Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 16
Ragnar Þorsteinsson Þeir, sem láta sér nægja, að sjá Hjör- leifshöfða úr fjarlægð, þegar þeir þjóta fram hjá fljúgandi, siglandi eða akandi, vita fæstir, að þama uppi á háhöfðanum er að finna merkilegt mannvirki, engu siður heillandi en hið dýrlega útsýni til hafsins og öræfanna, sem þama gefur að lita. Þeim er einnig fæstum kunnugt, að þama á efstu brún höfðans er að finna veglegan hvilustað eins mesta bændaöld- ungs seinni ára og grjótorpið leiði fyrsta landnáms manns ins.... Viö hina brimsollnu suður- strönd íslands eru viða eyðisand- ar, myndaðir af framburði jökul- vatna, eldgosum og foki. Ein slik eyöimörk er Mýrdalssandur. Þar framarlega á miðjum sandi, stendur fjall eitt, mikið og fritt, eins og vin i eyðimörk eða eyja græn úr hafi. Þetta er gamall öldubrjótur, frá þeim tima er særinn sleikti jökulrætur. Er landið reis aftur úr sæ, greru þarna skógar miklir og engi. Þá hafði fjallið, sem Hjörleifur Hróðmarsson nam land við, ekki mikla hagnýta þýðingu, utan að vera vegvisir eða kennileiti sæ- förum er að landi komu. Enn þann dag i dag gegnir hann þeirri skyldu i tvöfaldri merkingu. Þegar þurrviðri og norðanátt er, stendur sandkófið fram yfir sanda og á haf út og hylur strönd- ina sjónum þeirra, er fram hjá fara, eða fiskveiðar stunda með ströndinni. Þá gnæfir Hjörleifs- höfði oft upp úr kófinu og ber þá hæst varðan mikla á toppi hans. Einnig geymir hann við rætur sinar talandi vott um mannkær- leika og fórnfýsi i garð þeirra, sem hrekjast að ströndinni og brjóta þar skip sin, svo og þeirra, sem um sandinn hrekjast vega- lausir og villtir. Það er skipbrots- mannaskýli, búið vistum og klæð- um, fyrir þá, sem i nauðum eru staddir. En við viljum skyggnast dýpra i sögu Höfðans, eins og hann er kallaður i daglegu tali þeirra, sem hafa hann oftast fyrir sjón- um. Við viljum kynnast þeim bet- ur, sem byggðu Hjörleifshöfða, löngu áöur en hjálpfýsi og ná- ungans kærleikur fékk það form, sem nú er algengast og sjálfsagð- ast, að allir leggi hönd á plóginn. Allir þekkja það litla, sem til er af sögu Hjörleifs, örlög hans og skapadægur. Við vitum, að næst- ur nam land við Höfðann, maður er ölver hét. Landnáma segir, að maður hét Eysteinn, sonur Þorsteins Drangakarls, hann fór til tslands af Hálogalandi og braut skip sitt við sanda. Hann byggði Fagradal. Kerlingu eina rak af skipi hans, þar heitir siðar Kerlingarfjörður. Þar er nú eng- inn fjörður, en þar innar af heitir Kerlingardalur. ölver, sonur Eysteins, nam land austan Grimsár (nú liklega Miðkvísl). ölver bjó i Höföa. Þar hafði enginn maður þorað að nema land fyrir landvættum, sið- an Hjörleifur var drepinn. Ekki er mér kunnugt um ábú- endur i H jörleifshöfða eftir Þórarin son ölvers, þar til árið 1721 11. mai, að Katla gaus. Þá býr þar Ólafur Ólafsson. Hann var ekki heima er hlaupið tók bæ- inn, var við kirkju að Höfða- brekku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.