Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 17
margir höf&u um þetta leyti skipt um hrúta og höföu hleypt til meö ullarhrútum noröan úr landi. Ull var skitur. Þeir komu i skörö og nú sáu þeir til Reykjavikur, sem til aö sjá moggaöi einsog togarahópur á hnappfiski. Allstaðar stigu svartir kolareykir upp i stórt svart ský, sem var efst á himn- inum og komst ekkert fyrir logni. Nú breyttist Agúst Jónsson, þegar hann hafði séö til bæjarins. Hann var aldrei samur fyrir vestan skörö. Hann byrjaði aö hallast i hnakknum, fram. Hann byrjaöi aö tala um fleira en fé. Hann hætti að rymja einsog ormur, eöa dreki og hann gerðist nú orömargur. Drengurinn rak upp stór augu. Oröfæri hans minnti Jón á mann, sem hleypur gáskalega upp fé, með stuttum sporum, einsog gert er i réttum, þegar fáar kindur eru eftir og menn eru orönir hifaöir. Þaö var kominn dans i orðin. Agúst Jónsson var sem sé byrjaöur aö finna á sér breytingu, án þess aö hafa bragðaö dropa. Hann var þvi vanastur, vestan viö sköröin, þegar fór aö nálgast bæinn. Þeir áöu viö tjörn og fengu sér aö éta. Kaffi höföu þeir á flösku i stöguöum sokki. Sjálfskeiöingur- inn risti kæfu, smér og rúgkökur. Svo ropuöu þeir matarlega, þurrkuðu sjálfskeiöingana á handarbakinu og sokkunum og sleiktu sig. Hestarnir gripu jörö, drukku og pissuöu. Feögarnir pissuöu lika stigu svo á bak aftur. Þaö var komin kylja utan frá sjó og það var oröið áliðiö, þvi sólargeislar- nir feröuöust lárétt, einsog vind- urinn. Augun i Jóni Agústssyni stækkuöu eftir þvi, sem leið á daginn. Honum leist ekki sem best á Reykjavik. Þau börnin höfðu séö margar myndir frá himnum og frá Reykjávfk, en þaö var samt enginn kolareykur á þeim. Kannske var lika kola- reykur á himnum, hugsaöi hann meö sér. Þegar þeir komu i Arbæ, gerðu þeir stuttan stans. Þeir fengu geymda þar fáeina hesta, en riöu svo meö smjörhestinn og alla kæfuna i taumi inn I bæ Peninga sina og skuldabréf reiddi Ágústi kofforti fyrir framan sig i hnakknum. Hann vissi þaö frá næstliönum sumarferöum, aö margt er öðruvisi vestan viö Arbæ en austan viö hann, og þótt peningakoffortið heföi veriö á trússhesti yfir heiöina, þá tók hann þaö nú ofan og reiddi þaö fyrir framan sig I hnakknum, svo eitt mætti ganga yfir peninga hans og skuldabréf og hann sjálfan. Hann varaði Jón viö mönnum i Reykjavik. Eins og skrifað stykki Þeir feögar héldu rakleitt vestur i Hliðarhúsatorfu til Hólm- friöar, þegar þeirkomu til bæjar- ins. Augun i Jóni voru mjög stór, 8. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.