Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 14
Vatnaakstur kvenna Þeim, sem fylgst hafa með tor- færuaksturskeppnum hérlendis, finnst oft á tiðum fulllangt gengið I bíladellunni. Þó ganga ýmsir enn lengra i þessum efnum, þar á meðal ameríkumenn, sem sumir hverjir eru löngu hættir að vita, hvað þeir eiga að gera við peningana sfna. Þrautirnar í torfæruakstrinum okkar eru til dæmis hreinn barna- leikur, samanborið við þær, sem bandarikjamenn bjóða bilunum slnum, og sumar hverjar jaðra vægast sagt við geðveiki eins og meöfylgjandi myndir sýna. Torfæruakstur er orðinn vinsælt kvennasport I Amerlku, og á þvl sviði hafa konurnar sýnt og sannað, að þær eru engu slðri ökumenn en karlmennirnir. Kvinnan á myndunum er trú- lega að halda upp á alþjóðlega kvennaárið, og það væri synd að segja, að hún kallaði allt ömmu sina i vatnaakstri. Næsta torfærukeppni er kjörið tækifæri fyrir islenskt kvenfólk til að sýna hæfni sina og slá körl- unum ref fyrir rass. (Þetta er áskorun.) Fólkið heldur örugglega, að viðséum að ganga af göflunum. , , i/ —Kltum hann, hann er 11 I . eítirlýstur fyrir tvfkvæni. :i.[> Heimsmet i bensineyðslu Óllkt höfumst við að, við Islend- ingar gerum allt til að spara bensln, en I sandaksturskeppni, sem haldin var nálægt Bakers Field i S-Kaliforniu þykist banda- rlkjamaður nokkur hafa sett nýtt heimsmet I bensíneyðslu bfla. Bfll hans komst aðeins 3,05 mllur á einu galloni (US) af bensini. Séu þessar tölur reiknaðar yfir á islenskan mæli- kvaröa, samsvarar sú eyðsla um 80 lltrum á hverja hundraö kllómetra. Sá, sem þetta met á, heitir Herman Booy, og I keppn- inni, sem talað er um, ók hann Willys jeppa árg. 1946 meö sérútbúinni 462 cu in V8 vél, og til þess aö komast af stað i gljúpum sandinum reyndist óhjá- kvæmilegt að útbúa tryllitækið með tvöföldum sérskornum flug- véladekkjum að aftan. Geri aðrir betur! ■». ; Sko, ég sagði þér það væri fjári kalt. 1. Þér sitjið of lágt viö stýrið 2. Þér sjáiö betur með vinstra auganu en þvf hægra. 3. Akið varlega, regnhlifavcrk- smiðja til vinstri. 4. Varið ykkur á lágfleygum mót- orhjólum. 14 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.