Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 28
A síöastliðnu ári geröi feröaskrifstofan Úrval sér far um aö bjóöa viðskiptavinum sínum aöeins úrvalsferöir til sólarlanda. Um leiö og viö þökkum samferðafólki okkar ánægjulega viðkynningu, minnum viö á, — aö ferðaskrifstofan Úrval m'un á þessu ári bjóöa ykkur meira úrval af sólarferðum en nokkru sinni áöur. Gríptu sólina þar sem hún gefst! FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 ÞAD SEM Á UNDANER KOMIÐ: Marianne d'Asselnat gengur full eftirvæntingar og ástar í hjónaband aðeins 17 ára. En eiginmaðurinn er ekki allur, þar sem hann er séður, og þegar Marianne kemst að því, að hann hefur lagt brúðkaupsnótt þeirra undir í spilum_og tapað___ skorar hún hann á hólm. Eftir að hafa orðið eiginmanninum að bana og kveikt óviljandi í œttaróðalinu, flýr hún í ofboði. Sjóari, sem kall- asl Svartbakur, tekur að sér að flytja hana með leynd yfir til Erakklands ásamt frönskum flóttamanni. Skip~ þeirra brýtur á strönd Bretagne- skagans, þar sem Svartbakur hverf- ur Marianne, en hún og franski flóttamaðurinn, Jean Le Bru, lenda / klóm strandþjðfa. Foringi strand- þjófanna er fullur tortryggni íþeirra garð, hann lokar Jean inni, og Mari- anne virðist lítið betur sett, þótt hún sé ekki í hlekkjum. Hún lœtur Morvan halda, að hún sé í dular- fullum erindagerðum á Erakklands- grund, en hann hyggst afla sér frekari vitneskju um ferðir herinar. Morvan dró nú snöggt til sín höndina og kaldranaleg rödd hans rauf hugsanir hennar. ,,Þér eruð ekki með hugann við taflið, mín kæra. Þetta er minn biskup, sem þér eruð að færa. Kannski eruð þér þreyttari en þér hélduð? Ættum við ekki að láta þetta gott heita?" Marianne greip gæsina á meðan hún gafst. Hún hafði annað og betra við tímann að gera í nótt en að tefla. Mæðulegt bros lék um varir hennar og hún samsinnti því, að þrátt fyrir allt væri hún dálítið þreytt. Morvan reis á fætur, hneigði sig og bauð henni arminn. ,,Eftir það sem þér hafið gengið I gegnum þá undrar mig það ekki. Ég skal fylgja yður til herbergis yðar.” Það var nú ekki annað eftir af eldinum en rauðar glæður og kuld- inn hafði lagt undir sig hið langa, auða herbergi, en það voru ný kerti í silfurkertastjökunum og búið hafði verið um innbyggða rúmið. 28 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.