Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 44
Vinsælasta hljómsveitin 1974 Eins og skýrt var frá i 6. tbl. var hljómsveitin Pelican kosin vin- sælasta hljómsveitin 1974. Af þvi tilefni er hér birt litmynd af hliómsveitinni, og er það von þáttarins, að hinir fjölmörgu aödáendur hljómsveitarinnar megi njóta hennar bæði vel og lengi. Pelican erum þessar mundir i Bandarikjunum við upptöku á nýrri L.P. plötu, og mun hljóm- sveitin einnig leika á hljómleik- um og i klúbbum þar i landi um þriggja vikna skeið. Frá þessu hefur þegar verið skýrt ýtarlega i dagblöðum og þvi væntanlega óþarfi að rekja það nánar hér, hvað hljómveitin hyggst taka sér fyrir hendur. Pelican hljómplatan ,,Uppteknir” varð lang söluhæsta L.P. plata ársins 1974 og jafnframt kosin viosælasta plata ársins sem leið. Seldist piatan hérlendis i tæpum átta þúsund eintökum á s.Í. ári, og er það algjört met. Og hún heldur áfram að seljast á þessu ári. Til marks um vinsældir laga hljómsveit- arinnar, má nefna iagið A Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Það var eina lagið að visu, sem ekki var frumsamið á plötunni Uppteknir, en höfðaði jafnframt til stærri hlustenda- hóps en flest önnur lög hljóm- sveitarinnar. Lagið þekkja allir bæði ungir og aldnir, og skemmti- leg útsetning Pelican á þessu lagi vann þvi auknar vinsældir. Þetta varð 3M var við strax s.l. haust, þegar hljómsveitin Pelican lék undir beru lofti fyrir utan hljóm- plötuverslun i Reykjavik. Þá staðnæmdust i hæfilegri fjarlægð fjölmargir menn á sextugs- og sjötugsaldrinum og lögðu við hlustir. Þátturinn tök einn þeirra tali og spurði svona, hvernig honum litist á, og hvort hann þekkti lagið sem leikið var. Hann sagðist nú halda það og bætti við með bros út i bæði munnvik, — og mikið asskoti er það fjörugt maður —. Þá spurði 3M, hvort hann hefði áhuga á að eignast plötuna og kvað hann margt annaö ólfklegra, en bætti þvi jafn- framt við, að þeir félagarnir á Grund mættu ekki spila mjög hátt á grammófóninn. Þarna var greinilega komið eitthvað, sem tengdi saman hina eldri kynslóð og þá yngri. En á næstu plötu Pelican verður eingöngu um frumsamið efni að ræða. Enn sem fyrr verður hún hljóðrituð f Shaggy Dog stúdióinu i Massachusets i Bandarikjunúm. Hafa eigendur Shaggy Dog jafnframt tekið að sér að kynna tónlist Pelican og hljómsveitina sjálfa i Bandarikjunum. Hins vegar er um auðugan garð að gresja i þeim bransanum i Bandaríkjunum, svo við þvi má tæplega búast, að hljómsveitin nái nokkuð áleiðis þar i landi. En, — það má jú alltaf reyna. Þátturinn óskar Pelican til hamingju með titilinn og óskar þeim alls góðs á árinu 1975. Þau fengu verðlaunin Eins og sagt var frá í 6. tbl., var verölaununum fyrir kosninga- seöil með þeim 10 nöfnum, sem lentu slöar i fyrsta sæti, deilt á milli tveggja. Þau voru bæði úr Reykjavik að þessu sinni: Bjarni Jóhannesson, Laugarásvegi 43 og Guðrún Andrésdóttir Tómasar- haga 36. Þátturinn náði tali af þeim I hljómdeild Faco, þar sem þau veittu hljómplötunum viötöku: Guðrún er í 3ja bekk Verslunar- skóla íslands og er 18 ára gömul. Hún sagðist vera áskrifandi að Vikunni og henni fyndist efni blaðsins bara ágætt.3M stóðst að sjálfsögðu ekki freistinguna að spyrja um álit hennar á þættin- um, og sagði hún, að hann væri með ágætum, en félli raunar dálítiö oft niður, en það var nú ekki meira en þáttarritari vissi þegar. (Það vilja nefnilega svo margir skrifa í blessað blaðið og svo eru það auglýsingarnar) Guð- rún er á þeim aldri, sem tilfinn- anlega vantar skemmtistaði og aðspurð um, hvert hún færi að skemmta sér, sagði hún að það væri ekki um auðugan garð að gresja hvað það snerti en aðal- lega færi hún í skólann á böll. Hún sagði einnig, að fyrir hennar smekk vantaði algjörlega skemmtistaði, þar sem fók gæti komið og talað saman i rólegheit- um og hlustað á músik, án þess aö þar væri ærandi hávaði eins og nú er á flestum skemmtistöðum borgarinnar. Nú, Guðrún valdi sér plöturnar með hjálp Steinars Berg, verslunarstjóra hjá Faco. Hún valdi sér Three Degrees og nýja plötu með öðru söngtriói, sem heitir Labelle. Að sögn Steinars er sú plata á hraðri uppleið á vinsældalistum vestan hafs og alveg öruggt, að hún mun verða vinsæl hérlendis innan skamms. Bjarni Jóhannesson er 14 ára og stundar nám i 2. bekk Langholts- skólans. Hann hlustar mikið á plötur og á m.a. allar stóru Islensku plöturnar, sem komu út á s.l. ári. Honum fannst erfitt að gera upp á milli platnanna, en taldi þó, að Change platan væri einna jafnbest, þegar farið væri að hlusta á þær til lengdar. Honum finnst lítið gaman að soul músík og vildi fá að velja sér góðar rokkplötur. Guðrún valdi sér hins vegar soul plötur eingöngu. Bjarni valdi1 sér nýj- ustu plötuna með Rod Stewart, og svo Tubular Bells með Mike Oldfield. 3M vill þakka þeim kærlega fyrir þátttökuna i vinsælda- kosningunni, svo og öllum þeim, sem sendu inn kosningaseöla. 44 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.