Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 4
a&dráttarafl bæjarins felst samt I' þvl, aö Dóná sprettur út úr grænni fjallsfllIBinni fimm kilómetrum norövestan bæjarins, nókkur hundruö metrum frá ásunum, fem skilja aö vatnasvið Dónár og Rinar. Rétt hjá upptökunum stendur gömul og falleg kapella, þar sem oft gefur aö líta heilu fjölskyld- urnar krjtipa i bæn. Dóná fær að renna .. nokkur hundruö metra að eigin vild, en svo er hún leidd i steyptan skurð, sem endar með stlflu. Þar hverf- ur áin undir yfirborð jarðar og er leidd inn i verksmiðju, þar sem hún knýr sagirnar, sem saga og sniða borö og planka úr sverum grenistofnunum úr Svartaskógi. En þegar áin hefur lokið þvi verkefni sinu, fær hún aftur að streyma óhindrað og rennur þá undir brúna, sem er á veginum frá Furtwangen yfir Schönwald til Triberg, Donaúeschingen og Bregenbach. En einþvern veginn gengur manni illa að fá þetta til að koma heim og saman — að Dóná skuli hafa upptök á tveimur stöðum, önnur i furstahallargarðinum og hin við Martinskapelluna. En þetta er ekki allt. Þvi er haldið fram, aö Dóná eigi upptök sin á einum stað enn. Þau eru á göml- um bóndabæ. Þessarar upp- sprettu er þó að engu getið, nema I fáeinum ferðamannabækling- um, sem gefnar eru út i þessum hluta Þýzkalands.. Furstinn I Donaueschingen og ferðaskrifstofurnar i Furtwangen sjá um að draga ferðamenn hvor að sinni uppsprettu. Bóndinn aft- ur á móti verður einn að annast sina uppsprettu. Áróðurinn, sem hann rekur, er mjög einfaldur. Hann skrifaði einfaldlega á stór- an stein: BRICHÁS QUELLE. Þessi bóndi leyfir ferðamönnum að skoða uppsprettuna sina ókeypis og selur hvorki póstkort, minjagripi né svaladrykki. Lækurinn bóndans rennur* yfir engin og i einkauppsprettu furst- ans I útjaðri hallargarðsins. Þremur til fjórum kilómetrum austan við hallargarðinn er áin komin út úr skóginum og rennur nú yfir engi. Þar sameinast öll þessi upptök Dónár og þar lét einn furstanna reisa sandsteins- minnismerki um sig og konu sina til þess að minna þegna sina á til- vist sina. Nú hefur þetta minnis- merki verið flutt á afviknari stað. En Donaueschingen hefur allt til þessa dags haft mikil áhrif á menningarlif i Þýzkalandi, ekki einungis vegna frábærs lista- safns, sem er i höllinni, heldur er þar einnig haldin mikil tónlistar- hátið á hverju ári. Undanfarin ár hafa þar veriö flutt mjög nýtizkú- leg verk. En tónlistarhátiðin er ekki haldin fyrr en furstafjöl- skyldan er farin i árlegt haust- ferðalag sitt. Það eru takmörk fyrir þvi, hvað aðalsmenn erp skyldugir til að gera. Rauða, blóðuga Dóná Dóná er ekki blá. Augu lit- myndavélanna taka af allan vafa um það og sýna hana leðjubrúna, þegar nokkur hundruð metrum frá kristalstærum upptökum sin- um. Með nokkrum rétti mætti kalla hana „Rauðu Dóná”, þvi að blóð margra þjóða og kynslóða hafa litað hana I átökum liðinna alda. Það er ekki ýkja margt vit- , að um ættbálkáátökin þar i forn- öld, en þó er vlst aö Augustus keisari neyddist til að senda Tiberius stjúpson sinn með sjö herdeildir nor.ður til Dónár til þess að koma þar á friði. Þegar rómverska heimsveldinu tók að. hnigna, ruddust innrásar- herir yfir Dónárlöndin og meðal þeirra voru herir Atla Húnakon- ungs. Og þegar Húnár voru hættir að herja, tóku krossfararnir við og kristnu herirnir höfðu ekki fyrr beðið afhroð en Tyrkir tóku að streyma inrt i Suðaustur-Evrópu. Þeir hertóku Balkanskaga og Dónárlöndin allt upp að Budapest og grimmd þeirra var sizt minni en Húnanna. í norðri geisaði þrjátiu ára striðið — og svo kom ' Napoleon til sögunnar. í seinni heimsstyrjöldinni voru