Vikan - 20.06.1974, Blaðsíða 34
Bill sá hóp af lögregluþjónum,
þegar hann kom út af knæpunni.
Hann flýtti sér til þeirra og þeir
sögöu honum hvaö um væri að
vera, — sögöust liklega neyðast
til þess að láta strákinn fara meö
gömlu konuna. Þeir sögðust ekki
geta hætt á, að hann yrði kannski
mörgum að bana. Hann gæti
heldur ekki komizt langt og þeir
myndu fljótlega hafa hendur i
hári hans. Hann gæti ekki farið
fljótt yfir meö gömlu konuna.
Hann myndi trúlega myrða hana
eða skilja hana eftir meðvitund-
arlausa á einhverjum afviknum
stað.
Bill hlustaði á þá stundarkorn,
svo smeygði hann sér inn i húsið
og fór úr skónum.
Loksins komst Tommy alla leið
heim, en þegar hann fann húsið
mannlaust og Depil lokaðan inni i
eldhúsi, flýtti hann sér út aftur,
með hundinn á hælunum.
Mamma hans var að öilum lik-
indum að svipast um eftir honum
i rústunum og það gat verið að
hún lægi þar einhvers staðar,
kannski ósjálfbjarga og illa
meidd.
Þegar hann kom út var leigu-
bifreið að renna upp að húsinu og
út úr henni stökk maður. Það var
faðir hans. Þeir horfðu stundar-
korn hvor á annan, svo hljóp
Tommy i faðm föður sins.
David sagði: — Ég vissi að þú
vildir mér eitthvað.... og þegar
drengurinn varð niðurlútur, flýtti
David sér að segja: — Það var
alls ekki eins og þú hélzt, — ég var
veikur, var búinn að liggja i rúm-
inu i heila viku. Það var rétt svo,
að ég gat staulazt til dyra, þegar
þú hringdir....
Tommy ijómaði af ánægju og
þrýsti sér fastar að föður sinum,
en svo kom hann auga á allt fólkið
á götunni, lögregluna og upplýsta
glugga i verksmiðjunni.
Tommy sagði vesældarlega: —
Heldurðu að það geti verið
mamma, þaö geti verið eitthvað
að....?
Og svo tóku þeir báðir til fót-
anna.
Bill þrýsti sér fast að veggnum
og læddist upp stigann á sokka-
leistunum. Hann var kominn upp
á stigapallinn á annarri hæð, áður
en nokkur maður tók eftir honum.
Lögregluþjónn opnaði munninn
til að segja eitthvað, en Bill benti
honum að þegja og svo hélt hann
áfram upp stigann. Hann var bú-
inn að missa sjónar á lögreglu-
þjóninum, en hann vonaði að
hann hefði skilið hvað hann átti
við.
Hann smaug þetta áfram, þar
til hann var kominn upp á loft-
skörina, aðeins hálfum meter
fyrir aftan Dellu. Hún hafði ekki
einu sinni hreyft höfuðið, en hann
vissi, að hún hafði tekið eftir hon-
um. Hann lét sig falla niður á
fjóra fætur og hélt sig fast upp aö
veggnum. Kvalirnar i hnénu ætl-
uðu alveg að gera úr af við hann.
En hann fann, að hann gat hreyft
sig hljóðalaust, rétt eins og mað-
ur með báða fætur heila. Hann
mjakaði sér áfram i skjóli við
viða kápuna, sem Della hafði lagt
lauslega um axlirnar.
Bill var nokkurn veginn viss um
að drengurinn sá hann ekki, frá
þeim stað, sem hann stóð. Ef hon-
um tækist aðeins að komast óséð-
ur út að dyrunum....
Eitt ógnvænlegt augnablik hélt
hann að hnéð ætlaði ekki að láta
að stjórn, svo hann gæti ekki stað-
ið upp. Hann fann svo mikið til, að
það lá við að hann ræki upp óp. En
svo var hann allt i einu staðinn
upp, mit-t á milli drengsins og
Dellu.
Hann sá að höndin sem hélt á
byssunni fór að titra og honum
varð flökurt við að hugsa til þess,
sem nú gæti skeð. En rödd hans
var róleg og ákveðin.
— Hlustaðu á mig, drengur
minn, áður en þú gerir eitthvað,
sem þú átt eftir að iðrast....
. Drengurinn kyngdi munnvatni.
— Það er ekkert að tala um frek-
ar. Ég er búinn að segja, að....
