Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 2
Viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur listakonu Það var á þrettándanum, þegar ófærðin var sem mest í borginni, að við sættum færis milli byljanna og börðum dyra hjá Sigrúnu Jónsdóttu'r listakonu. Sigrún er mörgum íslendingum kunn fyrir framlag sitt á sviði kirkjumuna, en listvefnaður hennar, útsaumur og batíkverk skreyta nær fimmtíu kirkjur um land allt. Ennfremur hafa söfnuðir og kirkjur í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum fest kaup á verkum Sigrúnar. Batik, sem var hér áður nær óþekkt listgrein, kynnti Sigrún löndum sínum á fimmta áratugn- um, er hún sneri heim eftir margra ára náms- dvöl í Svíþjóð. Um árabil hefur hún einnig rekið verslunina Kirkjumunir í Kirkjustræti 10, þar sem batíkverk hennar hafa verið á boðstólum. Sigrún er á ferð og flugi milli landa, þar sem hún setur upp sýningar sínar og notar, að því er hún segir sjálf, ísland sern stökkpall út í heiminn. En það er hingað, sem hún sækir myndefni sín, og það er hér, sem hún síðar þróar og vinnur sínar hugmyndir. Hún var ein- mitt nýkomin heim á þrettándanum, en ekki frá Stokkhólmi, París eða New York, heldur austan frá Vík í Mýrdal, þar sem hún hafði dvalist í nokkra daga ásamt fjölskyldu sinni. ,,'Ég hef alltaf verið á hrakhólum með vinnu- húsnæði." — Sigrún, þú ert fædd og uppalin í Vík fram til fermingaraldurs. Ertu ennþá að sækja þér minningar frá bernskuárunum og kynjalands- laginu þarna austur frá, sem þér virðist svo kært eftir myndum þínum að dæma? — Já, eftir öll þessi ár er ég ennþá að vinna úr draumsýnum og myndum, sem ég hef geymt á nethimnunni frá því ég var lítil telpa. Þegar ég var á 12. ári lá ég oft veik yfir vetur- inn. Það var ekki alltaf, að einhver hafði tíma til að sitja við rúmstokkinn og hafa ofan af fyrir mér, og ekki máttu börnin lesa of mikið í þá tíð til að skemma ekki í sér augun. — Ég lá því ein tímunum saman og horfði út um gluggann. Það er ákaflega snjóþungt í Vík og ég var hugfangin af stórum ísborgum og öllum þeim furðumyndum, sem ég gat séð í fannferginu. Þegar myrkrið féll á, virtist Verðlaunamýnd Sigrúnar ,,Bæn fyrir friði", er h/aut viðurkenningu UNESCO-sýningu ! Monaco. FORSÍÐAN 'Sigrún Jónsdóttir /istakona sýnir hátfðarbún- inga þá, er hún hannaði í tilefni þjóðhátlðarárs- ins 1974, en munstur kjó/anna kallar hún ,,Bláfjallageim" og ,,Ögrum skorið”. 2 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.