flestar stærri borgir við Dóná næstum ’jafnaðar við jörðu af ameriska og rússneska flughern- um Nýir blóðstraumar lituðu Dóná og þverár hennar i Tékkósló- vakiu, Ungverjalandi, Júgóslaviu og Búlgariu. En nú er öllu meiri friður rikj- andi við ána. Síðustu átökin við ána áttu sér stað i Ungverjalandi árið 1956, þegar Rússár kæfðu þar niöur uppreisnartilraun lands- manna með brynvögnum sinum. Nei, Dóná er ekki blá. Áin kemur að fyrstu stóru borg- inni. Allt frá Donaueschingen heitir áin bara Dóná. Uppsprettu- lækirnir þrir hafa að mestu leyti fengið að vera i friði að undan- teknum nokkrum vatnsmyllum og stlflum, sem ekki hafa veruleg áhrif á rennsli hennar. En náttúr- an verður brátt fyrir truflunum af stórvirkum vinnuvélum, sem vegir eru lagðir með, skurðgröf- um á skriðbeltum. Það er engu likara en þessar vélar vinni þarna gegn náttúrunni sjálfri. Fyrstu fimm kilómetrana frá Donaueschingen fellur nokkur kyrrð yfir ána. Hún verður hún sjálf aftur og tekur á sig sveig inn i þorpið Pfaren, þar sem einstöku áhugaveiðimaður stendur milli trjánna og kastar fyrir fisk. Þar heyrist hávaðinn frá skurðgröf- unum bara eins og fjarlægur und- irtónn. Fuglasöngur, hurtdgá og hringl i mjólkurfötum eru miklu nálægari. En svo verður fyrsta verulega hindrunin á vegi Dónár — snarbrattir klettarnir, sem varna henni að komast til Sig- maringen. 1 kringum f jörtiu kilómetra frá staðnum, þar sem uppspretturn- ar þrjár sameinast, kemur áin að svabisku ölpunum hja bænum Immendingen. Þessi fjöll eru úr kalksteini, sem tekur ekki til sin vatn, en hefur þann eiginleika að mynda mikið af sprungum á yfir- borðinu. Rigningarvatnið leitar niður um þessar sprungur og nið- ur i mýkri jarðlög, þar sem það sameinast grunnvatninu og mynda’- 4r neðanjarðar. Það eru slikar neðanjarðarár, sem á nokkrum milljónum ára hafa myndað hina frægu neðanjarðar- hella viða I heiminum, meðal annars á Mallorca, i Júgóslavíu, i Pyreneafjöllunum og i Frakk- landi. Það var i þ^ssum hellum, sem siðhærðir og skinnklæddir forfeður okkar skemmtu sér við að mála myndir á veggina til þess að segja eftirkomendum sinum hvernig þeir báru sig að við mammútaveiðar. Þarna hverfur Dóná undir yfir- borð jarðar. Ef henni kæmi ekki kraftur til þess að brjótast aftur undan kalksteinsklettunum, hyrfi hún'llklega fyrir fullt og allt. Það var á þessum slóðum, sem Svabarnir bjuggu fyrir Krists burð. Þeir höfðu unnið landið af frumbyggjunum, sem voru Kelt- ar, en urðu sjálfir að sætta sig við undirokun Rómverja, þegar þeir fóru að sækja norður á bóginn. Þegar'yfirráðum Rómverja lauk, sóttu germanskir þjóðflokkar inn I Dónárdalinn að norðan. Þrjú hundruð árum seinna tóku Frankar yfirráðin yfir dalnum i sinar hendur og þá fór. að bera meira á Svabiu I sögu Þýzka- lands. Og margar stórar ættir eiga rætur sinar að rekja til borg- anna meðfram ánni. Þar eru gamlir kastalar, kirkj- ur og klaustur frá þeim tima, þegar Þýzkaland var bæði efna- hagslega og stjórnmálalega i höndum páfans og þýzka þjóðin ákvað að styðja þýzka munkinn Martein Lúter i uppreisn hans gegn einveldi páfans. En meðfram Dóná, i konungs- rikjunum Wiirttemberg og Bæj- aralandi, náðu kenningar Lúters aldrei fótfestu. Enn þann dag i dag hringja kirkjuklukkurnar þar til messu seint og snemma og finni maður hjá sér hvöt til þess að fara ekki til messu dagsins, en leita þess i stað á vit einhvers Benediktusarmunksins, þá er það vel hægt. En enh erum við minnt á að timarnir breytast. Unga fólkið dregur kajaka sina og gúmbáta upp á.bakka Dónár eftir hættuleg- an róður yfir hringiður og milli hættulegra kletta. Og