Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 20
Hvað verður um mig, ef eitthvað
óhapp kemur fyrir þig?
— Þú ferö þá til foreldra þinna,
sagði hann. — Reyndar væri
réttast, að þú færir heim til
þeirra, meðan ég er i burtu. Þú
getur llka veriö hér og haldið
Ibúöinni minni hreinni. Það er
alltaf svo notalegt að koma heim,
þegar þú ert annars vegar.
— Þaö skiptir nú ekki miklu
máli, ef þú veröur drepinn á vig-
völlunum, sagði hún.
Hún var undrandi yfir þvi, hve
innilegur hann var við brott-
förina. Það var ekki nóg, að hann
kyssti hana, heldur faðmaði hann
hana innilega að sér. — Elskulega
Karita min, sagði hann.
Og þegar hann var farinn, var
Karita sjálfri sér reiö, vegna þess
að hún fór að gráta.
Aö sumu leyti var honum fró I
þvi að berjast. Hann fór heldur
ekki varhluta af því. Þaö voru si
og æ erjur við landamærin, harðir
og grimmilegir bardagar í kulda
og snjó og Kirby lá ekki á liði
sinu, barðist hraustlega við hliö
félaga sinna. A daginn gat hann
gleymt hjartasorg sinni i orrustu-
gný. En á kvöldin, þegar hann
fleygði sér, kaldur og uppgefinn i
fleti sitt, sóttu hugsanirnar að
honum og héldu fyrir honum
vöku, þangað til svefninn bugaði
hann undir morgun.
Dauði og hörmungar voru alltaf
fyrir augum hans og hann vissi,
að það var aðeins spurning um
tima, hvenær einhver kúlan eða
sprengjubrotið hitti hann sjálfan.
En svo var það um dagmál,
drungalegan dag i desember, árið
1916, að hann var tekinn til fanga
af Tyrkjum. Hann var frekar
fegin en undrandi yfir þvi, að
örlög hans urðu ekki verri.
Hann var fangi i heilt ár i
fangabúðum Tyrkja.
Karita,sem átti þvi að venjast
aö heyra frá honum við og við,
varð óróleg, þegar bréf hans
hættu að berast. Hún skrifaði til
aðalbækistöðvanna og að lokum
fékk hún það svar, að Kirby,
riddaraliðsforingja væri saknað.
Karita dofnaði upp, það var
eins og þeir hefðu tekið af henni
hægri handlegginn. Það tók hana
tvo daga, að horfast i augu við
sannleikann. En hún hugsaði meö
sér, að hann hefði ekki verið
sagöur fallinn I orrustu, svo það
var alltaf von. Hún ætlaði sér alls
ekki að fara frá Kars, ekki fyrr en
yfirlýsing kæmi um, aö Kirby væri
fallinn. Hún gekk upp i þvi aö
halda öllu i horfinu i ibúðinni, til
aö hafa allt til reiðu, ef hann
kæmi aftur. Hún skrifaði Char-
lotte frænku hans mörg bréf og
reyndi að láta ekki bera á ótta
sinum. Svo sat hún, bað og beið.
Og meðan Karita beið, einmana
við aðalstöövarnar i Kars og
Kirby i fangabúðum Tyrkja, var
það Rússland, sem þau bæði
elskuðu, að riða til falls.
A vigvöllunum hrundu her-
mennirnir niður. Ef þeir féllu
ekki fyrir vopnum óvinanna, þá
dóu þeir og þjáöust af skorti á
öllu: ekki eingöngu voru allar
vistir á þrotum, heldur voru þeir
svo til alveg orðnir vopnlausir. A
heimavigstöðvum var ástandið
litið betra og þar reru bæði
anarkistar og byltingamenn á
báða bóga, notuðu sér örvæntingu
þjóðarinnar. Morðið á Rasputin i
desember 1916, varð til þess að
brjóta siðasta hlekkinn. 1 marz
brauzt byltingin út og Nicholas
afsalaði sér völdum. Bráða-
birgðastjórn var sett á laggirnar
og keisarafjölskyldan var sett i
stofufangelsi i vetrarhöllinni, i
Sarskoje Selo, liklega frekast til
að vernda lif þeirra.
Olga, sem nú var orðin tuttugu
og eins árs, komst nú að þvi,
hverjir voru vinir þeirra i reynd.
En það var eitt, sem enginn gat
rænt frá henni, það voru minning-
arnar. Og þau fengu að vera
saman. Hún og Tatiana urðu
ennþá samrýmdari.
— Olga, sagði Tatiana einn
daginn i mai, tveim. mánuðum
eftir valdaafsal föður þeirra. —
Olga, veiztu ekki hvar Ivan er?
Skrifar hann þér ekki?
Olga horfðibeint fram fyrir sig.
Þær voru úti I garöinum, á litlu
svæði, sem fjölskyldan hafði til
umráða. Hermenn voru alls
staðar nálægir, þeir slepptu þeim
sjaldan úr augsýn. Hún sagði: —
Ég held, að hann hafi skrifað
mömmu og Alexis, en það var um
jólin fyrir rúmu ári, ekki núna um
jólin. Þær þögðu um stund. Olga
andvarpaði og sneri sér að systur
sinni. — Ö, Tasha, sagði hún. —
Heldurðu, að hann hafi farið aftur
til Englands? Heldurðu að hann
hafi yfirgefið okkur?
Tatiana gat aðeins hugsað sér
eina ástæðu fyrir þvi að Ivan
Ivanovitch hafði ekki sent jóla-
kveðjur í þetta sinn, en það var
hugsun, sem hún gat ekki látið i
ljós við Olgu. Hún sagði: — Ég
held, að mamma gæti hugsað sér
að fara til Englands, hún heldur,
að við séum öruggari þar. Ég held
lika, að þeir þarna i stjórninni
ætli að senda okkur þangað.
— Til Englands? Olga saup
hveljur. — ó, það væri bezt af öllu
úr þessu. Við gætum þá verið þar,
þangað til fólkið áttar sig. Það er
eina landið sem mamma og pabbi
gætu hugsað sér að dvelja i, fyrir
utan Rússland. Þar er Alix
frænka og allt hitt frændfólkið.
— Og kannski Ivan Ivanovitch
lika, sagöi Tatiana áköf. — Ó,
elskan, það yrði alveg dásam-
legt! Viö erum ekki lengur
keisarafjölskylda, við erum bara
venjulegt fólk núna. Mamma gæti
alls ekki meinað þér að giftast
honum núna, heldurðu það?
— Tasha, segðu þetta ekki,
sagði Olga og hún stóð bókstaf-
lega á öndinni. — Segðu þetta
ekki, Tasha!
En I ágústmánuði lét Alexander
Kerensky, yfirmaður bráða-
birgðastjórnarinnar, sem var
hlynntur keisarafjölskyldunni,
flytja þau til Tobolsk i Vestur-
SÍberlu, til frekara öryggis. I
nóvember var bráðabirgða-
stjórnin sett af. Bolsevikar tóku
ráðin i slnar hendur. Hin blóðuga
útrýming aðalsins var hafin.
Andrei var einn af þeim, sem
sóttur var, eina af siðustu
nóttunum i nóvember. Hann var á
leiö niöur stigann i húsi sinu i
Petrograd, þegar hópur manna
réöist inn I húsið. Hann var að
venju snyrtilega klæddur i inni-
20 VIKAN 25. TBL.