Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 24
 „ - j. rnQ flfN^ /';r Jli 1 q] H r . ;* John Wayne fer á kostum I laugardagsmyndinni. Ndtimakona Á þriBjudagskvöldið hefur gönguslna nýr framhaldsmynda- flokkur i sjónvarpinu — Helen, kona I dag (Helen, Woman of To- day). Þaettirnir i þessum flokki eru alls þrettán, og fjalla um Hel- en Tulley, sem skilur við mann sinn, og stendur ein uppi með tvö börn. Inn I sögu Helenar fléttast auðvitaö kvenréttindamál alls konar. Víst er staða konunnar allt önn- ur nú en hún var, áður en kven- réttindahreyfingum óx fiskur um hrygg, en líf einstæðra mæðra er sjaldan dans á rósum. Þegar saga Helenar hefst, er hún gift kona og heimavinnandi húsmóðir. Hún hætti námi, áður en hún tók lokapróf, og nú, þegar hún er þritug, hefur hún ekki stundaö vinnu utan heimilis I tiu ár. Maður Helenar er I góðu starfi. Þau eiga hús, bil og tvö börn. Á yfirborðinu virðist allt vera I himnalagi I hjónabandinu. En þar kemur, að Helen uppgötv- ar, aö maður hennar á vingott við aðra konu. Þá þolir Helen ekki við lengur og sér, að hjónabandið er að hruni komið. Hún vill standa á eigin fótum og byggja upp eigin heim handa sér og börnum sln- um. Helen lendir i margvislegum erfiðleikum, þegar hún tekur til við nám sitt að nýju, leitar sér að 24 VIKAN 8. TBL. vinnu og Ibúð á leigu. Hún verður þess vör, að margt er sagt um hana á bak, og hún þarf aö berjast við ógrynni fordóma. — Ég ætlaði að búa til mynda- flokk um erfiðleika giftra og ógiftra kvenna, segir Richard Bates, framleiðandi myndarinn- ar. — Kvenréttindahreyfingarn- ar, getnaðarvarnarpillan og rýmri fóstureyðingarlöggjöf hafa breytt viðhorfi fólks og orsakað á vissan hátt ný bandamál. t myndaflokknum um Helen reyn- um við að benda á ýmsa erfið- leika, sem konur standa frammi fyrir, einkum ef þær skilja. Til þeirra eru oftast nær gerðar óheyrilegar kröfur og umhverfiö er oft fjandsamlegt I þeirra garð. Alison Fiske, sem leikur Helen, hefur þetta að segja: — Þetta er raunsæ lýsing og veldur áreiðan- lega ekki einu einasta taugaáfalli. Þrátt fyrir það hef ég grun um, að hún komi við kaunin á einhverj- um. Strindberg I sjónvarpinu Sænski leikarinn August Falck hefur sagt frá þvi, að hann og August Strindberg hafi eitt sinn verið á morgungöngu og hafi þeir þá gengið framhjá Norrtullsgat- an 14, þar sem Strindberg átti heima um tima á æskuárum sin- um. Húsið hafði brunnið um nótt- Lifandi túndra á föstudagskvöldiö. SVOLITIÐ ,UM SJONVARP

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.