áin streym- ir áfram til klettanna hjá Sigmar- ingen. I Sigmaringen er höll Hohen- zollaranna, sem gnæfir þar i mið- aldastil. Upphaflega voru "Zollar- arnir svabiskir riddarar og unnu sig til frama i hernaði og með skynsamlegum giftingum. Þeir komust brátt til svo mikilla mannvirðinga, að þeir bættu Hohen framan við ættarheitið og kölluðu sig Hohenzollara. Suður-þýzki aðallinn komst fljótt til mikilla valda og brátt urðu afsprengi fyrstu Zollaranna konungar og keisarar. Og þeim tókst að halda valdaaðstöðu sinni allt til fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. Hohenzollarahöllin, sem enn er I eigu ættarinnar, er mikið safn bygginga, en svo merkilegt sem það er, þá eru þar engin merki striðsreksturs eða hernaðar. Hitler var maðurinn, sem fékk slik völd, að hann gat snúizt önd- verður gegn gömlum hefðum. Hann lét reka Hohenzollarana út til þess að fá húsnæði til þess-að halda vinum sinum Pierre Laval og Petain ásamt fjölskyldum þeirra I gæzluvarðhaldi. Að heimsstyrjöldinni lokinni Voru þeir Laval og Petain fluttir heim til Frakklands, færðir þar fyrir herrétt og dæmdir til dauða. Laval var skotinn, en Petain var náðaöur vegna fyrri afreka sinna á vigvellinum. Og Dóná heldur áfram að streyma. A leið sinni frá upptökum sinum til Svartaha/sins rennur hún næstum yfir þvera Evrópu frá vestri til austurs. A þessari leið rennur hún um eða á landamær- um átta rikja og I alls konar landslagi — allt frá granit- og kalkfjöllum til akurlendis og við- áttumikilla engja. Þess vegna ber Dóná fjölbreyttari svip en flestar aörar evrópskar ár. A stöku stað byltir hún sér i þröngum gljúfr- um, en breiðir svo lygn úr sér milli sléttlendra engja. Slik er Dóná á leið sinni I austur frá Sig- maringen. Breið og lygn streymir hún i áttina að fyrstu stóru borg- •inni, sem hún rennur hjá — Ulm. Skraddarinn, sem ætlaði að fljúga yfir Dóná. Flestir bæir, stórir og smáir, sem standa á bökkum Dónár, hafa orðið til undir vernd klaust- urs eða kastala. Riddarinn i kast- alanum, eða ábótinn i klaustrinu gátu þvi farið með ibúa borganna að eigin geðþótta. En Ulm er undantekning. Hún var upprunalega borg hinna frjálsu borgara. Hennar er fyrst getið árið 854 og þegar árið 1155 er híin viðurkennd sjálfstætt borg- riki i Svabiu. Þetta var á miðju krossferðatimabilinu og það gaf vel i aðra hönd að selja krossför- um á leið til Landsins helga út- búnað og vistir. Allt frá fyrstu tið hafði Ulm alla möguleika til þess að verða mjög þýöingarmikil borg. Og það varð hún lika og er reyndar enn I dag. Tiu járnbrautarlinur liggja að og frá borginni og tveir breiðir ak- vegir. Þó að talshátturinn forni, sem hafður hefur verið um Ulm, að „auðæfi Ulm stjórni heimin- um”, sé kannski ekki lengur raunhæfur, þá er borgin enn mjög mikilvæg iðnaðarmiðstöð, þó að ibúöarnir séu ekki nema 100.000. Og það þrátt fyrir það að styrj- áldir hafi löngum gengið nærri henni. Trúarbragðastriðið á sautjándu öld, þrjátiu ára striðið milli mót- mælenda og kaþólikka, mæddi mjög á Ulm. Napoleon hertók bæ- inn og settist þar að með her sinn. Undir lok seinni heimsstyrjaidar- innar varð Ulm mjög illa úti vegna loftárása. Enn þann dag i dag ber bærinn ör eftir loftárásirnar, en það sætir undrun, hve vel hefur tekizt að endurbyggja miðaldabygging- arnar þar I sinum upprunalega stil. Meira en helmingur húsanna i borginni var eyðilagður i. sprengjuárásum. Stolt bæjarins, dómkirkjan, fékk mjög slæma út- reið, en hún gnæfir til himins eftir sem áður. Gotnésku turnspirurn- ar á henni eru 161 metri á hæð og 4 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.