Vikan


Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 28
PLOTUR AÐ LANI Bæjar- og héraðsbókasafnið í Hafnarfirði hefur undanfarin ár lánað út hljómplöt- ur. Nú hefur hljómplötudeildin fengið stórbætta aðstöðu i nýjum húsakynnum og Vikan fór á stúfana til að kynna sér þessa starfsemi bókasafnsins. Töluvert er um liöið siðan fyrst var haft á orði að koma upp hljómplötusafni i tengslum við Bæjar- og héraðsbókasafnið i Hafnarfirði, en ekki var úr fram- kvæmdum þar til fyrir tiu árum, að keypt var nokkurt magn eldri hljómplatna með sigildri tónlist og allar þær plötur islenzkar, sem fáanlegar voru. Þær elstu eru frá þvi rétt eftir aldamótin siðustu. Tveimur árum siðar, eða árið 1966, var farið að lána út hljóm- plötur i safninu. 1 fyrstu var úr- valið litið, aðeins rúmar 150 plöt- ur. En þessari nýbreytni var vel tekið og plötusafninu óx fljótt fiskur um hrygg. Þrengsli hafa þó alltaf staðið vexti þess fyrir þrif- um þar til nú, að Friðriksdeild safnsins hefur fengið stærri og fullkomnari húsakynni til afnota, en þau voru formlega tekin i notk- un rétt fyrir páskana. Teiknistof- an Höfði teiknaði innréttingar deildarinnar, sem er sérlega vist- leg, og hafði Knud Jeppesen arki- tekt yfirumsjón með uppsetningu þeirra, en yfirsmiður var Jón Kr. Jóhannesson. Friðriksdeild er kennd við Frið- rik Bjarnason tónskáld og söng- kennara, sem lengst af starfaði i Hafnarfirði, en hann ánafnaði bókasafninu þar eigur sínar að sér látnum. Friörik átti mikið safn söngkennslubóka, bæði er- lendar og allar islenzkar bækur af þvi tagi. Auk söngkennslubóka átti Friörik töluvert safn'nótna- bóka og annarra tónlistarbóka og eru þær allar varðveittar i Frið- riksdeild ásamt húsgögnum Friö- riks og konu hans og hljóðfæri tónskáldsins. Bækur Friðriks eru góöur og verðmætur stofn tónlist- arbókasafni, en þær eru ekki fá- anlegar að láni. Safngestir geta þó fengið þær til aflestrar i sér- stökum leskrók deildarinnar. Bókakostur Friðriksdeildar hefur lika veriö aukinn smám saman á undanförnum árum, en þrengsli hafa til þessa hamlað þeirri starf- semi deildarinnar sem annarri. Nú eru hljómplötur safnsins, Hljómflutningstækin i Friöriks- deild eru hin fullkomnustu og það er ekki amalegt að láta fara vel um sig við að hlusta á uppáhalds- tónlistina sfna þar. Lag Friöriks við ljóö Daviðs Ste- fánssonar Abba-Iabba-lá er vel þekkt og á hljóðfæri tónskáldsins biasir við handritiö að þessu lagi. 28 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.