Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 47
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeið kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróír íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekiö ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. Pavdauo, Mönsiö'Ui ELst-ce. z, I cujjrobus y\uMsévo5tb \Ca LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 Undirrit___oskar: aó fa sendan upplýsingapésa um lii að kaupa linguaphone tungumálanámsi ensku U frönsku U þýzku U spænsku U annað mál nafn: _________ heimili: — hérað: Fullnaðargréiðsla kr. 5.200.- fylgir með U Póstkrafa kr. 5.400.-□ Sérstakir greiósluskilmálar U útborgun kr. 2.500.- þrjár mánaðarlegar afborganir á víxlum —3x1000- — samtals kr. 5.500.- LINGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK Ég lifði þetta allt upp aftur framhald af bls. 39 það gat jafnvel orðið minna en þúsund pund i allt. Við gátum nú ekki lengur hugsað okkur nema eina leið út úr þessum ógöngum og það var að leita á náðir lög- reglunnar og fá ráð hjá henni. Við urðum að horfast i a\-.gu við þetta og berjast á móti. , Hann sagði okkur, að hvert sem ;"við færum, myndu þeir alltaf hafa uppi á okkur og hörmungarnar yröu sifellt á næsta leiti. Okkur var ljóst, að hann hafði á réttu að standa. Við myndum aldrei hljóta frið, til að geta lifað eðlilegu lifi. Þessir menn svifust einskis og við vorum á einhvern óskiljanleg- an hátt flækt i þetta viti. Við sáum, að við gátum ekkert annað gert, en að láta lögregluna fá allar sannanir, sem við höfðum og allar upplýsingar, til að geta komið þessum glæpamönnum þangað, sem þeir áttu heima, — i fangelsi. Við gátum ekki gert okkur nokkra von um að lifa eðli- legu lifi, nema að þeir væru á bak við lás og slá. Ég sór með sjálfri mér, að ég skildi gera allt, sem á minu valdi stóð, til að réttlætið næði fram að ganga, hvað sem það kostaði okk- ur Lenny. Mér var það ljóst, að við áttum ekki annarra kosta völ, ef við vildum verða frjálsar manneskjur.... Við urðum að horfast i augu við þetta og berjast á móti þvi. Eng- ,nn hafði áður þorað að lyfta fingri, til að aðstoða lögregluna i þvi að vinna bug á þessari glæpa- mennsku. Nú ætluðum við Lenny að ljá þeim lið. Þegar við komum heim, eftir heimsókn okkar til lögreglufor- ingjans, settumst við niður og ræddum um þetta fram og aftur og aö lokum komumst við að þeirri niðurstöðu, að það var ekki um neitt annað að ræða, en að ganga að þessii m'eð opin augu. Þetta var aö visu erfið ákvörðun og við hefðum aldrei getað komiö neinu til leiðar, ef við hefðum ekki verið sammála. Viö vissum alltof vel, hvað það var, sem við þurft- um að horfast I augu við næstu vikurnar. Um leið og glæpamenn- irnir komust að þvi, hv.að við ætl- uöum okkur, myndu þeir einskis láta ófreistað til að hefna sin grimmilega á okkur. Sumum hefur dottiö i hug, að kalla mig hugrakka konu og aðrir hafa kallað mig asna. Um þetta ley.ti held ég að ég hafi verið hvor- ugt. Lögreglan reyndist okkur alveg dásamleg..Yfirforinginn bauö okkur vernd, alla tuttugu og fjóra tima sólarhringsins, en við þöfn- uöum þvi tilboði. Ibúðin okkar er svo litil, aðeins tveggja herbergja og ég gat ekki hugsað mér að hafa lögregluþjón yfir mér þar, jafnvel þótt hann væri eins notalegur' og frekast varð á kosið. Eftir nokkr- ar vikur var búið að ná i bófa- flokkinn og alla hans áhangendur