— En nú er ástandið annað,
sagði Bill. — Þú þurftir að hafa
auga með tveim konum, nú er það
aðeins ein. Og meðan þú skýtur
hana, ef þú skýtur hana, fleygi ég
mér yfir þig. Og ég hefi i hyggju
að ganga af þér dauðum.
Drengurinn dró djúpt andann.
— Þegið þú, þú ert ekki annað en
vesæll krypplingur....
— Þú skalt reyna það, sagði
Bill og hugsaði um leið: Fyrir-
gefðu mér ungfrú Jenny, ég er að
tefla á tvær hættur, leggja lif þitt i
hættu.
Röddin var skræk. — Þú þorir
ekki. Það sem lögreglan þorir
ekki....
— Lögreglan verður að fara að
lögum. Bill sá skugga á hreyfingu
bak við Sid. Bill flýtti sér að halda
áfram. — Einstaklingar geta gert
það sem ekki er á færi lögregl-
unnar. Eins og þú sérð, þá hefur
ástandið breytzt, og....
Frank lyfti sálmabókinni og sló
Sid fast i höfuðið. Bill stökk fram.
Kvalirnar i fætinum voru alveg
að gera út af við hann, en hann
fleygði sér á drenginn og þeir ultu
um koll á gólfinu. Frank reyndi
að ná byssunni af Sid, en gat ekki
náð henni úr greipum hans.
Frank datt yfir veika fótinn á Bill
og hann var hræddur um, að hann
missti meðvitund af sársauka.
Hann fann að Sid var að reyna að
snúa sig úr höndum hans og hann
beitsig i vörina, til að hverfa ekki
algerlega inn i meðvitundarleysið
og hann gat kippt honum aftur
niður á gólfið.
Skotið hljóp úr byssunni.
Drengurinn rak upp óp, snerist
eins og ormur á gólfinu og svo lá
hann grafkyrr.
Dorrie þurrkaði sér um augun
og snýtti sér. Lögregluþjónarnir
höföu lagt fyrir hana óteljandi
spurningar, sem hún reyndi að
svara eftir beztu getu. Hún leit á
lögregluþjóninn, sem varð eftir
hjá henni.
— Ert þú ennþá hérna i
Laburnum Street? spurði hún.
— Já, sagði hann. — Og þú get-
ur verið ánægð yfir þvi. Ég var
nefnilega rétt fyrir aftan herra
Baxter og þess vegna sá ég
greinilega allt sem gerðist og ég
get borið það fyrir rétti, að bróðir
þinn gerði allt hvað hann gat, til
að hjálpa.
— Ætlar þú virkilega að gera
það? Dauft bros breiddist yfir
tárvott andlit stúlkunnar. — Og
heldurðu að það verði til að
bjarga honum? ■
— Já, að sjálfsögðu.
— En klikan, sem hann var að
fela sig fyrir.... Ná þeir þá ekki i
hann?
— Þú skalt ekki óttast það. Við
vinnum verk okkar vel hjá lög-
reglunni. Má ég lita inn til ykk-
ar.... kannski annað kvöld? Þá
getum við talað betur saman um
þetta.
— Þeir sögðu að ég mætti
heimsækja Shirley á morgun.
— Þá hitti ég þig fyrir utan
sjúkrahúsið og fylgi þér heim.
— Ætlarðu að gera það? og I
þetta sinn ljómaði brosið um allt
andlitið.
Lögreglumaður hjálpaði hon-
um upp stigann og gekk svo flaut-
andi niður aftur. Þegar augu Bills
voru búin að venjast ljósinu, sá
hann Beth, sem tók brosandi á
móti honum. Það var eins og
kvalirnar i hnénu hyrfu.
— Hvers vegna léztu hann
hjálpa mér hingað upp til þin?
tautaði hann. — Þú verður að
passa betur mannorð þitt stúlka
min, þú ert hjúkrunarkona i
hverfinu og verður að hafa ó-
flekkað mannorð.
Hún fékk honum ,glas með
koniakslögg i. — Eftir það sem ég
sagði og gerði, þegar ég hélt að þú
værir dáinn, er vist mannorð mitt
farið út i veður og vind. Nema þú
kvænist mér.
— Það get ég ekki, sagði hann
hnugginn. — Ég hefi ekkert upp á
að bjóða. Drengurinn hafði á
réttu að standa, ég er ekki annað
en aumkunarverður krypplingur.
Og svo er ég lika orðinn mjög
taugaveiklaður eft'ir slysið. Ég er
lika bölvaður heigull....
