sælu- stundir. Hann myndi alltaf minnast þessa staðar og þar var mynd Olgu efzt i huga haps. Ekki I Ural, ekki i Ekaterinburg, heldur á Livadia, þar sem allt var svo friðsælt og unáðslegt. Hún var horfin úr þessum heimi, en hún myndi aldrei' hverfa úr huga hans. Hún hafði farið með þeim, sem hún elskaði. Þau höfðu öll fengið friðinn, öll saman, eins og þau höfðu verið i lifinu. Fjarlægar hæðirnar hurfu sjónum. Hann var nú að yfirgefa þetta land, kannski um aldur og ævi. Honum fannst það óbærileg kvöl. Yndislega, ástfólgna, dýrmæta Olga. Augu Karitu voru full af tárum, sem huldu henni sýn, hún sá Sevastopol, eins og i þoku. Henni fannst, að bak við þessa sólgullnu strönd væri Rússland auðnin ein. Þeir höfðu myrt hina guðhræddu foreldra hennar lika, skotið þau, fyrir það eitt að vera trú keisara sinum. — Ivan, hvislaði hún. Hann svaraði ekki, en þrýsti henni fastar að sér. Þau stóðu svo þögul og horfðu niður i kjölfarið: skipið bar þau óðfluga frá strönd- um Rússlands, flutti þau heim. Nú voru flest allir komnir upp á þiljur, til að horfa til strandar og voru allsstaðar I vegi fyrir áhöfn skipsins. Eftir stundarkorn myndu allir ganga á land. Aleka prinsessa, fögur og glæsileg að vanda, hafði eytt siðustu stund- unum með yfirforingjum skips- ins. Hún haföi fengið hálfa tylft af bónoröum, meðan á feröinni stóð. Hún hló að þeim öllum. Hún haföi aöeins elskað tvo menn: annar var dáinn og hún vissi að hinn haföi hún misst aö eilifu. Hún bað foringjana að hafa sig afsakaöa og gekk þangaö sem Karita og Kirby stóðu. — Ivan, sagði hún, — við munum hittast i London, er það ekki? Ég hef hugsað mér að kaupa hús og þú verður að koma oft i heimsókn. Hvenær sem þú þráir ást, ekki beinlinis eintóma vináttu. Það mun alltaf gleðja mig, að gera þig hamingjusaman. Karita beit á jaxlinn og Aleka hló. Kirby vissi að hún var að leyna tilfinningum sinum. Hann vissi að henni leið illa, hún var vonsvikin, en of stolt til að láta þaö i ljós. Hún haf ði glatað öllu og ekkert fengið i staðinn. — 0, Karita, vertu ekki alltaf reið við mig, hvislaði hún. — Þú veizt ekki hve einmana ég er og - hve ég öfunda þig. Hún kyssti Karitu á kinnina og flýtti sér svo til foringjanna, sem strax flyktust utan um hana. — Aleka Petrovna er farin að hlæja aftur, sagði Karita. — Nei, sagði Kirby, — það er aöeins með vörunum. Við höfum öll misst mikið. Þau voru þögul um stund. Þau nálguðust land óðfluga. — Ivan, sagði Karita, — elskaði Olga Nicolaivna þig? Kvölin náði snöggvast á honum ' tökum, þráin og söknuðurinn. • — Hún var engin venjuleg stúlka, Karita. Henni var meinað að elska eins og aðrar stúlkur - fengu að gera og njóta. — Þetta er ekkert svar, sagði Karita, — en ég þurfti ekki að spyrja. Þú ert reyndar hamingju- samari en margir menn, er það ekki. Olga Nicolaievna elskaði þig. Charlotte frænka elskar þig. Aleka Petrovna þráir þig. Ö, sagði hún, — hve innilega ég óska að vera elskuö lika. Hann sneri sér að henni og lyfti upp( andliti hennar. Honum bxá vi'ð- Karita Katerinova, sem hafði gengið i gegnum svo miklar raunir með honum, var grátandi. — Karita, dettur þér i hug að mér þyki ekki vænt um þig? Við höfum verið svo lengi saman, gengið I gegnum svo margt, átt saman unaðslegar gleðistundir og lika óumræðilega sorg. Þegar ég horfi á þig, sé ég Rússland fyrir mér, það Rússland, sem við bæði elskum, — Livadia og — jafnvel^ Olgu. Þú ert allt sem ég elska i landi þinu, þú ert lif mitt, ham- ingja og framtið. Ég vildi óska að þú vildir giftast mér, Karita. Karita, elsku litla stúlkan min, ég elska þig svo innilega. Karita grét, eins og öll tár Rússlands væru að drekkja henni. — Karita, viltu giftast mér? Gráa herskipið rann léttilega eftir spegilbjörtum sjónum. Karita lyfti höfðinu, það glampaði á gullið hár hennar og hún brosti gegnum.tárin. —- Ó, eg þrái ekkert eins heitt, sagði hún. Hann kyssti hana bliðlega á varirnar. Svo tók hann i hönd hennar og þau stóðu hlið við hlið og virtu fyrir sér landið, sem þau voru að nálgast: England, fram- tiðarland þeirra. Sögulok. 25. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.