Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 26
kjollinn Græni Stanley vildi fríðmælast við Láru, þvi hann hafði gleymt afmælisdegi hennar. Nú var hann kominn i glymjandann i tiskubúðinni og fannst hann allt i einu vera eins konar James Bond, leiftrandi af karlmennsku.... Meöan Jane var aö ljúka við að koma fyrir matvörunum, sem þau höföu keypt, sagöi Stanley: — Finnst þér ekki merkilegt, að kettir skuli alltaf hlaupa inn i opna poka? Hann tók einn bréf- pokann undan matvörunum og setti hann á gólfiö viö hliöina á stólnum, þar sem Latur gamli lá i makindum. — Þetta er einkennandi fyrir ketti, hélt hann áfram. — Þeir hlaupa alltaf inn f opna poka. Aumingja Latur glápti heimskulega út I bláinn. ■ — Ja, sú vitleysa sem þér getur dottið í hug, sagði Jane. — Stanley beygöi sig niður að - stólnum og potaöi i kviðinn á kettinum, til að fá hann til að standa upp. Sjáðu bara, hann hleypur áreiöanlega inn i pokann. Er það sVona þvæla, sem aumingja Lára hefur stöðugt glymjandi i eyrum? spurði Jane. Hún var alveg ófeimin við aö segja bróður sinum, hvað henni fannst. — Sjáðu bara. Hann er að hug- leiöa þetta. — Hann potaði aftur, og Latur gamli skreiö niöur af stólnum. Hann leit á Stanley og rölti slðan inn í pokann. — Þarna sérðu, hrópaði Stanley. — Þú sást þetta. Hann hljóp beint inn i pokann. Kettir geta ekki staðist opna poka. — Mikið vildi ég, að þú gætir þagaö, sagði Jane. — Þú hefur ekki gert annað en blaðra, siðan viö komum úr matvörubúöinni. Stanley settist á eldhúskoll. • — Ég er spenntur, það er allt og sumt. Ég verð svo ræðinn, þegar ég er æstur... það er spennan. Hvernig geturöu búist við mér öðruvisi, þegar ég á von á Láru heim I kvöld? — Hann ýtti varlega við pappirspokanum með fætinum, og Latur greyið gægðist út. Jane lokaði skápnum, settist niöur og andvarpaði. — Það mætti halda, að hún væri búin að vera i burtu mánuðum saman. — Ein helgi er meira en nógu löng, sagði Stanley. — Sérstak- lega i svona veðri. — Það fór um hann hrollur, þegar hann hugsaði til þess, hve rafmagnsteppi væri gagnslitið i samanburði við eigin- konu. — Rafmagnsteppi getur ekki komið i staðinn fyrir eiginkonu. það skaltu vita, sagði hann. • Stanley hallaði sér fram og tók bréfpokann upp. Latur gamli hreyföi sig ekki, þvi hann var vanur svona uppátækjum i hús- bónda sinum. — Þegar þeir eru komnir inn i pokann geturðu tekið þá upp, án þess að þeir hreyfi sig, sagði Stanley. — Ég hef oft verið að hugsa um, hve þetta hljóti að vera gott ráð til að veiða ketti Maður skilur bara eftir fullt af opnum pappirspokum og safnar þeim svo saman, þegar þeir eru orðnir fullir. — Áttu ekki ellefu ketti nú þegar? spurði Jane. Stanley leit undrandi á hana. — Hvað kemur það þessu máli við? • — Ég skil ekki, hvers vegna þú ættir aö vilja fleiri. Þeir, sem fyrir eru, hljóta að vera rándýrir i rekstri. ■ — Ég ætla ekki að veiða fleiri. Eg sagði þetta bara sem dæmi. Gerði bara ráð fyrir, að mann langaði I ketti. Og ef maður gengur út frá þvi, þá eru pappirs- pokar... — Er það eitthvað fleira, sem ég get gert? spuröi Jane. — Ef svo er ekki ætla ég að fara heim. Ég held ekki út að hlusta á meira um ketti og pappírspoka. X Latur gamli var kominn með innilókunarkennd, svo Stanley setti pokann varlega á gólfið. Eftir stundarkorn skreið Latur gamli út. — Ég vildi gjarnan. að þú segðir mér, hvað ég á að kaupa handa henni, sagði Stanley. Jane horfði spyrjandi á hann. — Gjöf — heimkomugjöf. Jane lyfti brúnum: — Maður kaupir ekki heimkomugjafir handa fólki, sem er ekki búið