og þeim stefnt fyrir dómstólana. En það var aðeins upphafið. Ég var farin að venjast þvi at vera hrædd. Lögin eru nokkuð þung i vöfum og það leið hálft ár, þangað til réttarhöldin i Old Bailey hófust. Ég held að þessir mánuðir hafi verið þeir verstu i fifi minu. Ég varð að búa við þennan ótta dag og nótt. Það var ekki beinlínis ótt- inn við það, að verða fyrir á'rás, heldur ótti um lif okkar. Lögreglan gerði allt sem á hennar valdi stóð. Hún lét hringja til okkar og kom i heimsókn, að minnsta kosti tvisvar á sólar- hring, en ég er samt viss um, að ef glæpamennirnir hefðu verið al- veg ákve.ðnir I þvi, að ráða niður- lögum okkar, þá hefðu þeir getað það. Allir sem við þekktum og fjöl- skyldur okkar voru dauðskelkaðir um að við yrðum fyrir árás og særðumst hættulega eða létum lifiö. En eftir nokkrar vikur var ég orðin vön óttanum. Ég var orð- in vön þvi að heyra hryllingssög- ur, sem kunningjar klikunnar reyndu að koma til okkar. í hvert einasta skipti, sem Lenny fór út fyrir húsdyr og það var ekki oft, var ég hrædd um að þeir næðu i hann og myrtu hann. Ég titraði i hvert sinn, sem sim- inn hringdi og ég þurfti að beita mig hörðu, til að framkvæma ein- földustu hluti, eins og til dæmis, að ganga ein heim frá vinnu. Einn daginn fengum við bréf, sett saman með orðum úr dag- blöðum. 1 þvi stóð: „Mætið ekki i réttinum. Ef þið gerið það, munið þiö aldrei fá frið”. En ekkert gat stöðvað okkur úr þessu. Við urð- um að halda áfram, til þess að Tibbs-klikan fengi makleg mála- gjöld. Þetta fólk varð að sæta á- byrgð gjörða sinna. Það sem mér fannst einkenni- legt, var að ég fann ekki svo mik- ið til léttis, þegar búiö var að koma þeim ölíum i fangelsi. Ég var aðeins þreytt og fegin að þessu væri lokið. Það var allt og sumt. Siðar varð ég reið, vegna þess að þeir virtust hafa samúð al- ménnings, fokvond, þegar fólk sagði, að refsingin hefði verið of ströng og að þetta værú i rauninni allra beztu menn. Það var eins og allir væru búnir að gleyma þvi, sem þeir höfðu gert við Lenny, gleyma þvi hve illa hann var leikinn og öllu þvi, sem hann var búinn að ganga i gegnum. En, það versta er samt, að enn- þá er fólk i East End, sem er vin-' samlegt i garð þessara glæpa- manna. Ég held við getum hvenær sem er átt von á einhverjum hefndar- aðgerðum. Lenny er gjörbreyttur maður. Þegar við giftum okkur, var hann ætið kátur og glaður. Nú er hann hljóðlátur og oft i þungu skapi. Honum var alltaf vel til vina, en nú vill hann helzt ekki tala við ó- kunnuga. Mér er llka ljóst, að ég er sjálf orðin tortryggin.gagnvart ókunn- ugum. Það kemur varla fyrir, að við förum út nú orðið. Við sitjum heima kvöld eftir kvöld og horf- um á sjónvarp, eins og miðaldra fólk. Lenny getur ekki ennþá unnið meira en það sem nemur tveggja daga vinnu á vikú, hann hefur ekki meira þrek, og það getur jafnvel verið, að hann fái aldrei fullan bata. Þetta gerir hann að sjálfsögöu dapran, en ég vona alltaf að það lagist. Viö erum búin að fá okkur tvo varöhunda til örýggis. Tikin heit- ir Bonnie og hún er heima allan daginn, en Netzer, hundurinn, fer alltaf með Lenny, hvert sem hann' fer. Þegar við höfum safnað nógu miklu fé, til að kaupa hús, förum við alfarin frá East End. Mig langar til að flytja út I sveit, þar sem ég get átt rólega daga og þar sem erfitt verður að hafa- unn á okkur. 25. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.