Hún fór að hlæja. — Já, sér er
nú hver heigullinn, sem gengur
beint á móti byssuhlaupi, — hlað-
inni skammbyssu! Þér batnar
bráðum i hnénu. Eða þú venur þig
við það. Og þótt þú eigir hvorki
ibúð eða bil nú sem stendur, þá
getum við lagt saman og sparað,
til að geta keypt það með timan-
um, er það ekki?
Bill opnaði munninn, eins og til
að segja eitthvað, en hætti svo við
það. Hann dró Beth til sin niður á
sófann, sneri ljósum hárlokk um
fingur sinn og kyssti hana, lengi
og innilega.
Della var skjálfrödduð, þegar
hún sagði: —- Þú heföir átt að
segja mér það. Ef ég hefði vitaö,
að þér var alvara, að reyna....
— Þú hefðir ekki trúað mér.
Ekki i fyrstu, að minnsta kosti.
Og þegar ég sendi þér peningana
og þú endursendir þá....
— Það var vegná þess, að ég
vissi að þeir voru frá móður þinni.
Þú áttir enga peninga.
— Ég seldi bilinn, sagði hann.
Hún stóð lengi þegjandi. Hún
vissi hve mikils virði þessi bill
var honum. — Seldiröu bilinn? Til
að senda okkur peninga?
— Ég hefði aldrei átt að kaupa
hann. Allt, sem þú sagðir, meðan
við vorum gift, hefur veriö mér
umhugsunarefni. Ég kvæntist
þér, ég varð faðir Tommys og
samt hagaði ég mér eins og
sautján ára strákkjáni. Það skán-
aði litið eftir að þú fórst frá mér,
aö minnsta kosti ekki fyrst í stað.
Þegar þú endursendir peningana,
drakk ég mig blindfullan. Svo
missti ég hvert starfið af öðru og
þannig gekk það, þangað til fyrir
rúmu ári siöan. Einn daginn slag-
aði ég út af einni knæpunni og stóð
þar i sólskininu. Þá sá ég þrjár
manneskjur koma út af matbar.
Foreldrarnir hefðu getað verið á
okkar aldri og drengurinn á aldur
við Tommy. Þau voru að tala um
að fara i dýragarðinn.
Hann gekk yfir gólfið og tók i
hönd hennar. — Þau voru fjöl-
skylda, Della. Frakki mannsins
var slitinn og gamall, þau voru I
litlum bilræfli, sem allur var
beyglaður og skellóttur. En
skyndilega varð mér ljóst hve rik
þau voru. Og hverju ég hafði
sjálfur kastað á glæ.... Della,
gefðu mér eitt tækifæri ennþá....
Ég veit, að sjálfsögðu, að þú getur
ekki elskað mig....
Hún hló og tárin runnu niður
kinnar hennar. — 0, að elska!
sagði hún. — Ég hef reyndar
aldrei skilið til fulls, hvað ástin er
i raun og veru. Það byrjar með
þvi, að maður verður ástfangin,
svo eru það gönguferðir i tungl-
skini og kossar, en skyndilega
verða þetta aðeins ógreiddir
reikningar, uppþvottur og gleði-
snauð tilvera.... En ástin er samt
undirstaðan, aðeins ef maður
hefur þolinmæði til að skynja það.
Hann lyfti andliti hennar upp.
Og þegar hann kyssti hana, var
það eins og að koma heim eftir
langa og erfiða ferð.
Ungfrú Jenny lá vakandi og
hlustaði á reglulegan andardrátt
systur sinnar, sem lá við hliðina á
henni. Gegnum sængina fann hún
ylinn frá Tibby, sem lá ofan á
henni.
Hún hafði tekið svefntöfluna,
sem systir Beth hafði látiö hana
fá, en samt gat hún ekki sofnað.
Hún lá þarna i myrkrinu og bros
lék um gamlai^ varirnar.
Þótt ég lifi það, að verða hundr-
að ára, sagði hún við sjálfa sig, þá
mun ég aldrei geta skiliö þetta.
Sjálf var hún ekkert annað en
gamla ungfrú Jenny, sem rölti
um götuna með innkaupatöskuna
sina, hún dekraði við systur sina
og Tibby, hún sat með prjónana
sina við sjónvarpið og horföi á
Ashton-fjölskylduna.
Og svo haföi hún, allt i einu,
gengið út til aö drepa með köldu
blóði. Lögregluþjónninn, Sá lág-
34 VIKAN 25. TBL.