að vera I burtu nema yfir eina helgi, og þaö hjá móður sinni. Nei, nú er ég farin að tala eins og þú. Heila- sellurnar hljóta að vera farnar að þorna. Hún stóð upp. — Lára býst ekki við neinni gjöf, sagði hún. — Ég veit það, sagði Stanley og kinkaði kolli. — Þetta á lika að koma henni á óvart. Sýna henni, hve mikið ég hef saknað hennar. — Hún hóstaði. — Þar að auki átti hún afmæli á föstudaginn. — Er það? spurði Jane. — Nú, úr þvi svo er... Hún stoppaði, þvi henni kom svolitið til hugar. — En hún var hér á föstudaginn. Ég á viö, að hún var ekki farin i burtu þá! — Ég veit það, sagði Stanley. — Hvers vegna gafstu henni ekki afmælisgjöf þá. — Ég gleymdi þvi, að þaö var afmælisdagurinn hennar. Hann steig ofan á tóman pappirspokann og tróð hann niöur. — Hvers vegna hélstu, að hún hefði rokið heim til móöur sinnar. Jane sagði bróður sinum, hvað hann ætti að kaupa handa Láru, en þvertók fyrir að kaupa það fyrir hann. Stanley stóð lengi fyrir utan litlu tiskubúðina og reyndi að heröa upp hugann og fara inn. Kjóllinn var i glugganum, grænn og rennilegur á ginunni. Þegar Stanley var orðið kalt af aö norpa fyrir utan fór hann inn. Popptónlistin glumdi úr hverju horni, og sem betur fór virtust engir þarna inni nema afgreiðslu- stúlkurnar. Ein þeirra kom til hans, grindhoruð stúlka, sem leit út eins og hún hefði stungiö hausnum inn i loftræstingargat. — Halló, sagði hún. — Halló, svaraði Stanley. Hann gat ómögulega gert sér grein fyrir ástæðunni, en hann sá sjálfan sig allt i einu fyrir sér sem njósnara. Njósnarar i kvik- myndum voru alltaf aö lenda inn á svona staði. í þessu kvenlega umhverfi, leiftruöu þeir af karl- mennsku, voru svolitið vand- ræöalegir, en höfðu þó gaman af þessu undir niðri. Þeir biðu þess eins, að rússnesk fegurðardis læddist inn um bakdyrnar og laumaði mikrófilmu i lófa þeirra. Stanley stóð þarna sjálfur, svolitið vandræðalegur, leiftrandi af karlmennsku innan um kjóla og kvennadjásn. Hann lét dular- fullt bros leika um karlmann- legar varirnar. Hann pirði augun og renndi þeim eftir kjólaslánum. Allt i einu áttaði hann sig á þvi, að stúlkan hafði sagt eitthvað viö hann, sneri sér að henni og sagöi: — Fyrirgefðu. — Er allt i lagi, endurtók stúlkan. — Ó, já, sagði Stanley. — Það var eins og þér væri illt i augunum, sagði stúlkan. — Það er ljósið hér inni. Það er full sterkt fyri mig. Stúlkan leit upp á marglitar perurnar i loftinu. — Ó, já. Eftir svolitla stund sagði Stanley. — Jæja... Næstum þvi um leið sagði stúlkan: — Get ég eitthvað aðstoðað? Eða viRu aðeins lita i kringum þig? — Hún virti hann fyrir sér um stund, og þegar hún sá, að hann væri liklega kominn yfir þritugt, bætti hún viö: — herra. Stanley stamaði: — Já, nei. Rússneska mærin virtist ekki ætla að koma inn um bakdyrnar, svo hugur hans leitaði á aðrar slóðir. Hann fór að velta þvi fyrir sér, hvernig stúlkan færi aö þvi að láta hárið standa svona út i loftiö. — Annars er það svo, að ég ætlaöi að kaupa kjól á konuna mina. Stúlkan brosti uppörvandi. — Græna kjólinn, sem sýnir svo mikið... hann hóstaði... græna flegna kjólinn. Það er einmitt sá. Haiin var orðinn hálf ringlaöur og virtist ekki. hafa stjórn á hugsunum sinum. — Hvernig feröu að þvi að láta hárið standa svona út, sagði hann i beinu framhaldi. Brosið hvarf af vörum stúlk- unnar. — Hvernig ég geri hvað? — Hárið á þér... stundi Stanley upp. — ó, þetta?, sagði hún og kom aöeins viö hárið, án þess þó að rugla þvi. Það virtist eins stift og 26 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.